Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.06.1918, Blaðsíða 10
90 HEIMILISBLAÐIÐ fyrir augu, eða orðið að þola aðra eins angist og geðshræringu. »Eg get ekki komið í þessu augnablik- inu, Játvarður, en eg kem bráðum — rétt bráðum. Veiztu af hvcrju hann bróðir þinn er að gráta? Hann er rétt að þvi kominn að sofna, löngum og rólegum svefni. Hann gæti ef til vill, sofið værara, ef þú vildir hætta að gráta. Heldurðu að þú gætir ekki stílt þig um það, Játvarður?« Það fór undir eins að draga úr grátstöf- nm Játvarðs, og þvi lengur sem Maria tal- áði, því lágværari varð hann og loks þagn- aði liann alveg. »Eg skal segja þér það, að hann bróðir þinn litli verður alheilbrigður, þegar hann vaknar af þessum langa svefni. En það verður ekki hérna, heldur langt langt í burtu — þar sem hann pabbi þinn á nú heima«. »Láttu mig fara þangað lika!« »Eg er viss um, að þú fer þangað lika. En fari nú svo, þá geturðu ekki átt lengur heima hérna, þá verðurðu að eiga þar heima, sem pabbi þinn á heima núna«. »Ætli hann Daníel Kobb striði mér þar ? Hann er svo gjarn á að stríða okkur?« María þurfti nú fyrst að vita, hver hann væri, þessi Daniel Kobb; en það var dreng- hnokki, sem átti heima i næsta húsi og var ekki búinn að fá veikina enn. Hann vildi alt af hafa skopparakringluna hans Ját- varðar, En skyldi hann lika vilja hafa hana þar sem þau áttu öll að setjast að og verða heilbrigð. »Nei, sagði María, »og þú kærir þig held- ur ekkert um hana þar. Þegar við tókum okkur upp og fórum þangað, þá þurfum við ekki að vera að fást um að flytja nokk- uð með okkur. þar verður alt fyrir hendi, sem við þurfum á að halda«. »Að hverju á eg þá að leika mér?« »Eg veit ekki fyr en við komum þangað og við fáum að sjá það; en eg er hárviss um, að það verða miklu betri leikföng en skopparakringlan þín. En, heyrðu, ertu reiður við Daniel? Heldurðu að þú vildir að hann fengi sýkina? og þykir þér vænt um, eða þykir þér leitt, að hann skuli ekki hafa neina skopparakringlu ?«. Nú hætli Játvarður að gráta; hann hafði ekkert heyrt til þessa, nema gráthljóðið í sjálfum sér; en nú varð hann alt í einu hissa, honum barst hljóð að eyra, undar- legt hljóð, hann gat ómögulega felt sig við það. »Það er nú bráðum úti«, mælti Maria blíðlega, »það er hann bróðir þinn, hann er nú rétt að sofna. Ligðu nú grafkyr og hugsaðu þig um, hvað þú mundir segja við Daniel, ef þú færir langt. langt burtu héð- an og hvað þú vildir láta verða um skopp- arakringluna þína, þegar þú gætir ekki lengur notað hana sjálfur. Þú verður nú að segja mér, hvað þú vilt, þegar eg kem til þin, og þess er nú skamt að bíða«. María vissi nú ekki, hvort Játvarður litli gæti nokkuð hugsað, en hann lá grafkyr þau augnablikin, sem bróðir hans átti eftir ólifuð; var það Mariu ekki lítil hugfró, því að bún hefði ekki getað svarað honum; ekki hefði þurft annað en óminn af mál- rómi hennar til að stöðva þau andtök að fullu. sem litli sjúki drengurinn tók með æ lengra míllibili. Hún var altekin af þreytu, hún var orðin máttlaus í handleggjunum að sitja svona lengi hreyfingarlaus. En i þeim sömu svifum rann halasjarnan stóra upp undan fjallsbrúninni. Það var dásam- lega fögur sjón og kom svo óvænt, að hjarta Mariu tók að slá óðara, ekki af ótta, held- ur miklu fremur af gleði. Stjarnan rann upp hægt og hægt og mátti af þvi sjá, að hún var ekki stjörnuhrap eða loftundur, eins og hún hélt í fyrstu. Og þegar hún tók að leika skinandi halanum, þá þekti liún þessa dýrðarsjón og gladdist ósjálfrátl við hana, hún vissi varla hvernig á þvi stóð. Þegar litli sveinninn hætti loks að draga andann við öxlina á Maríu, á lagði hún litlu beinin á kné sér og sá þá við bjarma af ljóstýru i hinni stofunni, að augun voru hálflokuð og engin sársauka tilkenning lýsti

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.