Hljómlistin - 01.04.1913, Síða 7
HLJÓMLISTIN
53
líka, »AlIeinasta guð í himnaríki«, o. íl. —
Hans Wilzstadt (d. nál. 1550), »Guðs son
kallar, komið lil mín«. — Erasmus Alberus
(1510—15(53), biskup í Slralsund, »Ivrists er
koma fyrir höndum«. — Micliael Weisse (d.
1542), »Nú lálum oss líkamann grafa«, o. 11.
Sebaldus Heijden (1489—1561), »Adams barn,
synd þín svo var stór«. — Paul Eber (1511
— 1569), biskup í Wittenborg, »Gæzku guðs
vér prí&um«. — Joh. Mathesius (1504—1565),
»Hver, sem að reisir hæga bygð«, »Himneski
guð vor herra«, o. fl. sálina. — Nicolatis
Herman (d. 1561), sálmaskáld og tónslcáld,
»t*á kvöldstund síðast kemur mín«, o. fl.
Eftir skáld »reformeruðu« kirkjunnar höfum
vér og marga sálma frá sama tíma og má
þar sérstaklega nefna: Dr. Joh. Zwiclc (1496
—1542), er ort lielir uppstigningardags sálm-
inn: »í dag þá liátíð höldum vér«; hvíta-
sunnuversin: »Drottinn send oss nú anda
þinn«, »Vér biðjum þig ó Jesú Ivrist« og
sálminn »Sá frjáls við lögmál fæddur er«. —
Dr. Wolfgang Meiisslin (1497—1562), er orti
sálminn: »Ó guð vor faðir, sem í himnaríki
ert«, o. fl. — Wolfgang Capilo (1478—1542),
læknir og prestur, orti: »Banvænn til dauða
borinn er. — Mattheus Greiter (d. 1550),
sálmaskáld og tónskáld, »Ó guð minn herra,
aumkva mig«, »Sælir eru þeir allir nú« o. m.fl.
Þetta eru skáldin, sem aðallega hafa lagt
grundvöllinn lil sálmakveðskaparinS hér á
landi, og eftir alla þessa höfunda hefir Guð-
brandur biskup lálið þj'ða í sálmabók sína,
er liann gaf út á Hólum 1589 og sem er hin
fyrsta fullkomin sálmabók með nótum við
marga sálma, og flokkaskipun eftir kirkju-
siðum og hálíðum ársins. Að miklu lejdi er
sú flokkaskipun sniðin eftir Hans JTiomissöns
dönsku sálmabók, er fyrst kom út i Kaup-
mannaliöfn 1569 og siðan var hin eina
sálmabók í Danmörku í 130 ár; i henni eru
269 sálmar, en fyrirmynd þeirrar bókar var
Lúters sálmabókin þýzka er út kom 1545
(Babst Sálmabók.). Auk hinna þýzku sálma
heíir Guðbrandur látið þýða allmarga danska
sálma úr Thomissöns sálmabók og hafa
sumir þeirra náð miklum vinsældum hjá
oss, einkum þó þeir, sem síðar voru teknir
í grallarann, og eru helztir þeirra sálmarnir:
»Herra guð í himnariki«, gamall sálmur, sem
áður var í hinum eldri dönsku sálmabökum,
Klavs Mortensens og Cristiern Pedersens;
dagvísan gamla, »Þann signaða dag vér sjá-
um nú einn«, æfagamall sálmur frá katólskri
tíð; dagvísan nj'ja, »Dagur í austri öllum«,
eftir Erik Krabbe, riddara í Bústrúp; »Kon-
ung Davíð, sem kendi« og »Um dauðann gef
þú drottinn mér«, eftir Hans Thomissön
sjálfan. Við sálma þessa eru hin sömu lög
hjá Thomissön sem eru í Hólasálmabókinni
og grallaranum, nema við sálminn: »Þann
signaða dag«; þar hefir Thomissön danskt
lag, en í grallaranum er svissneskt lag, sem
eiginlega er liið sama og »Sá frjáls við lög-
mál fæddur er«. Meðal annara danskra
sálma í Hólasálmabókinni 1589, en sem ekki
hafa verið teknir í grallarann, má nefna: »í
blæju eg einni er byrgður í mold«, gamall
sálmur, sem finst í Mikkels rímbók 1496, og
bendir íslenzka þýðingin líka á, að hún sé
eldri en venjulegar sáhnaþýðingar vorar, því
þar bregður fyrir fornyrðum, sem eldri eru
en guðfræðisstýll siðaskiftamanna. í þeim
sálmi er þetta vers:
Höfðingjanna hylli’ og traust,
hoskar ei mót drottins raust,
hafir þú ekki heiðrað Krist,
hreppa muntu dauðans vist.
Lagið, sem eflaust er danskt þjóðlag er
líka óbreytt í Hólabókinni. Sálmur er þar
og eftir aðmírál Herlúff Trolle (1516-—1565),
ortur út af 31. sálmi Davíðs: »Drottinn á
þér er öll mín von«, einnig með sama lagi
og hjá Thomissön1) og sömuleiðis: »Heyr þú
til heimsins lýður«, með sínu fagra lagi, er
maður gæti fremur ímyndað sér að væri frá
19. öld en hinni 16., og er næstum undar-
legt að skuli liafa gleymst, því lélt og fjörug
sálmalög liafa ávalt lálið vel í eyrum okkar
íslendinga.
1) í grallaranum er pað lag við sálminn: »Einn
guð skapari allra sá«.