Heimilisblaðið - 01.05.1972, Blaðsíða 9
elskhugi Diönu, kemur mér það undarlega
fyrir sjónir að þér gangið hér um dulbúinn
sem hestasveinn ... “
Baxter komst ekki lengra, því John rétti
honum svo vel útilátið kjaftshögg að hann
kastaðist aftur á bak niður í áburðarhaug,
sem John var nýbúinn að moka út úr hest-
húsunum. Baxter reis öskrandi á fætur, og
horfði á útskitin fót sín.
„Hvern fjandann ... “ byrjaði hann, en
þegar John færði sig nær honum, lagði hann
a flótta. John stóð og horfði á eftir honum.
„Það var svei mér gott að fá ástæðu til
aÖ berja á honum.“ tautaði hann. ,,En ham-
h^gjan má vita hvað Diana segir þegar hún
faer að vita hvað gerst hefur.“
Diana kom heim frá Wantham skömmu
seinna. Hún hafði farið til Crawthorn & Co.
°g fengið að vita að John hafði greitt korn-
teikninginn, og þegar hún kom inn í hest-
húsin var andlit hennar öskugrátt af reiði.
„Hvernig vogið þér yður að gera annað eins
°g þetta?“ spurði hún.
„Hvað ungfrú,“sag ði John sakleysislega.
„Hættið þessum leikaraskap," æpti Diana.
, Þér vitið ósköp vel, um hvað ég er að tala.
^ér hafið greitt kornreikninginn minn, og gert
mig skulduga yður — hestasveini. Ég veit
Vel, að þetta hafa ekki verið yðar peningar,
sem þér borguðu reikninginn með. Viðurkenn-
bara, að þér séuð í slagtogi með Baxter.
Éann hefur fengið yður til að borga reikn-
Ir>ginn, til þess að ná ennþá sterkari tökum
a mér.“
„Þetta er ekki rétt hjá yður. Peningana,
sem ég borgaði með, átti ég sjálfur “ svaraöi
John rólega.
„Ég trúi yður ekki,“ svaraði Diana. „Hvers
Vegna ráðið þér yður hér sem hestasvein, ef
Þér hafið svona mikla peninga?"
„Vegna þess, að mér geðjast vel að því að
vera. hérna.“
,Svo. En þetta verður þá síðasti dagurinn
yðar hér. Ég vil ekki sjá yður framar. Pening-
ana skal ég senda yður, eins fljótt og ég get.
hér getið látið ráðsmanninn fá heimilisfang
yðar.“
Aður en John gæti svarað, var hún rokin
hurtu. Hann stóð lengi, og horfði fram fyrir
sig.
„Og fjandinn hafi það,“ tautaði hann.
Klukkustund síðar flutti hann frá Selcombe
Grange. Hann fór þó ekki lengra en í krána í
þorpinu, því að hann vildi ekki tapa sjónum
af Diönu, fyrst um sinn. Á hverjum morgni
fór hann upp í hæðirnar, og fylgdist með því,
þegar hún sýslaði við hestana. Hann reyndi
að vera í felum en það var ekki svo auðvelt,
og tvisvar sinnum uppgötvaði Diana hann.
Hún reið fram hjá honum með reigt höfuðið,
án þess að heilsa.
En þriðja morguninn, skeði nokkuð, sem
vakti furðu hans. Þegar hann kom á þann
stað, sem hann var vanur að fela sig á, var
Diana þar, og beið hans. Hún leit kundalega
á hann, og steig af baki.
„Jæja. Svo að þér hafið einnig verið svo
ósvífinn, að kaupa veðskuldabréfin af Baxter
og senda mér þau sem gjöf “ sagði hún með
ofurlítið titrandi röddu. „Hvers vegna gerið
þér þetta? Hvað meinið þér með þessu?“
,Ég gerði það af áhuga fyrir staðnum, þar
sem ég er fæddur, og sem sönnum um virðingu
fyrir konu, sem ég hefi aldrei getað gleymt."
Diana starði undrandi á hann.
„Hvað meinið þér,“ stamaði hún.
John þagði augnablik. Svo sagði hann bros-
andi.
,Munið þér eftir ungum manni, sem hét
John Ruston, syni hestasveins föður yðar.
Hann var sendur burtu frá Selcombe, af því
að þér sögðuð föður yðar að hann hefði kysst
yður, og að það væri ásetningur yðar að gift-
ast honum, þegar þér yrðuð fullvaxta?"
Diana færði sig nær honum.
„Hvernig vitið þér þetta?“ hvíslaði hún.
„Þér eruð þó ekki ... “
„Jú ég er hann. Ég var sendur til frænda
míns í Argentínu, og þegar hann dó, arf-
leidi hann mig, og ég tók upp ættamafn
hans. Þess vegna heiti ég nú Gorridge."
Nú varð Diönu allt ljóst. Þetta var ástæðan
til þess að hana langaði til að trúa þessum
manni fyrir sorgum sínum. Hun hafði aldrei
gleymt honum. Ást hennar til hans var eins
og eldur, sem hulinn hafði verið ösku. Nú
blossaði hún upp aftur, eins og ljós logi.
,,John.“ hrópaði hún. , Ó, John. Hvers vegna
sagðirðu þetta ekki strax?“
„Vegna þess., að þú varst bam, þegar ég
flutti til Argentíun — og ég gat ekki vitað
hvort þú kærðir þig um mig lengur.“
BEIMILISBLAÐIÐ
97