Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Síða 10
154 HEIMILISBLAÐIÐ leiðin, annars var alltí úti. Dauðinn beið eftir honum þarna fyrir handan. Það m.undi ekki verða, farið að yfirheyra hann. Ekki einu sirni, þegar hann hafoi verió á veil invahúsinu, var honum g'efið tmk'færi til að sanna, hver hann væri. Núna, þegar þeir voru búnir að hafa svona mikið fyrir að taka hann fastan, mundu þeir síst vilja hlusta á hann. Þeir mundu ekki hlusta á eitt orð frá þeim. manni, sem þeir álitu Skuggann. Nú dó síðasti vonarneistinn. I fjarska heyrðist. hávaði og læti. Hófadynur frá hundru.ðum hesta, hrón og' köll frá fjölda fólks. Niður hæðirnar sáust' nú koma hópar af fólki, unair menn og gamlir. All- ir voru vopnaðir rifflum, skammbyssum og bareflum. Þessi hjörð dreyfði sér nú eins og vatnsfall, er endar í vængmynduðu afrensli. Þarna komu þeir a^gandi og gargandi, og það leit. út fyrir, að þessir menn, er fy.r- ir voru, yrðu full fífldjarfir, því nú stóðu þeir upp og heilsuðu fólkinu frá Curtin með gleðiópi. Nú voru dagar Skngeans ta’dir, það var sýnilegt. Enginn gat, efast, um það. Tom Converse hnipraði sig saman í trénu sínu og andvarpaði þuuglega. Það var aðeins ein spurn:ng, sem kom til greina: Hvað gat hann dvalið lengi í skóginum án þess að fá mat eða drykk. XXXVII. Harry Lang lifnar við. Það var komið fram á miðjan dag, þeg- ar Harry Lang, liggjandi þar sem Skugg- inn hafði fleygt honu,m, hreyfði sig og stundi við. Hann settist u’ p með miklum erfiðismunum. Hann hafði fulla rænu, en óþolandi kvalir í brotna handle.jgnum. Höfuðið fanst honum alveg tdfinninga- laust. Með aðstoð vinstri handarinnar tókst honum að standa á fætur, með því að hann náði í grein þar rétt, hjá. Hann leit á hægri handlegg sinn. Hcnum var ómögulegt að muna hvað hafðí skeð. Hugsanir hans gátu ekki snú- ist um annað en líðandi stund. Það fyrsta, sem hann var viss um, var sársaukinn í handleggnum og hendin hékk máttlaus niður og einkennilega snúin. Þetta var einkennilegt. Og svo fanst hon- um eins og gríma væri límd á ásjónu hans. Hann þreifaði framan í sig með vinstri hendinni og fann„ að það var eins og þom- uð aurleðja yfir a.lt andlitið. Þegar hann leit svo á höndina, sá hann, að þurt, rautt duft var á figurgómunum. Já, nú vissi hann hvernig í öllu lá. Hann hneig n'ður og hallaði sér upp að tré, veikur af kvölum. Hægt cg hagt fór hann að reyna að muna, hvað hafði skeð frá því er þeir Jim Cochrane fóru frá bál- inu. Hvernig þeir hefðu læðst í gegnum skcginn, til að finna Skuggann, hvernig þeir hefðu skotið, en Skugginn chpp'ð. Hann mundi að hann hafði rekist á Jir.i Cochrane. Orðin, sem Cochrane ha^ði skelt á hann, höfðu brent sig inn í vitund hans. Coch- rane var Skugginn, og hann var kominn til að hefna þeirrar kúlu, sem Harry hafði sent honum fyrir tveim árum, þegar þre- menningarnir biðu hans í rjóðrinm Svo hafði hann heyrt hljcðið af riffil- skoti, haiya hafði fengið högg í ennið, og svo varð alt svart. Hann strauk hendinni aftur yfir ennið, það var sár í hársrótunum og hárið alt blóði storkið. Þannig — nú skildi hann samhengið í þessu öllu. Skotið, sem átti að drepa hann, hafði farið of hátt, og breytt. stefnu á ennisbein- inu. Skugginn hafði ekki látið sér detta í hug að hann gæti misst marks á svona stuttu færi, og því álitið hann dauðann. Jess Shermann var með mjög líkt s '■ r á enninu, er hann fannst dauður. Jim Coch- rane var Skugginn. Hann, verndaður af

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.