Heimilisblaðið - 01.01.1981, Blaðsíða 16
RUT
Skáldsaga frá dögum Títusar keisara
Eftir I. IHLENFELD
— Sofðu nú — nú skal enginn ónáða þig.
Síðan settist hún við dyrnar og tók til
vinnu sinnar. Það voru frábærlega fínar
hannyrðir. Rut lá augablik og dáðist að
leikni gömlu konunnar við saumaskapinn.
En skammt var þess að bíða að augu henn-
ar lokuðust og hún svifi inn í heim svefns
og drauma, þangað er allar þjáningar og
sorgir gleymast.
Þegar hún opnaði augun að nýju, þá
litaðist hún um og varð hrædd — hún vissi
ekki, hvar hún var. En henni varð þó brátt
fullljóst, að enn var' nótt, því að dyrnar
voru lokaðar og á borðinu logaði á smá-
lampa. Allt í einu kemur hún auga á, hvar
gamla, konan sefur á beru gólfinu fyrir
framan rúmið hennar. Nú sá hún sam-
stundis, hvernig í öllu lá. Hún hafði sofið
#ram á nótt, en Ástríður ekki viljað raska
svefnró hennar og þess vegna lagzt fyrir
á gólfinu hjá rúminu.
Og hvernig átti að skilja það? Hvers
vegna hafði hún gert það, þessi ókunna
kona? Hví hafði hún auðsýnt henni slíkan
kærleika? Því að kærleikur var það og ekk-
ert annað. 0g það var í fyrsta sinni sem
henni hafði verið auðsýndur kærleikur frá
því er hún fór úr föðurlandi sínu.
Og nú tók hún að gráta meira en nokkru
sinni áður, en nú grét hún af þakklátssemi
og gleði og mælti með sjálfri sér í hljóði:
— Himneski faðir, þökk — þökk fyrir
það, að þú huggar og styrkir barnið þitt.
Því næst fór hún á fætur. Hún vildi
vekja Ástríði og ganga úr mjúka rúminu
hennar, svo að hún gæti lagzt þar fyrii'-
En áður en til þess kæmi, reis gamla kon-
an upp til hálfs, breiddi út báðar hend-
ur og sagði eitthvað á máli, sem Rut skildi
alls ekki. Eina orðið, sem hún gat greint
var nafnið ,,Armin“.
1 þeim sömu svifum vaknaði Ástríður,
og er hún sá Rut, þá spurði hún:
— Hví ertu komin á fætur?
— Ég vaknaði og sá þá, hve illa fór um
þig, svaraði Rut — og þú ert gömul, og
þess vegna vil ég ekki annað en að þú
liggir í mjúka bólinu þínu.
Þá hristi gamla konan höfuðið og sagði
í skipandi róm:
— Nei, vissuléga ekki — legg þú þig
fyrir aftur, þú þarfnast hvíldar. Ég skal
vekja þig í tæka tíð.
Rut varð að hlýða og henni var heldui'
ekki annað ljúfara. Að augnabliki liðnU
var hún sofnuð.
Þrjár vikur liðu.
Rut var farin að kunna við sig nokk-
urn veginn í nýju vistinni. Ástríður hafð1
auðsýnt henni marga kærleiksþjónustu. En
þrátt fyrir það var Rut ekki orðin henni
nákomnari. Ef hún vildi komast að nán-
ari kynnum við hana, þá hratt hún ÞV1
frá sér með kulda sí og æ.
Klaudía var duttlungafull og hviklynd-
16
HEIMILISBLAÐlP