Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1918, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.02.1918, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 25 þá heimsku henda, að sleppa trúnni á valdi hins góöa. Og þótt hann væri enginn guöfræöingur, held- ur yfirleitt fremur veraldlega sinnaöur fræöi- maður, þá haföi hann enga tröllatrú á tómum jaröneskum framförum, geröi fremur lítiö úr öll- um gæöum þessa heims, en vonaði hins bezta hinumegin. Og þótt hann sjálfur talaöi litiö um guðdóm Krists, þá tók hann ágæta, gamla og einkunt nýja, Krists-sálma i i sálmabókiná, t. d sálrna Þ. Böövarssonar, en slepti nú samt, því miöur, sumum góöum sálrnum, t. d. hinni indælu „Jesú minning". Ii a n n v a r t a 1 s m a ö u r m a n n ú ð a r- i n n a r, dæmdi afbrot vægilega, vildi ntilda refsingarnar, heimtaöi að farið væri drengilcga meö sveitarþurfa, og aö þeir ættu eins gott og aðrir á bæjunum, og vildi láta manna þá til lífs og sálar. Eins sagði hann, að óhæfa væri að sundra nokkrum fjölskyldum, er saman vildu vera. Magnús er faðir hóflegrar íslenskrar frihyggju og umburðarlyndis. Og Espólín kveður svo um hann: „Þig skulu allir, allir prísa andinn sem að frjáls er í.“ En margir landar, sem frjálslyndir þykjast, skilja ekki Magnús. Mál hans er reyndar oft óljóst og stirt, en oftar saint alþýölegt, öflugt og fjörugt. Og ráðríkur var Magnús og lítils- virti þá sem litilsviröa menninguna. Ef. Ef geymir þú eklci geisla þá, sem Guð þér og náttúrau veitir þá myrðir þn lmgans helgu þrá, og lijartanu i steingjögur breytir og augun þorna, þar titra ei tár því tilfinning svör engin gefnr. En liverfi þér gleði, samúð, sár, — þú sjálfum þér glatað hefir. G. r I i ■ KKSKrffl Þýtt lir sögusafuinu „Houseliold Worcls". D5fefeij3 [Niðurl.] Brúðkaupsðagurinn hennar. Saga eftir Charles Dickens. I Hefði hún litib svo á, aS maður hennar væri orðinn gerspiltur, þá hefði áform hennar verið heimska. en það brá enn fyrir iðrun í augnaráði hans, sem sýndi að hjartað hans ^óða náði ennþá yfirtökunum, og ástin ótrauða og óbifanlega, sem hún bar til hans, glapti henni svo sjónir að hún gerði sér í hugarlund, að hún gæti komið honum aftur á rétta leið með ást sinni og árvekni, ef henni bara tækist að venja hann af því að vera á bandi með Kobba. Það vildi svo til, að eitt af systkinabörnum hennar giftist bónda í fjarlægri sveit á Eng- landi. Þá var það einu sinni, að svo hittist á, að maður hennar var ódrukkinn og fullur ang- ursemi út af háttalagi sínu; þá tók hún á því sem hún hafði til af sannfæringarkrafti til að verka á tilfinningu hans og kærleika. „Eg veit“, sagði hún, „að það er hann Kobbi sem ginnir þig til að drekka, þó að þú vildir feginn standa það af þér, og því held eg, að ef þú getur nú einu sinni brotið afl vanans á bak aftur, og hættir að hafa nokkur mök við hann, þá gæli okkur öllum verið borgið enn sem komið er. Taktu þig nú upp og farðu til frændkonu minn- ar; hún hefir svo oft beðið okkur að koma til sin, og nú ætla eg að skrifa henni og segja henni, að þér sé skipað heilsunnar vegna að breyta til með samastað, Þar ber ekki vín fyrir augu þér, ekki deigur dropi, því að maður frænku minnar er sérlega bindindissamur. Þú ert hneigður fyrir sveitabúskap; farðu þar út á akra og aldingarða og legðu liönd á plóg' og reku; þá verður þú alt annar maður, Georg. Þegar þú kemur aftur, þá slitum við öllu sam- félagi við Kobba. Þessi tilraun Onnu hepnaðist. Georg grét þá fögrum tárum, íaðmaði konu sína að sér og hét henni því, að bann skyldi ekki bragða brennivín framar. Anna lét það ekki lenda við

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.