Hljómlistin - 01.04.1913, Síða 4
50
IILJÓMLISTIN
íylgja og framkvæma kenningar og kreddur
Wagners sjálfs; söngleikir þeir sem hann
samdi á þessum árum eru Tannháuser, Lohen-
grin, og Trislan og Isolde 1859).
Kringum 1860 fékk Wagner uppgjöf saka
á Þýzkalandi og íluttist þegar þangað og
dvaldi á ýmsum stöðum. Fjárhagurinn var
þó altaf bágborinn, en það breyttist skyndi-
lega þegar Ludvik II. tók konungdóm í Bay-
ern. Hann var stórlirifinn af söngleikum
Wagners og hauð lionum þegar til sín og
var hann stoð og stytla Wagners upp frá því
og dvaldi Wagner síðan í Bayern til dauða-
dags. Samdi hann á þeim árum Die Meister-
singer von Niírnberg og Niflungahringinn sem
eru 4 söngleikir afarmiklir. Fyrsta er Rhein-
gold, 2. nefnist Die Valkiire (Valkyrjan), 3.
Siegfried, 4. Götterdámmerung. Efnið er tekið
úr söguijóðum Þjóðverja, Sæmundareddu og
Völsungasögu, en ekki gefst tími lil þess að
rekja hér efni og sýna fram á hvernig Wagner
lieíir breytt efni þessu, en það er víða.
Undir náðarvæng konungs lifði Wagner í
mesta gengi, en margir öfunduðu hann og
rægðu, en fleiri ofsóttu liann og skömmuðu
vegna nýbreytni lians í söngleikunum. A llihn
bóginn hændist fjöldi manna að honum og
óx sá flokkur smámsaman og var illvígur;
elskaði liann og virti meistarann og söng-
leika lians fram úr öllu hófi; söfnuðu þessir
áhangendur Wagners stórri upphæð og var
lienni varið til þess að byggja slórt söng-
leikahús og var það reisl i Bayreuth og stend-
ur það enn, og eru þar sýndir söngleikir
Wagners á sumri hverju og var Niflunga-
hringurinn sýndur þar fyrst 1876; var þar
saman komið margt stórmenni og var leikn-
um tekið framúiska'randi vel. Varð úr þessu
deila mikil og rigndi niður ritgerðum, liáði
og skopvísum um list Wagners, en hann fór
sínu fram og samdi síðasta tónleik sinn Parsi-
fal, í nálega sama anda, og var hann leikinn
1882 og mátli ekki sýna þann leik nema í
Bayreulh, en sú einokun er nú úti 1914.
Wagner var nú bilaður að lieilsu og dó í Fen-
eyjum 1883 og var líkið ílult til Þýzkalands
og jarðað þar. Hann var tvíkvæntur: fyrri
kona hans hét Minna Plauer, síðari Cosima
v. Búlow, dóttir pianóleikarans fræga, Franz
Liszts. Son áttu þau að nafni Siegfried og
er hann einnig tónskáld.
Af þessu stutta yfirliti yfir æíiferil R.Wagners
sést, að liann heíir verið afburðamaður að
listgáfu, þrautseigju og vinnuþoli, en að auki
var hann hinn fjölhæfasli maður: gott skáld,1)
mjög vel að sér í sögu, einkum fornaldarsögu
Þjóðverja, og sögu listarinnar; lieimspekingur
var hann rnikifl, og sjást þess mörg merki í
söngleikum hans og ekki altaf til bóta, en
langmest skarar hann fram úr öðrum i tón-
lislinni og er þar enginn honurn fremri
nema tónsnillingurinn Beetlioven. Fyrstu söng-
Jeikir hans (Rienzi, Der fl. Hollaender) eru
keimlikir söngleikum fyrirrennara hans (Mey-
erbeer og Marschner) en þegar í Tannhauser
og Lohengrin fór að kenna nýbreytni og vaxa
þar smámsaman og þroskast og í 5 síðustu
leikunum framkvæmir liann lil fullnustu hug-
sjónir þær, sem hann setli fram í ritum sín-
um á útlegðarárunum. Aðalkenning hans er
að gera skáldskap, liljóðfærislætti og leiklisl
jafnt undir liöfði og mynda þannig heildar-
list, sem samselt er af 3 legundum lislar-
innar, sem hver fyrir sig er sem fu]lkomnust.
Honum hefir eflaust liepnast að ná þessu
takmarki til fullnustu í beztu leikum sínum
(sérstakl. Die Meistersinger von Núrnberg). Af
öðru sérkennilegu við söngleiki Wagners má
nefna að einstök takmörkuð lög (Ariur), tví-
sönga og kórlög notar hann nálega aldrei.
Hann krefst þess að textinn heyrist og skilj-
ist fullkomlega og verður því söngurinn í
leikjum hans einskonar »sönglal«. Hlutverk
aðalsöngfólksins eru mjög löng og erfið og
heimtar hann meira af söngfólki en áður var
títt; afleiðing þess er, að næstum þarf sér-
staka menn til að taka að sér þessi hlutverk
og syngur það fólk naumast í öðrum söng-
leikum en Wagners.
1) Hann orti sjálfur orðin að öllum söngleikum
sínum.