Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1972, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.05.1972, Blaðsíða 22
,Skammastu þín,“ sagði hún glettnislega, og ýtti við honum með skótánni. , Þú getur ekki ímyndað þér — mig dreymir um föt heilu næturnar. Ég vakna og segi: „Sex sett rósrauð undirföt, sex sett blá, fjóra silkináttkjóla“ Mjög efnislitla náttkjóla, elskan,“ bætti hún við, hlægjandi. „Ég held að hjónabandið hafi ekki aðra þýð- ingu fyrir þig, en að kaupa föt,“ sagði hann ertnislega. „Hugsar þú aldrei um það hversu mikil alvara fylgir því?“ ,Nei. Ég álít að maður eigi ekki að taka lífið of alvarlega. Ég veit að þú ert mér ekki sammála, Bob, því þú tekur allt svo hátíðlega, en ég held, 'ið helmingurinn af allri eymdinni í heiminum, stafi af því hvað fólk tekur margt alvarlega, alveg að ástæðulausu. Sé maður ekki með áhyggjur út af tilverunni, gengur allt vel. Sjáðu okkur, Bob.“ Hún sveiflaði sér upp á borðið, settist þar og sparkaði með fótunum og brosti glettnislega framan í Bob. „Fyrir sex árum síðan hafði ég ástæðu til að leggjast í eymd og volæði, þegar þú sagðist ekki geta kvænst mér. En ég tók öllu með stillingu. Ég neitaði að gefast upp og beið, og nú sit ég hérna hjá þér.“ Hann hló og faðmaði hana að sér. „Þú ert yndislegasti heimspekingur sem til er. Heldur að þú vitir heilmikið um lífið, en veizt eins lítið og barn.“ „Ég er eki neitt barn, Bob.“ „Jú, víst ertu það,“ sagði hann og þrýsti henni að sér. „Þú verður aldrei annað en barn, Marjorie." Þetta sama kvöld sagði hann henni frá Natalie. Þau sátu og voru að borða á dýru veitingahúsi. Hann var ekki enn farinn að venjast því að fara á slíka staði, og biðja um það sem hann girntist, án þess að hugsa um reikninginn. Fyrir Marjorie var þetta aftur á móti hvers- dagslegt. Hún hafði aldrei þekkt annað. „Gettu hverja ég hitti í dag — á sjúkra- húsinu? sagði hann allt í einu. „Natalie Norris.“ Marjorie hrukkaði ennið. ,Og hver er þessi Natalie Norris, ef ég má spyrja?" Hann hló. „Manstu ekki þegar þó óðst inn í skrifstofuna mína fyrir mörgum árum síð- an? Manstu að þegar ég kom, hafði ég með mér stelpukrakka, og bað frú Dobson að sjá henni fyrir gistingu yfir nóttina? Hún átti að fara á barnaheimili daginn eftir, og átti sér engan samastað." „Þú átt þó ekki við skrítnu stelpuna í svörtu ullarsokkunum, með flétturnar? Hún var i svörtum kjól, sem var mörgum númerum of stór á hana. Þetta var merkilegt." Hún hló og kastaði til höfðinu, svo að ljósu lokk- arnir dönsuðu. Af einhverri ástæðu fannst Bob hlátur hennar ekki eðlilegur, og því síður hvernig hún sagði orðið „merkilegt". „Hún lítur ekki þannig út núna,“ sagði hanr. varlega. Marjorie varð alvarleg. „Svo — gerir hún það ekki? Hvernig lítur hún þá út?“ „Hún hefur breyzt í hreinustu fegurðar- dís“. Það var eitthvað í rödd hans, sem kom henni til að horfa rannsakandi á hann. „Útskýrðu það ofurlítið nánar, hvað þú meinar með „hreinasta fegurðardís.“ Hann færði stólinn, sem hann sat á ofurlítið frá borðinu. „Mér er nú flest betur gefið en lýsa kvenlegum yndisþokka," sagði hann „Hárið er kastaníubrúnt, augun stór og einnig brún, og andlitið er lítið, fíngert og fagurt og . .. „Þú vanmetur sjálfan þig, Bob. Af manni að vera sem ætlar að fara að kvænast, er þessi lýsing bæði skáldleg og hjartnæm.“ Hann varð undrandi yfir því hvað hún sagði þetta hvatskeytislega. Honum hafði aldrei flogið í hug að Marjorie gæti orðið af- brýðisöm. Honum þótti öðrum þræði gaman að því, en varð samt dálítið órólegur. Afbrýði- söm kona gat verið skaðleg fyrir velgengni læknis. En það var ekki eingöngu þetta sem Bob flaug í hug, þegar hann heyrði hvernig Marjorie brást við. Honum kom afbrýðisemi hennar á óvart. „Ég hlaut þó að sjá að hún hafði breytzt. Hvernig get ég annað?“ „Þetta gagnar þér ekkert, Bob. Fyrst við ætlum ....“ „Hvað kemur þetta hjónabandi okkar við?“ Hann færði stólinn nær borðinu aftur. „Heyrðu nú. Marjorie. Við verðum að gera þetta upp, okkar á milli.“ „Gera hvað upp, Bob? Ég skil ekki um hvað þú ert að tala.“ „Víst gerir þú það, Marjorie. Það er til- gangslaust að ímynda sér eitthvað. Ég heyrði 110 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.