Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1917, Síða 12

Heimilisblaðið - 01.10.1917, Síða 12
HEIMILISBLAÐIÐ 118 „Segið þór það sem þekkið sannleikann11, svaraði Saladín. „Við játum ekkert“, ansaði Godvin, „en eigi annar okkar að deyja, krefst jeg þess sem sá eldri“. „Og eg krefst þess einnig sem sá yngri“, sagði Wulf, sem talaði nú í fyrsta sinn. „Vel 'mælt af ykkur báðum, það lítur því út fyrir að þið verðið báðir að deyja“. Lá gekk Bósamunda til soldáns, kraup á kné fyrir honum og mælti: „Ef þér vitið ekki hvor þeirra er sekur þá vægið báðum, eg grátbæni yður um það“. En bak við Saladín stóð gamli og ráðslingi presturinn, er fyr var i ráðum með honum, og hvislaði einhverju í eyra soldáns, er hugs- aði sig um og mælti síðau: • „Það er gott, eg fylgi ráðlegging yðar“. Presturinn yíirgaf réttarsalinn og kom að vörmu spon aftur með tvær iunsiglaðar öskj- ur úr sandeltró, er voru svo líkar að ekki var unt að þekkja þær að. Hann skifti nú um þær í höndum sór nokkrum sinnum og fékk Saladin þær siðan. „í annari þessari öskju“ sagði Saladin „er gimsteinn sá er þektur er undir nafninuham- ingjustjarna Hassans-ættarinnar. I hinni er steinn að sömu þyngd. Komið hingað, Rósa- munda, og fáið ættingjum yðar þær, eftir þvi sem þór veljið sjálf. Það er sagt að töfraafl fylgi gimstein þeim er nefndur er stjarna Hassans. ÞaS er því bezt að láta hann skera úr hvor þessara riddara á að deyja, og skal sá deyja er hann hlýtur®. Þegar Rósamunda heyrði skipunina, litaðist hún um örvæntingarfull. Hún starði á öskjurnar eitt augnablik, lok- aði siðan augunum; tók öskjurnar eins og þs^; komu fyrir, og rótti fram handleggina um leið og hún hallaði sór fram á pallbrún- ina. Bræðurnir tóku við öskjunum, jafnróleg- ir og þeir voru vanir að vera, og tók hver þá sem nær honum var, svo Godvin hlaut þá sem var í vinstri hendi Rósamundu, en Wulf úr þeirri hægri. Síðan opnaði hún augun, leit upp og beið þess er verða vildi. „Mikið umstang með eitt mannslíf“, hróp- aði Wulf. Hann reif siðan öskjuna upp hlæjandi, braut innsiglið og hvolfdi úr henni innihald- inu. Og sjá! á gólfinu fyrir framan hann lá stjarna Hassans tindrandi. Masonda sá það og roði færðist aftur í kinnar hennar. Rósamunda sá það einnig, en tilfinningar hennar fengu yfirhöndina. „Ekki Wulf! ekki Wulf!“ æpti hún, og hneig meðvitundarlaus i faðm Masondu. „Nú vitið þér, herra, sagði gamli prestur- inn „hvorn þessara bræðra prinsessan elskar“. „Já, ég veit það nú“, svaraði Saladín. Wulf kafroðnaði af gleði. „Stjarnan ber nafn með réttu, að birta hamingju“, sagði hann um leið og hann laut niður til þess að taka hana upp. Hann festi hana síðan á skikkju sína í hjartastað. Síðan sneri hann sór að bróður sínum er stóð fölur og þögull við hlið hans, og mælti: „Fyrirgefðu mér, Godvin, en þannig skift- ist oft hamingja ástar og stríðs. Öfundaðu mig ekki, því þegar eg er dauður í kvöld, mun hamingjan og alt sem hennifylgir verða þín“. Það var liðið að kvöldi, er Godvin stóð frammi fjrir Saladin í hans eigin herbergjum. „Hvers óskið þór“ ? spurði Saladin alvar- lega. „Bróðir minn er dæmdur til að deyja áð- ur en náttar, eg beiðist þess að fá að deyja í hans stað“. „Hvers vegna Sir Godvin?“ „Af tveimur ástæðum, herra. Það er Wulf sem Rósamunda elskar, svo það er glæpur að drepa hann. Þar að auki var það óg en ekki hann, sem geldingurinn heyrði semja við Abdullah í tjaldinu, það sver eg yður.“ Ef svo er, er tíminn naumur, Sir Godvin. Hvaða undirbúning þurfið þór? Þór viljið víst tala við Rósamundu systurdóttur mína. Nei, prinsessuna fáið þór ekki að sjá“. „Eg vil fá að kveðja Masondu, þjónustu- stúlku prinsessunnar11.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.