Heimilisblaðið - 01.01.1981, Blaðsíða 24
yrði hann af nokkru af sýningunni.
Til beggja hliða sátu áhorfendur og
ræddu með fjöri um það, sem þeir höfðu
séð.
Honum datt þá aftur í hug að hjálpa
Rut, en hann vísaði henni jafnharðan á
bug. En hún leitaði alltaf á, hvernig sem
hann reydi að berjast gegn henni. Loks
varð hún þó ofan á og þá var hann skjót-
ur til framkvæmda.
Hann spratt upp og ruddi sér veg gegn-
um múginn og á svipstundu var hann kom-
inn að baki húsmóður sinnar.
Þarna lá Rut, eins og hún væri örend.
Hann laut niður í snatri, tók hana á sína
styrku arma og þaut af stað með hana —
út úr leikhúsinu og eftir götunni.
Hann bar fljótt að höll Klaudiu.
Hann barði knálega að dyrum og var
þá óðar lokið upp hliðinu. Þaut hann þá
með hana inn í þrælaskálann eða forsal
hallarinnar; þar innar af voru híbýli
Klaudiu. Þar æpti hann af öllum kröftum :
— Ástríður! Ástríður!
— Hvað er um að vera? hrópaði stúlka
og snaraðist inn.
— Hvað er um að vera — það er hún
hérna — Rut — sem hefur fallið í ómegin
— hún er máske dáin. Sæktu Ástríði —
hún verður að koma óðara og annast um
hana.
Að svo mæltu lagði hann Rut á legubekk
og rauk svo af stað. Hann hljóp nú harð-
ara en áður, það var sem hann flygi eftir
götunum og að fám mínútum liðnum var
hann aftur kominn á sinn stað í leikhús-
inu, og þá var rétt í því ný sýning að byrja.
Hann hrósaði happi yfir því, að hann
hefði einskis farið á m.is af þessari ágætu
kvöldskemmtun. En jafnframt fann hann
fullnægju í því, að hann hafði gert eitt-
hvað óvenjulegt og gat ekki annað en furð-
að sig á sjálfum sér — veglyndi sínu og
drengskap.
Framh.
24
HEIMILISBLAÐ