Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Page 7

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Page 7
Nú er liðinn nokkur tími síðan hinn ameríski uppfyndingamaður, Thomas Edi- son dó. Að h.onum látnum fundu m.enn arf- leiðsluskrá hans. 1 henni voru ákvarðanit um, hversu verja skyldi eignum þe:m, sem hann lét, eftir sig og eigi voru s,vo litlar. Mestur hluti þeirra skyldi ganga til sonar hans, sem nú er forstjóri fyrir hinun; mikla atvinnurekstri haris og fyrirtækjum. Hlutdeild hans í þessum iðnrekstri er 3 miljónir króna. Að öðru leyti var svo fyr- ir mælt að eigur hans skyldu renna til stofnana, sem komið væri á fót ýmsum þjóðþrifafyrirtækjum til eflingar. I bréfi einu, sem. Edison ritaði rétt fyrir dauða sinn, til eins vinar síns, mælti hann svo fyrir að leita skyldi meðal ungra amer- ískra iðnfræðinga að eftirrennara sínum. Á sinni löngu starfsæfi hafði hann komist í kynni við marga trúfasta hjálparmenn og samverkamenn; en engum þeirra hafði hann getað trúað fyrir sínum andlega arfi, af öllum, þeim, sem hann hafði kynst. Hann setur í bréfinu nákvæmar reglur um hvernig velja skuli þ”já unga menn og er m.ælt svo fyrir að vextirnir af tilteknum sjóði skyldu ganga til að kosta þá til nárns. Síðan hafa verið valdir þrír ungir menn, sem nú starfa að iðnrekstri Edisons. Petta bréf var talið vera hin andlega arfleiðsluskrá Edisons. Pessi skrá var fengin til varðveislu mála- færslumanni einum, sem var vinur Edi- sons. Hinn mikli uppfyndingamaður lagði svo fyrir, að þessi andlega erfðaskrá sín væri eigi birt fyr en á dánardægri hans. En þótt málafærslumaðurinn væri á yngra skeiði, þá. lifði hann ekki þann dag. Sjö mánuðum áður en Edison dó, lést þessi vinur hans og hafði þá tvo um fimtugt. Málafærslustarfið gekk til eins ættingja hans og arfeiðsluskráin gleymdist. Nú fyr-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.