Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1917, Side 5

Heimilisblaðið - 01.10.1917, Side 5
tÍÉIMILISBL AÐÍÐ llí lagi, að hamingjustjarna íslands standi lágt, og siðan segir hann: Og óska eg ])á á þessari tið, að hún væri mér algerlega gengin undir“. Hér kennir þungrar örvæntingrar um heill og hag landsins. I öðru bréfi (13. marts 1809) ritar hann: „Eg óska, að þér mættuð komast að hagkvæmri stöðu til að efla gagn og gæfu vorrar vesölu ættjarðar, ef henni er framar viðreisnar von hvað eg efa, en viðleitnin er hverjum boðin. Mér virðast málefni hennar vera komin i það horf, síðan Jón Eiríksson dó, er alt af leiðir fjær og fjær hinu æskiiega takmarki“. En enginn getur þó neitað Magnúsi um það, að honum iá velfarnan alþýðu og sérstaklega uppfræðing hennar rikt á hjarta. Hann var óþreytandi að gefa út bækur, sem vera skyldu alþýðu til fræðsiu og var það því meira þrek- virki, sem etni og einkum orðfæri bókanna var frábrugðnara, hugsunarhætti og tungutaki alþýðu. Hann fræddi lika unga nienn. Hjá honum naut Sveinbjörn rektor Egilson tilsagnar undir skóla og er alkunnugt, hvílíkur nytsemdar- maður hann varð í því að glæða ást skólapilta á fögru máli og fornum íslenskum fræðum, því að eigi fylgdi hann stefnu Magnúsar í þeim efnum. Hann gerði Bessastaðaskóla að þjóð- legum skóia og átti marga ágæta samverka* menn að því. Fornmentaástin varð hér vfirsterkari ný- breytingum mannvina; þær dóu út með bókum Magnúsar. En eitt var það, sem lifði: áhuginn á því að „koma Islandi upp“, bæði með þvi hagnýta sér reynslu annara þjóðá, eins og mannvinirnir vildu einkum gera, og varðveita °g auka alt hið bezía, sem þjóðin hafði sjálf að erfðum tekið. Mannvinirnir eru gott dæmi þess, hvernig Guð fer að nota sterkan vilja, til að umskapa Þjóðlífið, rýma því burt, sem feyskið er, til þess að koma að nýjum gróðri kristindóms og to'istilegrar menningar. frúarbrögð og aðrar lífsskoðanir á þessum voðalegu tímum. Eltir G. Hjaltason. XVII. Ilið g'uðdómlegasta í biblíunni. Margt er nú ritað um biblíu vora, og þótt allir, sem nokkra trú hafa, kannist við að Guðs- orð sé í biblíunni, þá munu þeir sárfáir hér á landi, sem trúa þvi, að alt í henni sé Guðsorð. Eg held, að séra Helgi sál. hafi hitt á það rétta, í § 111 í kverinu, er hann segir, hvað Guðsorð sé. Hann segir þar ekki, að alt í biblíunni sé Guðs orð. Eg fyrir mitt leyti geri mikinn mun á bókum biblíunnar. Mér þykir t. d. vænna um Daníels en Esters bók, um Lúkasar guð- spjall en Opinberunarbókina 6.—22. Vænna um hina tignarlegu vígslubæn Salómons en margt í Sálmum Davíðs. Guðdómlegust i G. T. þykir mér hin mikla bæn hins vitra konungs og margir Davíðssálm- ar, margt í Spámönnunum, já, margt í lögmál- inu, einnig saga forfeðranna, einkum Abrahams, kap. 9 i Jósúabók er perla. Sá hélt eiðinn helgannl Og þá er Jónasarbók fyrirtak, hvern- ig svo sem hvalfiskssagan er skilin. Bók þessi boðar Guð, sem elskar alt, sem lifir undantekn- ingarlaust. — Já, i öllum biblíunnar bókum má finna nóga guðdómsgeisla, þótt mannleg fingra- för sjáist þar líka. Og í N. T. er það fjallræðan, nefndar dæmi- sögur, Lúk. 1 og 2. kap. og Jóhannesar guð* spjalls formálinn, einkanlega samt pislar- og upprisusögurnar, þarnæst ræða Páls í Aþenu. borg, (Post. 17.), margar kraftaverkasögurnar, Rómverjabréfið og margt í hinum hréfunum hans. 1. Péturs og 1. Jóhannesarhréf, Hebrea- bréf 11. kap., 1—5 kap. Opinberunarbókarinn* ar og fleira og fleira.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.