Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 157 ekki horft á stúlkuna veslast upp af ein- tómri eymd. Því það er nú svo, að hún sver og sárt við leggur, að maður sá, sem þið eruð að elta, sé ekki Skugginn, en það sé sá, sem kallar sig Jim Cochrane, sem þið eigið að taka«. Algie Thomas horfði með meðaum.kvun á ungu stúlkuna, á svipinn eins og hann væri faðir hennar. Svo benti hann og sagði: »Þarna er Jim Cochrane!« Eiginlega. var það nú ekkert, svar aó benda á manninn, en það var nóg lii þets, að Plummer þagnaði. Hann neri hökuna m.eð beinaberri hendinni og hristi höfuðið. »Mér fanst ég vera. skyldugur að koma hingað«, sagði hann, »það var henni svo mikið áhugamál«. Með örvæntingarfullri röddu hrópaöi Sylvia: »Thomas sheriff, ef ég sver, að . Gamli sheriffinn bandaði á móti með hendinni. »Ég vil enga svardaga«, sagði hann. »Þegar ung stúlka er í svona ástandi, get- ur hún gert hvað sem er til að bjarga þeim manni, sem hún elskar. Þaö gæti hugsasl, Sylvia Rann, að þess vegna reynduð þér að koma ódáðaverkum Skuggans á saklaus- an mann. En ég læt ekki villa mér sýn á, þenna hátt. Ég hefi séð mörg dæmi þess, hvernig kvenfólk getur hagað sér undir þessum kringumstæðum. Það sem ég ráð- legg þér ei’, að snúa til baka og reyna að gleyma honum. Hann er brátt ekki leng- ur til«. Síöustu orðin sagði hann með svo miki- um hátíðleik, eins og Tom Converse hefði þegar gefið upp andann. Unga stúlkan leit ráðþrota í kringum sig. Meðal hinna mörgu andlita sá hún andlit Skuggans sigri hrós- andi, en þó jafnframt eftirvæntingarfult. »Viljið þið kannske lofa mér að fara mð ur eftdr og tala við hann?« spurði hún. »Með fæði til hans, svo að hann geti leng- ur hafst þarna við? Finst þér þú geta beð- ið mig um það, Sylvia?« »Ég hef engan mat meðferðis. Ég ætla einungis að sjá hann, og kveðja hann í síð- asta skifti. Viljið þér gefa mér leyfi til þess, sheriff?« Framkoma hennar og rödd var svo biðj- andi, að ef sheriffinn hefði svarað með neii, mundi hver maður í hópnum hafa mótmælt og staðið með henni. »Það veldur þér einungis meiri erfióleik- um — og gerir þér alt örðugra, Sylvia, en . . . ef þú endilega vilt fara, þá máttu það«, sagði sheriffinn.. »Ég skal ekki vera á. móti því. En ég krefst þess, að þú lofir þvf upp á æru þína og trú, að koma strax aftur. Viltu lofa því?« »Já!« »Jæja, farðu þá niður eftir til h,ans«. Hún reyndi að þakka fyrir, en gat þao ekki, og þeir sáu hana flýta sér niður hall- ann og hverfa inn í, pílviðinn. Enginn hreyfði sig. Lít.il gola, er var úr þeirri átt, er skógurinn var, bar með sér óminn ai rödd hennar — það voru kveinstaíir frá henni »Tom — ó, Tom!« Sýnilega brá sérhverjum, er heyrði þessi hjálparvana kvein. »Sheriff!« sagði Plummer. »Það er eitt- hvað skakt í þessu. Við verðum að gera eitthvað«. »Þú heldur þaó, sem ég vildi mega halda líka«, sagói sheriffinn. »En ég get ekki hugsað mér það. Nei, Plummer, ég get ekki ímyndað mér annað en sá., sem ríður hesti Skuggans, sé líka Skugginn. Mér finst það vera á móti allri skynseim aó hugsa sér annaó. Eg hefi reynt að setja mig í spor stúlkunnar, ég hefi reynt að lí.ta á þetta út frá hennar sjónarmiði, en ár- angurinn getur ekki orðið annar en þessi. Þarna niður frá í kjarrinu er maður, og sá maður er Skugginn, og hann verður að deyja. Annað finst mér ekki hægt að segja um þetta mál«, sagði Algie Thomas. »Er ekki hægt að fresta þessu, þar til sönnun er fengin fyrir, hvort hann er sá, sem hann þykist vera?«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.