Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1918, Side 4

Heimilisblaðið - 01.06.1918, Side 4
84 HEÍMILISBLAÐIÐ »Nú, þeir eru þá allir aulabárðar«, sagði Halastjarnan. En nú tók Jörðin þykkjuna upp fyrir mennina. Henni datt i hug, að hún hefði verið alt of hreinskilin við framandi stjörnu, sem auk þess var — að eigin sögn — loft- kend og laus á kostunum. Fyrir því svaraði liún i mjög virðulegum róm. »Fjarri fer því, mín góða Halastjarna, fjarri fer því! En til hvers er að tala um þessa hluti, sem þú þekkir ekkert til? Það er langt frá því að eg sé að raupa, en eg vildi bara yfir höfuð biðja þig að gefa því gaum að eg er langmerki- legust meðal stjarnanna. Litastu um í öllum himingeimnum, alt til endimarkanna, og þú munt hvergi finna jafningja minn. Llttu á Venus, sem skín þarna fyrir handan, og Júppiter og Marz og hvað þær nú heita allar saman stjörnurnar, sem ganga kringum Sól- ina eins og eg. Og lítlu svo á mig. Taktu eftir djúpu, svölu aldingörðunum mínum, taktu eftir beykiskógunum og pálmalundun- um minum og-------------« »Svo að eg segi nú rétt eins og er, þá sé eg ekki neitt af öllu þessu«, sagði Hala- stjarnan. »Eg er ekki að segja að það séu ósannindi. Annars virðist mér þú vera sveip- uð í þokuhjúpi«. »Æ-já«, sagði Jörðin hálfsneypt. Því var eg næstum búinn að gleyma. — Það er gufiv hvolfið«. »Skárri eru það nú ósköpin sem hlaðast á þi'g — skorpa. menn og gufuhvolf!« »Halastjarna«, sagði Jörðin alvarlega. »Að vísu renn eg braut rnína um Sólina eins og hinar stjörnuruar, sem eg gat áðan og að vísu er eg ein hin allra smærsla; en það er eg viss um, að eg í raun og veru er miðja veraldar«. »þú stendur á öndinni!« sagði halastjarn- an. »Þú segist ekki vera vön að raupa — en þú ættir nú að tylla þér niður og halda áfram að raupa«. »Tylla mér niður?« sagði Jörðin stj'gg. »þá væri nú fljótt úti um mig. Því að alt er undir því komið, að eg gæti nákvæmlega umferðar minnar um Sólina. Og eg segi þér satt að eg er ekki að raupa. Eg er hin und- ursamlegesta meðal stjarnanna og það ein- ungis vegna mannanna minna. Þeirra líki finst hvergi annarsstaðar! Ilæ! Heyrðu! Hvert ætlarðu? Ertu farin?« »Já«, sagði Halastjarnan. »Hamingjan góða«, sagði Jörðin hrygg. Geturðu ekki verið hérna svo sem eitt eða tvö ár. Við höfðum það svo skemtilegt. — Það er annað en gaman, skal eg segja þér, að verða að fara sömu leiðina ár og sið og hafa engan til að spjalla við nema þetta heimska Tungl«. »IIver er það?« spurði Halastjarnan. »Það er þessi litli veslingur þarna«, svar- aði Jörðin. Þessi sem allalíð rennur kring um mig. Þetta er stjörnuveslingur, sem kom- inn var á sveitina en eg tók að mér, þegar hún var á hrakningi í himingeimnum. Nú er hún útbrunnin og naulbeimsk — fáráð- ur sem eins vel ætti heima á letigarðinum. En hér er það sveitasiður að hafa Tungl. Júppíler hefir jafnvel átla talsins. En það kalla eg nú heimsku-rembing«. »Vertu sæl«, sagði Halastjarnan. »Bíddu við«, bað Jörðin. »Eg má það ekki«, svaraði Halasljarnan. Mér er mörkuð braut, og verð nú að liraða mér. Auk þess leiðist mér skrum þilt«. »Hvenær kemurðu aftur?« spurði Jörðin. »Eftir þrjú hundruð ár«, kallaði hún. Hún varð minni og minni. Að lokum hvarf hún alveg. »Þetta var rösk stjarna«, sagði Tunglið. »Það var ferð á henni, er hún lagði af stað. En sá hali! Ja, munur er nú á því, ellegar að vera pláneta«. »Jú-jú«, sagði Jörðin meinill. »Það er nærri eins gott og að vera Tungl«. En Tunglið var fult og gerði ekki nema að glotta. Eftir 300 ár kom Halasljarnan aflur. Jörðin hafði beðið með óþreyju og trúlega talið umferðirnar um Sólina. Hún hafði skreytt sig fjólum og öðrum blómum er hún

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.