Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1954, Síða 26

Heimilisblaðið - 01.03.1954, Síða 26
— Ef til vill. En hann er einn af þeim, sem vonast eftir að hagnast af kunningsskap sínum! Auk þess þori ég að veðja um, að hann er að draga sig eftir laglegu hjúkrunar- konunni. En við skulum hraða okk- ur af stað. Hann fór úr sloppnum. — Ég hélt, að þér ætluðuð út með vini ? — Já, það eruð þér. A leiðinni til kaffistofunnar sagði hún: — Yður fórst svæfingin vel úr hendi. Hafið þér nokkuð á móti því að aðstoða mig í næstu þrjá mánuði ? Ég hef fengið leyfi til þess að hafa aðstoðarmann við svæfing- arnar. Launin eru fimmtíu pund. Hann sagði, án þess að líta á hana: — Það getur ekki verið, að yður sé alvara, Anna? Hún starði á hann. — Hafið þér nokkurntíma heyrt mig fara með staðlausa stafi? Duncan horfði með ánægju á bréf- spjaldið, sem var ekki undirskrifað, en bar póststimpil, er hann kannað- ist mæta vel við: Strath Linton. „Tveir stigamenn, er þér kannizt vel við, koma til St. Andrews á fimmtudaginn. Ef þér viljið hitta þá, eruð þér beðinn að mæta okkur í Bókaverzlun Leckies klukkan eitt“. Allt í einu hvarf brosið af andliti Duncans. Hann hafði boðið Önnu út að borða í tilefni af hinni nýju stöðu hans. Á meðan hann stóð með bréf- spjaldið í hendinni, sá hann greini- lega fyrir sér í huganum, hvað allt það, sem skeð hafði síðustu sex vik- urnar, var honum mikils virði. Hann hafði fundið félaga, þar sem Anna Geisler var. Bæði höfðu þau einsett sér að ná ákveðnu marki. Honum hafði gengið námið betur, síðan hann kynntist henni. Hann hafði sett sér ennþá hærra mark- mið. Þekking hans á skurðaðgerðum hafði aukizt að miklum mun. Hann stóð og hleypti brúnum, án þess að geta ákveðið sig. Fullur sam- vizkubits settist hann niður og skrif- aði nokkur afsökunarorð til Murd- ochs. Hann vildi sízt af öllu móðga hina góðu vini sína. Hann sagðist þurfa að vinna á sjúkrahúsinu á fimmtudaginn, enda var það rétt, því að hann átti að mæta á fyrir- lestri seinni hluta dagsins. Svo kom fimmtudagurinn. Hann hafði ákveðið að bjóða Önnu til hádegisverðar í einu nýjasta veit- ingahúsi bæjarins, „Thistle GrilT', þar sem hann vildi ekki, að þau borðuðu á ódýrri almenningsmat- stofu. Maturinn var borinn fram, vínið kom á borðið. Anna hallaði sér yfir borðið og klingdi glasi sínu við glas hans. — Guð hjálpi okkur! sagði hún. Við skálum fyrir læknisframa okkar! HANN leit í kringum sig og hrökk við. Murdoch og Jean gengu inn um dyrnar. Þau komu strax auga á hann og sáu hann skála við Önnu. Það var enginn vafi á því, að þau misskildu samveru þeirra þarna. Duncan roðnaði. Hann hafði ekki íhugað, að Murdoch mundi velja þennan dag til að matast í „Thistle Grill". Gamli læknirinn gekk í áttina að borði Duncans ásamt Jean. Duncan reis á fætur, heilsaði þeim og kynnti þau fyrir Önnu. Hann áleit, að það útskýrði málið. En það voru leiðinleg mistök. Murdoch gekk boginn í baki í gamla tweedjakkanum sínum. Hann hleypti brúnum og hvessti augun á Önnu. Svo sneri hann að henni baki, leit á Duncan og ræskti sig. — En þér skiljið ekki . . . — Jú, ég skil það mæta vel, sagði Murdoch hæðnislega. Þér eruð önn- um kafinn á sjúkrahúsinu. Duncan fann, hve afsökun hans hafði verið heimskuleg. Hann flýtti sér að setjast niður. Hann var sár og reiður og vildi ekki segja fleira. Jean bar þess merki, að hún væri bæði áhyggjufull og móðguð. Hún fór að tala, en Murdoch tók undir handlegg hennar og leiddi hana að borði í einu horni salarins. Eftir dálitla þögn spurði Anna: — Hvaða maður er þetta ? — Einn af beztu vinum mínum, svaraði Duncan þreytulega. [62] — Já, einmitt! Hún lyfti brún um. Og hún? ' — Sömuleiðis! Hið góða skap, sem þau voru '• þegar þau settust að máltíðinni, var rokið út í veður og vind. Þau gengu til sjúkrahússins, en Anna átti að framkvæma þar skur aðgerð klukkan hálf þrjú. Aðgerðin átti að fara fram í fyr irlestrarsalnum, sem var troðfullur af stúdentum, læknum úr bænuU1 og úr nágrenninu. Þar var og mjóf? frægur maður, er naut mikils álits, Lee gamli prófessor. Frægð Önnu v£ir nú kunn orðin, og sökum þess, hún ætlaði að framkvæma rnjö? athyglisverða skurðaðgerð, var svon® margt áhorfenda. Overton, sem all* af var i essinu sínu, þegar hann fe tækifæri til þess að láta bera á ser' aðstoðaði Önnu við uppskurðinn. Duncan fann til taugaslapple'^ þegar hann tók við starfi sínu v' skurðarborðið. Hann hafði áhyg& ur vegna þess, sem skeð hafð' veitingahúsinu. Þessir mörgu ah° ^ endur voru honum heldur ekk' 8 skapi. Þetta var mjög vandasön1 svæfing. Hann fálmaði með he' brigðu hendinni á milli hinna mörg handfanga. Eftir því, sem leið á uppskurðin11 varð honum ljóst, að svæfingin va ekki eins og hún átti að vera, Ann" leit stöku sinnum hvasst til han^ og hann veitti því líka athygl'’ aðrir gáfu honum gætur. Overt°n leit rannsakandi til hans og star á vanskapaðan handlegg hans. Allt í einu fannst honum han óhæfur til þessa verks. Honum f'P aðist við svæfinguna. ^ Og svo, þegar hann ætlað' endurnýja eterinn, skeði það verst® sem fyrir gat komið. Flaskan ran^ á milli fingra hans og datt á g° Það varð alger þögn. Allir á Duncan, nema Lee prófessor, horfði hugsandi út í loftið. — Klaufi, tautaði Overton. ^ var heppni, að ekki skyldi hljóta slys af. - - í flýt' — Þögn! Anna sneri ser ' ■' að ungu hjúkrunarkonunni, ung Dawson: — Standið ekki Þarn hvumsa. Flýtið yður að ná í 8 flösku af eter. — Já, doktor, svaraði hjúkruna HEIMILISBLAP,P

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.