Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1918, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.02.1918, Blaðsíða 4
20 HEIMILISBLAÐIÐ. að það kæmi sem fyrst og mest og víSast, held- ur en ríkið Guðs á himnum. Og þó að þeir hafi beðið: „Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á hirnnum", þá hefir þeim yfirsést eða gleymst, eða legið í réttu rúmi, með hverju og hvernig Guðs vilji verður; eða þeir hafa ekki skilið eða kært sig um, hvar og hvílíkur vilji himneska föðursins er, eða þá haldið í minna gildi en sinn eiginn veraldlega vilja, og sína ofmetnað- arfullu og blindu eigingirni. Þetta er eg alveg viss um, að er aðalorsökin til óskapanna og ókjar- anna hræðilegu og hörmulegu, sem nú ganga með báli og brandi yfir löndin; og þarnæst hin almenna efnishyggja og veraldarmunaðarást og eftirsókn, sem sjaldan eða aldrei hefir verið al- gengari og meiri meðal þjóðanna en nú var orðið. Af þessu finst mér og skilst, að nú um stund muni þjóðum og mönnum vera synjað um „daglegt brauð“; að „faðirinn, sem er á himnum", vilji ekki lengur fyrirgefa skuldirnar hinum sérgóða og kærleikslitla hpimi; ekki leng- ur fielsa frá illu, heldur láta nú leiðast í freistni — i hina þyngstu og heitustu raun, flestar þjóð- ir og flest þjóðanna börn. — Af því að synda- mælir svo margra hefir verið svo fullur. En maður, littu þér nær og sjálfum þér þó næst. Hér utn alt land hefir líka mjög verið kvartað undan gamla árinu; og fjöldi manns í landi voru óttast nú og kvíðir, og sumir eru ekki ör- væntingu fjærri. Og því verður ekki neitað, að þótt það, sem hér amar að, sé, og vonandi verði, smáræði og hégómi hjá því, sem flestar aðrar þjóðir verða nú að líða, þá hefir gamla árið verið almenningi hér óvenju erfitt og stríð- samt; og eftirlætur nú þessu nýja ári, að minsta kosti „bænduf og búalið alt“ þreytt og dapurt, og veikara en áður til sóknar og varnar í lífs- baráttunni. Og ofan á þetta alinnlenda óáran bætast svo hinar illu afleiðingar heimsstríðsins. En ætli þá Iands og þjóðarbölið hér standi í líku sambandi við notkun og meðferð „Faðir- vorsins“, eins og vér getum hugsað og jafnvel hljófum að hugsa um heimsstyrjöldina? Eg veit það ekki, og eg má og vil ekki <fæma: En lítið nú í kringum yður og litist um, nær og fjær í þjóðlífinu og mannlífinu okk- ar. Finst og sýnist yður það vera, eins og skynsemi og samvizka segir að vera ætti og þyrfti, eða mjög líkt því sem Jesús Kristur kendi og sýndi að vera skyldi ? Finst og sýnist yð- ur, að allir eða næstum allir, séu góð börn föðursins á himnum? Finst og sýnist yður, að nafnið hans sé mjög vel helgað meðal vor; finst og sýnist yður, að mikið sé beðið, reynt og framkvæmt til þess, að „hans riki komi“ og hans vilji verði svo á landi hér sem á himn- um? Finst og sýnist yður ekki einmitt þvert á móti, að hér liafi verið lil mikið af því gagn- stæða: Af hóflítilli heiinselsku; af lakmarka- lítilli sjálfsdýrðarfýkn og lílt seðjanlegri eigin- girni, valda- og yfirdrotnunar-eftirsókn; af van- þakklætisfullri óánægju, mögli og eiruleysi; af alvörulausri léttúð, losæði og stefnuleysi; af trygðasnauðri óeinlægni, ofmetnaði, öfund, rógi, yfirgangi, rangindum og inörgu og mörgu slíku; og loks ótrúlega lítil hugsun og tilfinning og hirðusemi um andleg og eilíf efni, þau efnin, sem mölur og ryð geta ei grandað, þjófar ekki stolið, eldur ekki brent, og jarðneskt vetrarfar ekki felt né fargað — og sern sálin ódauðlega á og þarf að lifa við, þegar líkaminn dauðlegi líður undir lok, eins og alt annað jarðneskt á sínum tíma. Finst og sýnist yður ekki, að það sé nú að sýna sig nær og fjær 'í fieimi þessmn, sem hei- lög ritning segir: að „syndin sé þjóðanna skömm“ og „lands og lýða tjón“. Eg játa, að mér finst og sýnist þetta alt. — En hvert stefnir þá jietta alt; hver er tilgangur og takmurk syndagjald- anna allra? Mér dettur aldrei í hug, að hinar illu ófarsældar-afleiðingar synda rninna eða ann- ara séu bræði- eða reiðirefsing föðursins á himnum; því eg trúi þvi, að heift og reiði eiga elcki heima hjá honum. En eg trúi því, að hann láti hverja synd fiafa sína afleiðing, og þá eld- sáru afleiðingu koma yfir þá, „sem syndina drýgja“, til þess að þeir hafni syndinni, taki sinna- og háttaskifti, og verði betri, fullkomnari og farsælli, á líkan hátt og góður faðir eða móðir lofar barninu sínu að brenna sig á eld- inum, ef það vili ekki annað en ganga út í hann, svo að það siðan „forðist eldinn“, og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.