Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1917, Page 6

Heimilisblaðið - 01.10.1917, Page 6
il2 HEIMILISBLAÐIÍ) =T=*=T=*=T=l=7=l=T=iS=Sr f ! r os ð u r n i r. Eftir dFa=T=t=ir=gjrfil Rider Haggard. BtSevseheI; [Frh.] „Það er sannleikur að eg er yður skuld- ugur Sir 'Wulf“, svaraði furstinn lilæjandi. „Hermenn, snertið ekki þennan lirausta ridd- ara, er hefir vogað svo langt til að mæta niér. Soldán, eg bið yður að uppfylla ósk mína. Millum mín og Sir Wulfs eru gamlar væringar, sem aðeins verða útkljáðar með sverði. Látum okkur útkljá þetta í næði hér hér á þessum stað, og skipið svo fyrir, að þó eg falli, skal enginn ráðast á sigurvegar- ann, og enginn hefna mín.“ „Gott“, ansaði Saladin. Fari svo, er Wulf minn fangi og annað ekki, eins og bróðir hars er þegar orðinn. Eg skulda honum, því hann frelsaði líf mitt meðan við vorum vinir. Gefið Frankanum að drekka svo bardaginn só jafn“. Svo gáfu þeir Wulf að drekka, og þegar hann hafði drukkið var Godvin róttur bikar- inn, því mamelúkarnir þektu og elskuðu bræðurna. i, Hestur yðar er dauður, Sir Wulf, svo við verðum að berjast á fæti“, sagði Hassan og hljóp af baki. j, Göfuglýndur sem ætíð“, sagði Wulf brosandi, „jafnvel eitraða vinið var gjöf“. „En í síða-ta sinn er eg hræddur um“, svaraði Hassan glaðlega. Feir staðnæmdust gagnvart hvor öðrum. í fjallshlíðunum hélst enn þá æðisgengin or- Usta. A slóttunni neðanundir var fótgöngu- liðið felt sem hráviði, en foringjar þess her- teknir. Stór hópur manna nálgaðist herbúðir soldáns með glaum og gleði, og báru þeir brot af hinum helga krossi hátt yfir höfðum sér, en aðrir ráku eða drógu með sér fjölda fanga og þar á meðal konunginn og helstu riddara hans. Jörðin var rauð af blóði, en BÍguróp og angistar- og örvæntingarkvein bárust um loftið, en mitt í öllu þessu, umkringdir af alvarlegum risavöxnum Serkjum, stóð emír- inn klæddur hvítri skikkju, með gimsteinum skreyttan vefjarhött á höfði, og andspænis honum hinn kristni riddari, með herklæðin öll 'döluð og ötuð blóði. í>eir sem á þá horfðu, höfðu alveg gleymt orustunni, því athygli þeirra hafði snúist að þessum tveimur mönnum. „Það verður mikilfenglegt einvígi11, sagði einn af þeim við Godvin, sem fengið hafði leyfi til að standa upp. „J?ví þó að bróðir yðar sé yngri og sterkari, er hann særður og þreyttur, en emírinn óþreyttur og ósár. Lítið á, þeir eru þegar byrjaðir11. Hassan hafði höggið fyr, og hitti sverðið stálhjálm Wulfs svo hann riðaði. Hann hjó aftur til hans á skjöldinn, og það svo fast að Wulf kiknaði í linjáliðum. „Bróðir þinn er glataður11, sagði einn af höfðingjum Öerkja, en Godvin svaraði aðeins: „Bíðið!“ Meðan hann sagði þetta dróg Wulf sig til baka undan þriðja högginu. „Hann flýr!“ hrópuðu Serkir; en aftur sagði Godvin „Bíðið“! Þeir þurftu ekki að bíða lengi, því nú kastaði Wulf skildinum til hliðar en hóf hið langa sverð sitt báðum höndum og æpti hróp- ið gamla: „Ad’ Arcy! Ad’ Arcy!“ og hljóp að Hassan eins og sært ljón. Hann brá sverðinu og það fóll, og sjá! Skjöldur Serkj- ans skiftist í tvent, Það féll aftur og hjálm- ur hans klofnaði. í þriðja höggi virtist hand- leggurinn rifna frá við axlalið. og Hasssan hneig deyjandi til jarðar. Wulf stóð og horfði á hann, en sorgar- kliður barst frá mannfjöldanum því þeir elsk- uðu Hassan. Hassan benti Wulf með vinstn hendinni, en hann fleygði sverðinu, til þess að sýna honum að hann óttaðist ekki nein svik, og gekk til hans og kraup við hlið hans. „Hraustlegt högg“, sagði Hassan lágt, „sem skar sundur tvöföld herklæði af Damaskus- stálí. Eins og eg sagði yður fyrir löngu, vissi

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.