Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1937, Síða 16

Heimilisblaðið - 01.10.1937, Síða 16
160 HEIMILISBLAÐIÐ Einstæður fornleifafundur. I 0sterb0lle á Jótlandi fundu þeir dr. Br0ndsted og' Guidnrund Hatt. rústir af ba' alla ledð frá járnöldinni eða tveimur eða þremur öldum eftir Krists fæðingu, eða eldri járnöldinni sem kallað er. Bæjarstæðið nær yfir 8—16 vallardag- sláttur, og liggur fast bjá Vestari-Hrís- skógi, segir Brondsted. 1 Danmörku hafói enginn foraldarbær f.undist á yfirborði jarðar eins og þessi, þvi að yeggirnir standa enn alt að metra. á hæð. Venjan er að grafa í jörð niður til að finna fornleifar, en þarna mátti sjá þessar fornmenjar ofanjarðar. Annað er merkilegt við fund þenna, að húsin, sem annars eru, vön, að liggja, á víð og dreif, liggja þarna í röðum nvert vk) annað og götur á milli. Á stöku stað má finna. leifar af útibúrum. 1 kringum þetta bæjarstæði liggur skógur og akrar; þar vantar ekkert, nema grafreit til þess að alt sé fengið. Gudmund Hatt prófessbr segir, að þessi fornmenjafundur sé einstæður í Dan- mörku. Par á móti hafa, samskonar forn- menjar fundist í Noregi og Svíþjóð og á Gottlandi og Eylandi (01and). Og allii þessir fornleifafundir hafa sannað, aó moldarveggir voru einn liðurinn í. byg&’- ingarlist: járnaldarmanna. Pað hefir jafn- an reynst erfitt að fá menn til að trúa því, að járnaldarmenn hafi bmð í moldarkof- um, eins og þeir stóðu á háu menningar- stigi; en eftir þennan fornmenjafund er sjón orðin sögu ríkari um þaó, að svo hafi verið. pað hafa áður fundist rústir af forn- aldarbæjum með gatnalagningu, þar á meðal í Vesturvík á Thy; en þar háfa þær ekki yai-ðveizt jafnvel og í 0sterb0lle. I syðri götulínunni hafa varðveizt 4 hús, s,em öll snúa frá austri til vesturs og 5 í nyrðri götulíniunni. Og þar að auki hafá fundist 3 útibúr, öll fremur lítil. Skrítlur. Anna: »Þegar hann Pétur minn hefir lokið her- þjónustunni, þá setlum við að gifta okkur«. Emma: »Petta er hyggilega gert af ykkur að ákveða, þetta svona, þvi þá verður hann búinn að læra að hlýða«. A: »Hvers vegna. er uglan notuð sem tákn lær- dóms og þekkingar. Ég hefi aldrei. getað skilið það«. B: »Það ættirðu þó að geta skilið, að uglur og stúdentar’ hafa, það sameiginlegt að vaka á nóttunni og sofa á daginn«. Læknir (við veikan skósmið): »Þér verðið uiu fram alt að hafa meiri hreyfingu«. Sjúklingurinn (við konu sína): »Þarna heyi- irðu, kona, að mig vantar áreynslu og hreyfingu. Ég verð líklega. að taka nýjan nemanda, til þess • að hafa einhvern til þess að berja«. Frú (við vinnukonu): »Hvað var klukkan, þeg- ar maðurinn minn kom heim í nótt«. Vinnukonan: »Ja, nákvæmlega veit ég það ekki, en þegar ég kom á fætur, klukkan 6, þá dinglaði frakkinn hans enn á naglanum í forstofunni«. Hún (á gangi með kunningja sínum, sem ekki kemur sér til að biðja hennar): »Þessi kirkju- garður er einhver sá yndislegasti staður sem ég þekki«. Hann: »Já, það íinst mér líka. Og ég get ekki hugsað mér neitt yndislegra en ?.ð bein mm mættu seinna meir fá að hvila þar við hliðina á yðar«. I einiu húsinu er leirgólf, og fletir veggj- anna úr samanþjappaðri mold sjást greim- lega eins og sérstakt lag í jarðveginuin. Pað væri eflaust hægt að endurbyggja hús þetta. Moldarveggirnir eru lítt hruindir og eru tilsýndar ,sem mjóir, ferstrendir garci- ar. Gólfin hafa legið dýpra niður en flöt- in úti fyrir. I götunum má finna deili til steinlagningar. Veggirnir hafa verið um einn og hálfur metri á hæð. Rétt .hjá bænum hefir líka fundist brunnur eða vatnsból bæjarmanna. Par liggja þrep niður að botninum. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.