Heimilisblaðið - 01.11.1920, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ
171
himindís, en svo þegar það draumamók
rann af honum, gert of lítið úr góðkostum
hennar. Maðurinn má heldur eigi líta svo
á málið, að heimilið sé sá staður, þar sem
hann eigi að ausa úr sér öllum þeim ónot-
um será safnast hafa hjá honum í annríki
dagsins. Flestir menn líta svo á, að það sé
eigi annað en sjálfsagt, að konur þeirra
taki altaf á móti þeim með gleðibrosi, þegar
þeir koma heim frá vinnu. það á hver
kona líka að gera; en þess vegna á mað-
urinn engu síður að gera sér far um að
hughreysta konu sína og uppörfa með
orðum og brosi, þegar hún er þreytt.
Því að hún getur líka orðið þreyttl Og
þegar maðurinn er að vinna utan heimilis,
þá gleymir hann þvi alt of oft, að konan
verður líka oft að vinna stranga vinnu
innan veggja heimilisins.
Og svo varðar það að lokum mestu,
meira en alt annað ef um stofnun fyrirmynd-
arheimilis er að ræða, að sam.úð eigi sér
stað iúeðal hjónanna, að þau taki þátt
hvort 1 annars gleði og sorg, og hvort fyrir
sig hafi fult frelsi til að vera eins og því er
eðlilegast og eiginlegast; annars þykir þeim
hvoru um sig 111 seta sln og ófrelsi á
heimilinu.
SPAKMÆLI.
Vér erum hér til að verða, en ekki til að
vera.
Þegar þú hefir ekkert lengur, þá flnnurðu
fyrst hvað þú ert sjálfur.
Sá einn, sem elskar án vonar, veit hvað
það er að elska.
Sá, sem umber aðra, verður umborinn
af öðrum.
Af annara brestum á maður að þekkja
sina.
Iðrun á sóttarsæng endist sjaldan, ef aftur
batnar.
Hógværð heflr mikið vald.
4 Lara. ►
| Saga ungrar atúlbu. ^
4 Eftir Vilhelm Dankau. ►
^ Bjarni Jónsson þýddi.
Pað risu margir upp með byrstu bragði,
rétt eins og þeim hefði verið skipað að
hefjast handa, en Jörgen brá hendi á loft
til að fyrirbyggja allan aðsúg, en sagði ein-
ungis við Emil: »Eg held þú ættir ekki að
segja meira í kvöld«.
»Jú, eitt vil eg segja, það er, að við skul-
um láta alt þetta þras falla niður, setja
svo bekkina til hliðar og fara svo að dansa,
þvi að til þess erum við þó komnir hvort
sem er.
Jörgen svaraði og var fáorður og gagn-
orður: »Eg sagði það fyrir fram, hver
bragur ætti að vera á þessu samkvæmi og
þú góði vinur, hefðir átt að geta skilið mig
öðrum fremur, því að þér er kunnast, hváð
gerst hefir með mig; þú varst sjónarvottur
að sálarbaráttu minni fyrir afturhvarfið; en
annars er hverjum og einum frjálst að fara,
sem ekki unir sér hér«.
Emil fann nú vel, að hann hafði hlaup-
ið á sig og til þess að bjarga sér úr klíp-
unni, þá lét hann, sem hann hefði enga
hneisu framið og skoraði á systir sína og
ungfrú, Krogh að þau skyldu hafa sig á
burt frá þessu öllu. Fáeinir aðrir fóru að
þeirri áskorun, en allur þorri sat þó eftir.
Og þá iðraði þess ekki.
Nú hófust hinar fjörugustu umræður
milli gestanna og urðu þær til að gera
ræður þeírra Jörgens og læknisins hugstæð-
ari og er veizlunni lauk, mátti finna á
sálmasöngnum, að eitthvað nýtt var að
ryðja sér til rúms í Hyslev-sókn.
VIII. KAPÍTULI.
Lára hafði orðið þess áskynja af um-
mælum þeirra frú og ungfrú Kursen, að