Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 43 borð, og sátu við það tólf gestir, elstu þjónar hans, skógarverðir, og þessháttar, Það var venja að láta alla aðra þjóna, veiðimenn og svínahirða sitja við þriðja horðið fyrir framan eldinn en vegna þess að nú gat ekkert hamlað því að þeir drykkju sig út úr, og það hataði Rósamunda, voru þeir nú látnir sitja úti i hlöðu svo þeir gætu etið og drukkið eftir vild. Þegar allir höfðu tekið sér sæti, bað prest- urinn borðbænina, og var svo tekið til snæð- ings. Það voru að vísu engar dýrindis kræs- ingar, en nóg ^af öllu, fyrst fiskur svo ýmsir kjötréttir og loks ávextir margskonar. Við neðri borðin var aðeins drukkið öl, en á pallinum var drukkið hið dökka vin er Wult halði keypt, að undanskyldum þeim Sir Andrew og Rósa- múndu er hvorugt hrögðuðu vin; hann vegna heilsu sinnar, en hún vegna þess að hún hafði óbeit á áíengum drykkjum, sem að líkindum stóð 1 sambandi við hið austurlenzka ætterni hennar. Gleðin óx nú óðum. Gesturinn var hinn skemtilegasti, og sagði margar ástar- og hern- aðarsögur, sem hann virtist hvortveggja vel kunnur, og hafa tekið þátt í. Sir Andrew varð sjálfur kátur, gleymdi þjáningum sinum og hló hátt, en Rósamunda, er virtist fegurri en nokkru sinni fyr, með hina gullsaumuðu slæðu og silki saumaða serk, sem bræðurnir höfðu gefið henni hlustaði á og brosti eins og í leiðslu. Það leið að veislulokum er Georgios hróp- aði alt i einu: „Vinið! Hið kristallstæra vin frá Trooidos! Eg var búinn að gleyma því. Hef eg leyfi yðar hr. riddari til að sækja það?“ „Já, góði vin“, svaraði Sir Andrew. „Vissu- lega hefir þú leyfi til að sækja þitt eigið vín“. Georgios stóð upp og tók stóra könnu og silfurbikar af hliðarborði því er vínföngin stóðu á, hann gekk með það að litla kútnum er stóð tilbúinn á trjábút, beygði sig yfir hann og tók tappann úr og fylti bikarinn á barma. Hann benti einum þjóninum við ysta borðið að rétta sér könnu er stóð á því, og eftir að hafa skol- að hana úr víni, fylti hann hana og rétti þjón- inum, svo þeir gætu drukkið skál húsbónda síns hið helga jólakvöld. Bikarinn bar hano inn á borðið og fylti með eigin hendi drykkjarhorn allra sem við það sátu að Rósamundu undan teknri því hún bragðaði það ekki, þrátt fyrir það þó hann biði henni það óspart og honum gremdist það auðsjáanlega að hún þáði það ekki, Það var lika aðeins til þess að hryggja ekki manninn að Sir Andrew tók einnig ofurlítið, en þegar Georgios snéri við honum bakinu, bland- aði hann vinið með vatni. Þegar alt var loks tilbúið, fylti hann, eða þóttist fylla sítt eigið drykkjarhorn og í því hann lyfli þvi, sagði hann: „Drekkið nú skál hins hrausta riddara Sir Andrew d’Arcy, sem eg, að siðvenju þjóðar minnar, óska langra lifdaga. Drekkið vinir, drekkið óspart, því slíkt vín mun aldrei framar koma inn fyrir yðar varir“. Svo lyfti hann horni sínu, og virtist tæma það i einum löngum teig, og fylgdu allir dæmi hans, jafnvel Sir Andrew drakk dálítið af horni sínu, sem fylt var tveim þriðjungum af vatni. Alstaðar heyrðist undrunarkliður. „Vin! Það eru ódáins vegar!" sagði Wulf. „0“, greip presturinn fram í. „Adam hefði getað drukkið þetta vín i Paradis". Það barst einnig aðdáunarhljómur frá þeim er sátu við neðstu borðin yfir hinu gómsæta víni. Vínið var lika sannarlega gott og áfengt, því eftir einn sopa var sem móða félli yfir hug- sanir Sir Andrews, en henni létti af aftur og sjá! Endurminningarnar svifu fyrir hugskolsaug- um hans. Atburðir sem gleymdir voru fyrir mörgum árum gægðust nú fram úr óminnis- djúpinu. En þetta leið einnig hjá og einhver óljós kvíði eða ótti greip hann, en hvað hafði hann að óttast þetta kvöld? Hliðinu við virkis grafirnar var harð lokað, og þar að auki menn þar á verði. I hans egin hlöðu innan þessara múra sátu yfir tuttugu áreiðanlegir menn að snæðingi, og þeir sem hann treysti bezt, sátu inni í höllinni og við hlið hans hinir hraustu riddarar Wulf og Godvin. Nei, það var ekkert að óttast og þó hafði hann enga ró. Alt í einu heyrði hann rödd að honum fanst í fjarlægð. Það var Rósamunda er sagði: „Hvað á þessi þögn að merkja, faðir ? Fyr- ir skömmu heyrði ég hávaðann í þjónunum í

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.