Hljómlistin - 01.04.1913, Síða 8

Hljómlistin - 01.04.1913, Síða 8
54 HÍJÓMLISTIN Margir fleiri danskir sálmar eru í Hóla- bókinni. Jafnframt því sem sálmakveðskapurinn breyttist með siðaskiftunum, breyttisl og sálmasöngurinn. Tónskáld voru þá mörg uppi auk þeirra, sem áður er getið, og sum ágæt, t. d. Claude Goudimel (1505 —1572), franskur söngfræðingur, er valið hefir lög við Davíðssálma þeirra Marots og Beza, og eru þau enn sungin í »reformeruðu« kirkjunni, einkum í Sveiss, Hollandi og Frakklandi; nokkur sálmalög höfum vér þaðan, og hafa þó sum þeirra ekki orðið kunnug hjá oss, fyrri en á síðastliðinni öld, eins og t. d. »Jesú þínar opnu undir«; annars eru lögin öll prýðisfalleg. Þessa Davíðssálma þýddi lögfræðingurinn Ambrosíus Lobwasser á þýsku og urðu þeir mjög vinsælir, þótt þýðingin væri óvönduð, og komu út í mörgum út- gáfum. Ekki eiga Davíðssálmar þeir er vér höfum og eignaðir eru síra Jóni Þorsteins- syni í Vestmannaeyjum, skylt við þessa sálma annað en það, að fyrirsagnir eru þær sömu. Daviðssálmar voru líka í Danmörku er Anders Christensen Arrebo (1587 —1637), orti um sama leyti og vorir eru ortir eða líklega þó nokkru síðar. Þeir sálmar eru prýðisvel kveðnir, því Arrebo var skáld gott, og enda kallaður faðir skáldskaparlistarinnar hjá Dönum. Bæði eru sálmar hans og sira Jóns ortir undir algengum lögum, en Lobwassers eru flestir með nýjum og áður óþektum lögum, sem mörg eru eflaust eftir Goudimel, en nokkur þó tekin úr Strassborgar-sálmabók- unum elztu. Lærisveinn Goudimels er sagl að verið hafi Giovanni Pierluigi da Palestrina (1514—1594), ítalskur söngfræðingur og mest tónskáld allra katólskra söngsnillinga, sem sögur fara af; en engin lög eru til eftir hann í vorum lúterska kirkjusöng. Nokkuð eldri var annar, frægur kalólskur tónsnillingur, Paul Hofheimer (1459 —1537), hirðorganleik- ari Maximilians keisara I. Eftir hann er lagið: »Af djúpri lirj'gð ákalla’ eg þig«, sem upphaflega var þó setl við þjóðvísu. í tón- lagasafni hans er eigi ólíklegt að finnast kynni lagið: »Dagur í austri öllum«, sem sira Hallgr. Pétursson hefir gert ógleymanlegt hjá oss með sálminum: »Alt eins og blómstrið einaw1). Önnur þýsk tónskáld, samtímis Hofheimer voru, Heinrich Isaak (f. nál. 1450, d. 1617), sem fundið hefir lagið: »Nú fjöll og bygðir blunda«, og lærisveinn. hans Lúðvilc Sen/l (f. nál. 1482, d. um 1535), svissneskur að ætt, aldavinur Lúters og sá maður, sem hann virti mest allra söngfræðinga. Þótt Jóhann Waltlier (1496 —1570) væri aðal-að stoðarmaður Lúters við fyrstu útgáfur söng- bóka hans, er það þó víst að liann heflr leitað ráða hjá Senfl um ýmislegt er söngn- um heyrði til, því hjá honum þótlist hann íinna í sönglistinni, meiri þýðleik og betur samblaudaða fegurð, kraft og alvöru, en lijá öðrum tónskáldum þeirra tíma. Senll var katólskur og er ætlun flestra, að hann hafi aldrei fylgt Lúter í trúarskoðunum, enda var liann söngstjóri og organleikari Wilhelms hertoga á Bæjaralandi og lengst af þar við hirðina; má og einnig ráða það nokkuð af bréfi því, sem Lútcr skrifaði honum 4. okt. 1530, þar sem hann biður hann að selja lag 1) Pær upplýsingar sem kunnar eru nú um lag petta eru þær, að fyrst íinst það í sálmabók Hans Thomissöns, Kbh. 1569 við sálminn: »Dét dages nu i 0slen«, og síðan í Sálmabók Guðbrands, Hólum 1589 við »Dagur í austri öllum«, sem er sami sálmur þýddur, og loks er það hjá Mich. Práto- rius í Musae Sioniae VIII. deild nr. 136, við sálm- inn: »Dein Schifflein Jesu Christe«, sem er eftir Daniel Rump. Seinni tírn'fi menn, v. Tucher, Joh. Zahn o. II. sem minnast á lagið, eigna það M. Prátorius, en eru þó í vafa um hvort það sé eftir liann. í raddsetningu Prátoriusar koma greinilega í Ijós tvö lög (Melodier) og er önnur í efstu rödd (sopran) og hin í þriðju rödd (tenor); sú radd- selning er hjá Tueher í »Schatz des evangelischen Kirchengesangs« II. nr. 310. Telja má víst að lagið sé þýzkt, en miklu eldra en svo að það geti verið éftir Prátorius, sem ekki er fæddur fyrri en 1571. Mér eru eigi kunn mörg af lögum Hofheimers, en í þeim sem eg þekki, þykist eg (inna »motiv« til lagsins, í ekki færri en þremur lögum hans, og tónskáldin á þeim tímum notuðu oft sömu »mó- tívin« í söngverkum sínum.

x

Hljómlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.