Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Page 12

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Page 12
156 HEIMILISBLAÐIÐ aði hann, sig á því, að það var alveg sama, hvaða hús þetta væri: Þarna var bústaður og’ þar m.undi hann hitta fólk, sem mundi hjá.lpa. honum að koma, því áfram, að Jim Cochrane væri Skugginn. Síðasta spöhnn mátti segja, að hann hlypi. Hann koimist. að húsmu og barði á dyrnar. Hann hrópaði og kallaði. En enginn svaraði, ekkert heyrðist nema bergmálið. Hann reif upp glugga og kali- aði aftur. Ekkert svar kom. að heldur. Húsið stóð autt. Hann mundi núna, að hann hafði ekki séð rjúka úr reykháfnum. Örvæntingin greip hann. Hann 'henti sér á hurðina. ógurlegur sársauki gavntók all- an iíkamann. Það syrti fyrir augum hans. og Harry Lang hneig meðvitundarlaus niður. XXXVIII. Auðuvnin bráð. Iíin langa bið hjá leitarmönnunum átti ekki að verða svo afleit, Þegar tók að kvölda, komu konur frá Curtin og næst.u sveitabæjum, með fullar körfur af mat. Konurnar voru ekki síður en mennirnir áfjáðar í, að bundinn væri endi á hin hræðilegu verk Skuggans. Það var hrein og bein veizla, sem, haldin var með söngvum og hrópum, sem hinn hungraði maður í kjarrinu gat heyrt. Þeir sýndu samt mestu varkárni og gættu þess að gefa ekki færi á sér. Á hverri st.undu •gátu þeir búist við, að Skugginn kænií þjótandi eins og óður hundur og réðist, á Þá. — Þeir höfðu aðsetur sitt bak við hæðina. Og smátt og smátt höfðu safnast þaiigað tvö—þrjú hundruð m.anns. Allir voru þeir vopnaðir með skammbyssum. og rifflum. Lágu þeir nú og biðu þess að ráða niðui- lögum Skuggans. Allir höfðu það sama í höfðinu, að vinna hér hetjulegt verk, og vitundin um liðsfjöldann gerði þá mjög hugrakka. Skugginn gat ekki sloppið, það var áreið- anlegt. f þeim háf, sem. þeir höfðu veitt hann í, var enginn möskvi svo stór, að hann kæmist út. Með fram kjarrinu öllu var ó- slitin víglína af varðmönnum. Einnig voru menn komnjr á flekum. út á fljótið. Einasta leiðin, þar sem ekki voru varð- menn, var kviksyndið. Allar leið:r voru þa,kt.ar mönnum með vopn. Sérhver hafði hast sinn tilbúinn, eí' Skugginn skyldi samt á yfirnáttúrlegan hátt komast í gegn. Heilir heystabbar höfðu verið settir fyrir gxðingana. Þetta var eins og smá Ix>rp, sem, risið hafói upp á nokkrum. klukkust.undum — t.il heiðurs einum einasta, manni. Skömmu fyrir sólarlag var auðsjáanlega einhver hreyfing í þessu þorpi. Það var frétt, sem gekk mann frá manni og hafði áhrif á hvern einstakan. Hún var komin! Sylvia Rann var komin til að vera. viðstödd dauðdaga ástvinar síns - þannig va.r orðrómurinn, og þessu fylgdi mikill óróleiki. Það var ekki hægt annað, en að hafa samúð með henni, hversu kjána- legt, semi þetta annars virtist, alt vera. Þeir gátu ekki annað en virt trygð hennar við Skuggann í þessi tvö ár, sem hann hafði sést á þessum slóðum. Nú var hún komin til að standa við hlið hans síðustu stundina og kannske til að deyja með honum. Þegar hún kom, fór hún beina leió til sheriffans, Algie Thomas,. Það heyrðist undrandi hluttekningarfult skraf milli manna. Andlit hennar var náfölt og svarf- bláir baugar í kring um augun, og öll hennar framkoma og útlit bar vott, um, hvílíka erfiðleika hún hafði átt við að stríða þetta síðasta dægur og þá örvingb un, sem kramdi hjarta hennar. Á eftir henni reið fósturfaóir hennar, Plummer. Það var Plummer, sem fyrstur tók til máls. »Thomas«, sagði hann, »þetta er nu kannske ekki rétta leiðin, sem ég fer, en það var ekki um annað að gera. Ég 8'a*-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.