Heimilisblaðið - 01.10.1937, Page 14
158
HEIMILISBLAÐIÐ
»Það mundi t,aka nokkra daga að senda
þangað, sem hann þykist vera ættaður
frá«.
»Já, en gerir það nokkuð til? Getur það
ekki verið þess virði?«
»Það geiur \erið«, viðurkendi Atg'.e
Thomas, »og ég ímundi 1 ka gera það, ef
það stæði \ mínu valdi. En hér eiu yli.'
þrjú hundruð manns. Á meðan við vorum
að elta hann, var það ég, sem sagði fyrir,
en núna, þegar við höfum náð í hann, þá
munu þeir ekki hugsa sig um. Líttu í
kringum þig, Plummer. Þetia er fpjk, sem
hefir haldið áfram frá því snemma í
morgun. Margar, margar mílur hefir það
farið; þaó hefir látið alt sitja á hakanum
til að koma hingað.
Og hvers vegna heldur þú, að þeir hafi
gert þetta? Af því að allir hafa mist bróð-
ur, vin eða frænda, eða þeir hafa særst á,
einn eða annan hátt. Þeir heimta líf Skugg-
ans. Blóð hans. Ef ég hefði vald til mundi
ég reyna aó tala um fyrir þeim. Svo þessi
veseli maður þarna fengi eitt tækífæri
enn, — þótt hann al ;irei gerði sér ómak til
að gefa fórnardýrum s num tækifæri, áó-
ur en hann kramdi úr þeim lífið. En ég
er ekki svo mælskur, að ég geti það, og ég
hugsa, að enginn gæti það«.
Plummer leit í kringum s'g. Eins langt
og hann sá var ekki annað að sjá en and-
lit, hörð og ákveðin á svip. Sama var að
segja um kvenfólkið, það var ekki ein ein-
asta, sem var ekki ströng og óblíð að sja.
Enginn sagði neitt, og þessi þögn var ótví-
ræðari viljayfirlýsing en einbeittustu mót-
mæli.
»Eg sé, að þú hefir rétt, fyrir þér«, sagði
Plummer. »Eg skil nú, að ekki eru nokkr-
ar vonir fyrir þenna aumingja mann. En
hvað er þetta?«
Spurningin var endurtekin af hópnum.
Það kom hestur út úr kjarrinu. Sérhver
maður þreif byssuna, en þegar þeir ætluðu
að fara að skjóta, sáu þeir, að þetta var
Sylvia Rann á baki Captains.
XXXIX.
Frestur.
Aldrei hafði þessi fallegi hestur verið
göfugri að sjá en nú með Sylviu á bakmu.
þar sem hann hljóp upp hallann í roða
kvöldsólarinnar, rennivakur, hringandi
makkann og bítandi beislið. Augun skutu
neistum og gáfu ótvírætt í ljós hvað hann
langaði mikið til að þjóta yfir hæðirnar á.
flótta frá þessum hóp.
Aðdáandi hróp kvað við, er Sylvia nam
staðar á hæðinni.
»Hann hefir verið í kviksyndinu! Sjáið
— sjáið þið!«
Og allir bentu á merkin eftir hina ban-
vænu leðju, sem, þakti líkama hestsins, ací-
ins lítdll hluti höfuðsins ósnortinn. Þeir
þyrptust í kringum hann.
Og nú spurði Sylvia sheriffann sömu
spurningarinnar og ’fóstbróðir hennar
hafði gert fyrir stuttu.
»Thomas Sheriff«, sagði hún. »Sá mað-
ur, sem þið haldið að sé Skugginn, hefir
látið mig fá hest sinn og beðið mig að ríða
þangað, sem, hann á heima, í þá sveit, sem
fjölskylda hans á heima, til þess að fá
sannanir um, hver .hann sé. Viljið þið lofa
mér að gera það?«
»Nei«, var hrópað og Joe Shriner sher-
iff ruddi sér braut í gegnum fylkinguna.
En kurrinn í. hópnum ógnaði honum.
»Lofum henni að tala«, heyrðst, hvaða-
næfa, »lofum henni að tala, það gerir ekk-
ert til«.
Og Thomas sheriff bætti við napurlega:
»Eg get sjálfur ákveðið mig í þessu, Shrin-
er. Mér skildist að ungfrú Rann hefði á,-
varpað mig«.
Hann s,neri sér svo að ungu stúlkunni,
en Shriner nísti tönnum.
»Ef það væri e'nun?is um mág einan að
ræða«, sagði Algie Thomas, »þá gæfi ég
þér frest. En þessir m,enn hér — þú sérð
það sjálf, Sylvia, þeir vilja ekki bíða. Þeii
heimta að bundinn sé endir á þett.a«.