Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1917, Side 13

Heimilisblaðið - 01.10.1917, Side 13
HEIMILISBLAÐIÐ 119 „Svo vil eg fá að sjá Egbert biskup“, sagði Godvin og andvarpaði, „svo að bann geti veitt mér syndafyrirgefning“, eftir trá vorri, og skrifa upp síðustu óskir minar“. „Gott og vel, hann skal koma. Eg vil trúa þvi sem þér segið, að þér bafið verið það en ekki Sir Wulf, sem eruð'sekur, ogtek því yðar lif í staðinn fyrir hans. Yfirgefið mig nú. Yerðirnir munu vitja yðar á ákveðn- um tíma“. Grodvin hneigði sig og gekk burt föstum skrefum, en Saladín horfði á eftir honum og tautaði: «k „Heimurinn á slæmt með að vera án svo- góðs og hugrakks manns.“ Tveim timum síðar sóttu verðirnir Godvin og gekk hann rólegur á svip, ásamt Egbert bis^upi, er hafði dvalið bjá honum, út með þeim. Þeir fóru með hann inn í sal einn i húsi því er Saladin bjó i, og var það stór, ógeðs- leg hvelfing, iýst upp með kyndlum, ogbeið Godvin og fylgdarmenn hans þar um stund. Skömmu siðar kom Saladin og mælti: „Eruð þér enn á sömu skoðun, Sir God- vin? „Það er eg“. „Gott. Eg hef aftur á móti breytt skoð- un. Þér getið kvatt frænku yðar, eins og þér oskuðuð. Látið prinsessuna af Baalbek koma hingað, svo hún geti séð sitt verk, hvort sem hún er veik eða hraust. Látið hana koma al- eina“. Það leið stutt stund, og Godvin, sem heyrði skrjáfa í kjól, leit upp og kom auga á konu með blæju fyrir andliti, er stóð i einu horni Lvelfingarinnar, þar sem skugga bar á, svo bjarmi kindlanna brotnaði aðeins dauft á hin- oui konunglegu dýrgripum hennar. „Mér var sagt að þér væruð veik, prinsessa, veik af sorg, sem var mjög eðlilegt, þar sem maður sá erþérelskið, átti að deyja bráðlega11, sagði Saladín. „Eg hef vorkent yður sorg yðar, og líf hans er keypt með lífi ann- ars manns, riddarans, sem stendur hérna“. „Hún hrökk saman og hneig að múrnum. „Rosamunda“, hrópaði Godvin á írönsku, „eg bið yður, grátið ekki. Þannig er það bezt, og þér vitið að svo er“. Hún hlustaði á hann og breiddi út faðm- inn, og þar sem enginn varnaði Godvínþess, gekk hann til hennar þar sem hún stóð. Án þess að lyfta slæðunni laut hún áfram og kysti hann, sneri sér síðan við, rak upp lágt angistaróp og flýði þaðan, án þess að Saladin aftraði henni þess, Saladin undraðist þó með sjálfum sér yfir þvi, að hún, sem elskaði Wulf, skyldi þó kyssa Godvin. Þegar Godvin gekk aftur til aftökustaðarins, undraðist hann líka yfir framkomu Eósamundu, bæði því að hún hefði ekki íalað eitt einasta orð, og því að hún hefði kyst hann. Hugnr hans flaug nú ósjálfrátt að heljarreiðinni niður fjallshlíð- ina hjá Beirot, og vara þeirra er snert höfðu vanga hans þá, og ilminn af lokkum þeim er blærinn hafði leikið með um háls hans. Hann stundi þungann og kastaði þessum hugsunum frá sér, en roðnaði við, kraup síðan frammi fyrir böðlinum og sneri sór svo að biskupin* um og mælti: „Heilagi faðir, veitið mér blessun yðar, og bið þá svo að höggva“. Þá heyrðist fótatak, sem hann þekti vel, og hann sá Wulf standa frammi fyrir sór. „Hvað ert þú að gera hérna“ ? spurði hann. „Hefir þessi refur þá gabbað okkur báða“, og hann hneigði sig fyrir Saladín. „Riddarar11, mælti Saladin, „þið eruð hraust- ir menn, sem eg vil heldur fella i orustu. Það bíða ykkar tveir góðir hestar hór fyrir utan, takið þá sem gjöt og ríðið héðan báðir tveir með þessum grunnhyggnu sendimönnum Jerú- salemsborgar. Við mætumst aftur á götum borgarinnar. Eg þakka ykkur sem hafið sýnt Salah-ed-din, hvað sönn bróðurást getur verið sterk“. „Yerði Guðs vilji“, svaraði Godvin, laut soldáni djúpt og gekk burt. Fyrir utan þetta ógeðslega dauðans heim- kynni voru þeim fengin sverð sin aftur, ásamt tveim góðum hestum er þeir stigu á bak. Þeim var fenginn leiðsögumaður til sendi- mannanna frá Jerúsalem, sem þegar voru ferð- búnir og komnir á hestbak, og þótti þeim

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.