Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 85 gat æit út í maí og var nú tilbúin að taka á móti Halastjörninni. Og allir menn jarðarinnar stóðu og rýndu eftir Halastjörnunni, á ákveðnum degi, þvi að þeir höfðu reiknað braut hennar nákvæm- lega. Hinir skynsamari hlökkuðu til að fá að sjá eitthvað fagurt og merkilegt, en aula- bárðarnir lágu í rekkjum sínum og hrinu af ólta, ellegar þeir hlupu skelkaðir víðsvegar, drukku sig fulla og frömdu önnur óþokka- pör. »Þar er Iialastjarnan!« sagði Tunglið. »Húrra! Nú verður gjatt á hjalla«. »I3ar er Halastjarnan!« sagði Jörðin ánægju- lega. Og er Halastjarnan nú kom svifandi, stór °g Ijómandi með sinn langa, þriklofna hala, þá létti Jörðin jökulhettunni svo að ísjakar f*rutu um öll höf og svo varð kalt að aula- hárðarnir voru vissir um heimsendi og jafn- vel þeim skynsamari fór ekki að verða um sel. »Góðan daginn! Góðan daginn ! Halasljarna fnin!« hrópaði Jörðin. »Velkomin aftur! það gleður mig að sjá þig svo fríska og ljómandi«. Halastjarnan svaraði henni engu orði. ■förðin bauð góðan daginn á ný, en fékk ekkert svar. . »Hver þremillinn er að Halastjörnunnk, sagði hún undrandi, »skyldi hún vera orðin SVQ stór upp á sig að hún líti ekki við Sömlum kunningja?« »Hún hefir víst ekki séð yður«, sagði ^unglið illgirnislega. »Minnist þess að þér eruð svo litlar«. »Haltu munni og gættu verks þíns!« sagði •förðin byst. °g svo hrópaði hún: »Halastjarna! Hala- stjarna!«. En Halastjarnan sveif áfram, sem ekkert efði i skorist, og sagði ekki orð. Nú varð • oiðin bráðum að missa af samtali við hana. enni lá við að gráta, enda er ekki skemti- e8h að hafa hlakkað lil þess í 300 ár að SI. la við einhvern, og sá hinn sami lætur a svo litið að bjóða góðan daginn, »Hó! heyrðu Halastjarna!« sagði bún aumlega mjög. »Þú ætlar vænti eg ekki að fara svo framhjá að þú heilsir ekki upp á mig? Gamlan vin, Jörðina — manstu ekki eftir mér? Nú hefirðu farið margar miljónir milna, — fór ekki sem mig varði, að hvergi fyndir þú jafningja minn?« »Svei attan !« sagði Halastjarnan. »Ekki það«, sagði Jörðin efablandin. »Mig furðar á því. Annars gleður það mig, að þú skulir ekki hafa mist málið. — Nú — segðu frá. Telur þú mér trú um að þú nokkurs- slaðar í himingeiminum fyndir jafn djúpa, yndislega aldingarða, svo fagra beykiskóga, svo beinvaxna pálmalundiff. »Ha ha ha!« hló Halastjarnan. »En menn?« spurði Jörðin. »Ha ha ha! — Ha ha ha!« Og Halastjarnan hló svo að liaus og hali hristist, og Jörðinni sárgramdist. Hún hugs- aði sig um hvort hún fyndi ekkert til að selja niður í Halastjörninni, loks spurði hún háðslega: »Hittirðu aulabárða — hvað?« »Ha ha ha! — Ha ha ha! — Ha ha ha!« Nú hló Halastjarnan svo, að einn hala- • klofningurinn hraut af henni. Jörðin varð dauðhrædd og skynsömu mennirnir urðu steinhissa, slíkt höfðu þeir aldrei séð! En Halastjarnan hló og hló i sífellu, nú fór annar sterturinn og loks hinn þriðji og nú rifnaði hún þvert og endilangt. Geimur- inn fyltist af gneistum er geiguðu á báðar hendur, nokkrir íéllu ofan á Jörðina, sem vígahnettir — og fyrir einum varð stjörnu- fræðingur nokkur er flattast út sem pönnu- kaka ásamt sjónauka sinum. Er hinum mikilfenglegu flugeldum lauk var hvorki tangur né titur eftir af Halastjörn- inni. »Hún sprakk af mikilmensku«, sagði Jörð- in. »Verst að hún dó áður en hún gæti sagt mér fréttir af ferðalaginu«. »Já, þar skall hurð nærri hælum, að þér fengjuð fréttirnar!« sagði Tunglið og glotti, því nú var það enn einusinni fult,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.