Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1943, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.01.1943, Blaðsíða 2
2 II E I M I L I S B L A Ð I Ð / Otrúlegt — en satt Kaffikvarnar-byssan, sem no'.uð var í amerísku borgarastyrj- öldinni. Örin t. v. sýnir kvarnarsveifina, sem hægt var að taka af, og hin iirin sýnir gatið, sem kaffið kemur malað úr. Senora Antonia Fe rnandez I-«pez var ættmóðir allra íbú- anna í spánska þorpinu San Jorge. Þegar hún andaðist lifðu hana 5 börn, 35 barnabörn, 48 barnabarnabörn o-g 53 aðrir ætt- ingjar þ. e. allir íbúer San' Jorges. -n Það er ekki eins haíttulegt og menn halda, að ferðás,t með eim- lestum. Af völdum járnbrautar- slysa ferst aðeins 1 maður að meðaltali á hverjum 1.184.180.257 km., sem ekið er. Alexander keisari II (1818 - 1881) leysti úr ánauð tfu sinn- urn fleiri þræla en Abraham Lin- coln. Þegar hann varð keisari voru 40 milljónir bænda þrselar eða ánauðugir. Hin fræga keis- aratilskipun var undirrituð fá- um klukkustundum áður en Lin- eoln tók við embætti. * W. Blackshaw, Derby, Eng- landi, segir þessal sögu um bréf- dúfuegg, sem var sent i annan bæ og ungað út þar. Ekki var dúfan, sem úr þessu eggi kom, fyrr orðin flugfær en hún flaug á þær sióðir þar sem egginu var orpið. » 60 528 manns allur gríski herinn og flotinn eru guðfeð- ur grísku -prinsessunnar Kathar- inu, dóttur Konstantins, fyrrum Grikkjakonungs. I Port Gibson, Mississippi, U. S. A., er kirkja, sem prýdd er með hönd á turnspirunni, sem bendir til himins. Höndin er 3 m á hæð. Var hún upprunalega úr tré, en nú er búið að skipta um og setja í staðinn júrnhendi, sem húðuð er með aluminium. Stalin, sem. eitt sinn byrjaði á guðfræðinámi og nú er foringi stærstu verklýðshreyfingar heimsins og einvaldur i Sovét- Rússlandi, hefir aldrei á æfi sinni unnið daglangt við erfið- isvinnu! * »ófr«skjan frá Gévaudau < (fylki á Frakklandi) var úvenju- lega stór og sterkur úlfur. Hann drap 6G manneskjur og særði 71 á tímabilinu frá 15. janúar 1764 til 10. september 1765. Þá var bann drepinn. Hann réðist aldr- ei á karlmenn, en aðeins á kon- ur og börn. Ludvig konungur XV hét hverjum þeim, sem gæti drepið h,ann, 6000 livres í verð- laun. Antoine, sá sem fyrstur lagði á hólm við úlfinn, drap hann og innvann sér upphæðina. Frú Hryz, Wisconsin, á kaffi- kvörn, sem hefir verið notuð í 90 ár að staðaldri. Vélsmiður nokkur í Jackson- ville, Florida, U. S. A., Robert Ball að nafni, h,efir af einhverj- um ústæðum gengið með títu- prjón upp í sér 23 s. 1. ðr. Hann tekur hann aldrei út úr sér, ekki einu sinni þegar hann sef- ur eöa borðar. Hann heldur því fram, að títuprjónninn hafi verndaö forfeður sína gegn i 11- um öndum. * Níu ára að aldri hafði h,inn söngelski Hugo Loewenstern lært hvorki meira né minna en 76 lagsmíðar utan bókar. Hann á heima £ Amarillo, Texas, Bandaríkjunum. Enski lávarðurinn Paulston hafðist viö nakinn heila .nótt uppi á turni Notre Dames í Par- ís, til þess að vinna veðniál. Hitastigið var um frostmark. Hann misati báðu. fæturna, en vann 20 000 krónui'. » Engin gufa snertir gufumæl- irinn.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.