Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐTÐ. 73 var að snjóa, þá stóðu þeir tvisvar fastir á sandrifi. Með leiðsögu Nikulásar, er hafði nákvæmlega kynt sér fljótið, fundu þeir galeiðuna fyrir dögun, og við fyrstu skímu af degi, léttu þeir akkerum og réru hljóðlega útúr ármynninu þar til bræðurnir sáu til þeirra. Vegna þess hve tíminn var naumur, var Sir Andrew jarðaður tveim dögum síðar með mikilli viðhöfn í Stangate klaustri, í sömu gröf sem hjarta bróður hans, föður þeirra Godvins og Wulfs er féll í bardaga við austurlandabúa. Þegar greftuninni var lokið, að viðstöddum fjölda fólks, því fregnin um þenna undravið- burð hafði flogið víða, var erðaskrá Sir Andrews opnuð. Kom þá í ljós að, að undanskilinni peningaupphæð handa bræðrunum, gjöftilStan- gate klausturs, og upphæð fyrir messur er syngja skytdi fyrir sál hans, og ýmsum smærri gjöfum til þjóna og fátæklinga, hafði hann arfleitt Rósa. mundu að ölium eignum sínum. Bræðurnir; eða hvor þeirra sem lengur lifði, átlu svo að sjá um eignirnar fyrir hennar hönd og skuld- binda sig til að bera umhyggju fyrir henni og vernda hana. Þó að hún gifti sig áttu þeir að sjá um feðra arfleifð hennar. Eignir hennar ásamt þeirra eigin fengu þeir í votta viðurvist John ábóta í hendur og áttf hann að ráðstafa þeim eftir ákvæðum erfðaskrár- innar, og átti hann að fá að launum fyrir ómak sitt, tíund af rentum ogafgjöldum. Hinir verð- mætu dýrgripir, sem Saladin hafði sent Rósa- mundu voru faldir umsjá hans, en kvittun með skrá yfir dýrgripina, i tveim eintökum var svo geymd hjá lögmanni einum i Sauthminster. Þetta var í fylsta máta nauðsynlegt, þvi engir aðrir en bræðurnir og John ábóti vissu um þessa dýr- gripi, og varasamt að hafa orð á þeim við marga, vegna verðmætis þeirra. Eftir að þeir höfðu ráðstafað þessu öllu, og skrifað sínar eigin erfðaskrár, hvor öðrum i hag með tilliti til annara erfingja þeirra, þar sem þeir gátu varla búist við að koma báðir heim heilu og höldnu úr svo hættulegri för, neyttu þeir kvöldmáltíðar- innar hjá ábótanum og fengu blessun hans. Snemma næsta morguns. fyrir fótaferð, héldu þeir af stað til Lundúna. Þjón sinn sendu þeir á undan með farangur sinn á asnanum, sem spæjarinn Nikulás hafði skilið eftir. Þeir námu nú staðar efst á Steaple hæðinni, til þess að renna augunum yfir heimili sitt einu sinni enn að skilnaði. Þarna að norð- anverðu lá Blackwater, og Maylandsókn að vest- an, rétt undir fótum þeirra, lá stór slétta um- girt stórum skógum, og á henni miðri, innan girðinganna er Serkirnir höfðu leynst undir, reis Steaple höllin og kirkjan, heimili það er þeir höfðu alið á bernsku sína og æsku ásamthinni fögru frænku þeirra Rósamundu, er nú var horfm burt, og átti ást þeirra beggja og sem þeir ætl- uðu nú báðir að leita að. Alt þetta lá nú að baki þeirra, en framundan þeim skuggaleg og ógnandi framtið, en dulrúnir hennar gat enginn ráðið, né getið sér til hvernig enda mundi. Mundu þeir þá nokkurntíma oftar fá að sjá Steaplehöll? Álti það nú fyrir þeim að liggja að láta líf og limi í vonlausri baráttu gegn Saladín ? Yfir þeirri miklu móðu er sveipaði framlíð- arbraut þeirra, skein aðeins ein ástarstjarna, en hvorum þeirra átti sú stjarna að lýsa? Má- ske hvorugum þeirra ? Þeir vissu það ekki. Þeir fáu vinir sem þeir höfðu sagt frá fyrirætlun sinni, töldu þá i raun og veru örvita. Þeir mintust samt sem áður síðustu orða Sir Andrews er hafði hvatt þá til að vera hugrakka, því hann treysti því að alt mundi enda vel. Þeim fanst þeir ekki vera einir á ferð, því þeim virtist hinn hrausti andi hans svífa umhverfis þá og vera leiðtogi þeirra og beina braut þeirra og leggja ráðin á með þeim hvað gera skyldi. Þeir mintust einnigþess eiðs, er þeir höfðu unnið honum, hvor öðrum og Rósamundu, og sem merki þess að þeir vildu halda hann til dauðadags, tóku þeir nú höndum saman. Síðan snéru þeir hestunum suður á leið, og héldu á stað með glöðu geði, án þess að gefa hættunum gaum, aðeins ef Rósamunda og faðir hennar hefðu enga ástæðu til að blygðast sin þeirra vegna á hinum mikla degi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.