Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 153 SIÍUGGIIVIV Skáldsaga, ci'tir Gcorge Owen IJaxtcr. Skotum hans var nú svarað lengra í burtiu. Tom sá því strax að fjandmenn hans höfðu dreift sér yfir mikic svæði, og nú skildi hann hvað þeir liöfðu lokað vel gildrunni. Til að fuilvissa sig um þetta, teymdi hann hestinn lengra inn í skóginn og litaðist um eftir tré, sem hann gseti klifrað u.pp í og svo þéttvöxnu, að óvinirnir kæmu ekki auga á, hann. Hann klifraði upp og hafði þaðan gott útsýni yfir það landslag, er leitarmennirn- ir földu sig í. Af þessum níu mönnum sá hann fimm. Þeir höfðu, einfaldlega skriðið bak við stóra steina, og þarna biðu þeir í fullu öryggi fyrir skotum þess, sem stæði niður á jafn- sléttu. En þeir voru algerlega varnarlaus- ir gagnvart Tom Converse þarna, sem hann stóð í trénu. Hann miðaði rifflinum hugsandi. Eí hann vildi, gat hann skotdð einn mann í hverju skoti. Tvö skot hvert á eftir öðru mundu losa hann við tvo þá næstu, Þeg ar hinir sæu það, mundu þeir rjúka, upp og reyna að komast lengra í burtu., og þá gætj hann áreiðanlega skotið þá niður einn af öðrum. Nóg hafði hann af kúlum í forðabúri sínu. Þegar þetta væri um garð gengið, gæti hann kallað á Captain updir tréð og rent sér niður í hnakkinn og þeyst út um það hlið, er hann hafði rofið á þessa fjandsamlegu víglínu. Og þá mundi Cap- tain brátt koma honum í öryggi með flýti sínum, Hann sneri sér við og blístraði lágt, svo lágt, að aðeins hesturinn gat heyrt: það, en ekki óvinir hans, hversu nálægt, sem þeir voru. Að stu.ndarkorni liðnu sá hann líka Captain koma gangandi inn undir tréð. Iíann hneggjaði iágt og leit upp í tréð ti! húsbónda síns. Svo lyfti Tom rifflinum, og er hann mið- aði, varð Joe Shriner, sá maður, sem hann langaði mest til að drepa fyrir miðinu. Hann leit nú til hægri, og þá sá hann strax hið magra, föla andlit Skuggans. Það yar eins og forlögin hefðu stefnt þecsum mönnum beint fram fyrir byssu- hlaup hans. Hann gat séð Skuggann bæra svolítið á sér, þar sem hann lá„ Það var Shriner, sem fyrir skömmu hafði stokkið upp og misst pípuna vegna kúlunnai. Hann hlaut að hafa fundió til í tönnunum. Tom gat ekki annað en brosað, er hann hugsaði til þess. Nú miðaði hann einu sinni enn og í þetta sinn í enni Skuggans. Fyrst hann — hann allra fyrst og svo hina. En honum fanst sem sá fingur, er átti að hreyfa gikkinn, væri dofinn. Það var eins og hann neitaði fyrir fram að fram- kvæma þessa skipun. Hvernig átti hanr. að fara að kreppa fingurinn og aflífa einn mann? Það gilti einu þótt þessa tvo menn þyrsti í líf hans og blóð og vildu, vinna. allt- á móii honum — þeir voru samt mann- legar verur, sem hann hafoi vald til að kveða dauðadóm yfir. Aldrei hafði Tom Converse lent í jafn mikilli andlegri þrekraun. Hann lét riffil- inn síga og var um leið ljóst, að engin von var fyrir hann að sleppa og harla lítil til að hann héldi lífinu. Þetta var einasta

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.