Heimilisblaðið - 01.05.1972, Blaðsíða 29
>,Þetta er ekki hægt. Skilur þú ekki? Ég
er aðeins hjúkrunarkona hjá honum, sem hann
VÚ1 áreiðanlega ekki blanda inn í einkalíf
S1tt. Það er undarlegt, að ég er búinn að vinna
þarna í þrjá mánuði, og ekki hitt frúna í eitt
einasta skipti. Ég hefi aðeins séð hana fyrir
ftiörgum árum síðan.“
„Ert þú ekki forvitin?"
Natalie brosti lítið eitt. „Jú — ef til vill.
Ég hefði gaman af að sjá, hvernig hún lítur
ut núna. Ég sá myndirnar í blöðunum eftir
örúðkaupið, en það er oft lítið að marka
þessar blaðaljósmyndir. Ég hefi aldrei komið
heim til hans,“ bætti hún við í léttari tón, „en
Satt að segja hefði ég gaman af að sjá hvern-
þau byggju."
„Ég mundi vera að deyja af forvitni. Það
hlýtur að vera undarlegt að þekkja svo náið
vissa hlið á þessum manni, en vita ekkert um
hann á öðrum sviðum.“
„Þér finnst þetta ef til vill skemmtilegt.
Én hún þekkir ekkert af lífi hans sem ég
Sjörþekki. Hún á í rauninni aðeins hluta af
öonum.“
„Konan hans?“
„Já. Konan hans.“
„Það er gott að þú ert ánægð,“ sagði Anna-
^el lágt. Svo kveikti hún sér í vindlingi, og
lór að tala um annað.
En það var ekki alveg sannleikanum sam-
^væmt, að Natalie væri ánægð. Það kom fyrir
að óróinn ólgaði í henni, þegar hún var á
É'iðinni heim í strætisvagninum og ekkert
var framundan, annað en elda sér kvöldmat-
mn og setjast niður með einhverja bók. Þá
°m fyrir að það greip hana löngun til þess
að taka þátt í „hinu glaða lífi“ í heimi ríki-
öæmis og glæsileika, sem þau Bob og Mar-
Jonie tilheyrðu, þótt ekki væri nema eitt ein-
asta kvöld.
Myndi hún vilja skipta við Marjorie, ef hún
efði haft tækifæri til þess? Þessari spurn-
lngu velti hún oft fyrir sér, án þess að finna
SVar við henni.
Marjorie hafði flest sem hún gat óskað sér,
ea þó átti Natalie þær stundir, sem hún vildi
ai skipta á fyrir neitt í þessum heimi. Eins
°g til dæmis í síðustu viku, þegar hún hafði
a stoðað Brad lækni við sérstaklega vanda-
®ama og erfiða skurðaðgerð. Þá hafði hann
1 á hana brosað og hvíslað. „Þetta var
3e i
an, er engin hætti á því, að hamingjan bregð-
ist okkur.“
sannkallað afrek. Þegar við tvö vinnum sam-
„En það voruð þér, sem gerðuð allt,“ hafði
hún svarað lágt og stillilega.
Hann hristi höfuðið. „Nei, Natalie. Ég get
ekki útskýrt fyrir þér hvers vegna, en ég
veit og finn að ég hefði ekki haft styrk til
að gera þetta, án þinnar aðstoðar. Ég heí
það alltaf á meðvitundinni að þú treystir á
mig, og þess vegna tekst mér svona vel.“
Af slíkum augnablikum vildi hún ekki
missa. Ekki fyrir hið glæsilega Mayfair-hús
Marjorie, veizlurnar og vini hennar. Eða fyrir
kossa hans. Þá leyfði hún sér ekki að hugsa
um. Framhald.
Hún er í megrunarkúr.
Þrátt fyrir að Raymond Burr („Iron-
side“) væri í dómnefndinni um beztu
sjónvarpskvikmyndina á kvikmynda-
hátíðinni í Nice, hlaut mynd hans
„Ironside" ekki 1. verðlaun.
milisblaðið
117