Hljómlistin - 01.04.1913, Síða 9

Hljómlistin - 01.04.1913, Síða 9
HLJÓMLISTIN fyrir sig við sálminn: »In pace in idipsum«, og kemst síðan svo að orði: »að reyndar sé það ekki hœttulaust fyrir hann að lesa bréf frá sér, en list lians geti ekki varnað sér að rila honum, list sú sem drottinn hafi gefið honum, fram yfir aðra menn, og sem helg- ust sé allra menta, næst guðfræðinni, því fyrir tónum sönglistarinnar flyri djöfullinn sjálfur jafnt og fyrir orðum ritningarinnar«. I3egar þessi þrjú stór-tónskáld þjóðverja voru fallin frá, hnignaði þar sönglistinni nokkuð fram undir aldamótin næstu (1(500), því engir afburðamenn í sönglistinni voru þá uppi, en þó voru margir sem mikla þýðingu höfðu fyrir kirkjusönginn, og fjölgaði þá mjög lögum lútersku kirkjunnar. Helstir þeirra söngfræðinga voru: Joh. Eccard (1553 —1608), söngstjóri í Berlín og víðar. — Lco Hassler (1564—1612), hirðorganleikari í Prag; eftir liann er lagið: »Ó höfuð dreira drifið«. — Cyriakus Spangenberg (1528—1604). — Nik. Selnecker (1528—1592). — Bartolomeus Ge- sius (f. nál. 1555, d. 1613). — Seth. Calvisius (1556 —1616). — Melchior Vulpius (1560— 1616). — Michael Prátorius (1571 —1621) og margir fleiri, sem lög eru eftir í söngbókum vorum. Söngurinn var á 16. öldinni margraddaður og venjulega sungin fjór- og fimmrödduð lög, sem bygð voru á ströngustu reglum »kontra- punktsins« þannig, að hver rödd var sjálf- stæð útaf fyrir sig með sitt eigið lag, sem þó hljómfræðislega rann saman við lög hinna raddanna. Oft voru og lög sungin með fieiri röddum og þótli tónskáldunum mesl fordild í að hafa þær sem fiestar eins og t. d. Jacob Gallus (1550—1591) söngstjóri í Olmixtz setti saman lag með 24 röddum, en þó komst Englendingurinn Thomas Tallis enn þá léngra því hann bjó til lag með 40 röddum, sem hafði 8 soprana, 8 mezzosoprana, 8 kontra- tenóra, 8 tenóra og 8 bassa; lag þetta erenn til i handriti á satni Kristskirkjunnar í Ox- ford. Aðallagið sjálft var jafnan liaft í 3. rödd (tenór) og var þá kallað »Cantus firmus«. í kirkjusöngnum var því þó breytt á síðari 55 hluta 16. aldar og sjálft lagið, sem áður var í tenór lagl í efstu rödd og sungið á sama liátt og nú er. Sá sem þá breytingu gerði var Lucas Osiander (1534—1604), lúterskur prestur og söngfræðingur í Wurtemberg. Áður gat söngurinn ekki verið safnaðasöngur og var því breyting þessi til mikilla bóta, enda varð hún og fljótt almenn. Söngbók Osiand- ers með breytingum þessum kom út í Núrn- berg 1586; í henni eru 50 lög gömul, sem ætluð voru skólum og kirkjum í Wiirtem- berg og í formálanum greinileg leiðbeining um meðferð söngsins fyrir þá sem æfa lögin eftir henni. Á 16. öldinni er hjá oss fræinu sáðtil lúterska sáhna-kveðskaparins og kirkjusöngsins og nær þá þegar nokkrum þroska, en á 17. öldinni blómstrar það hvorttveggja. Þá eru stór- skáldin vor þrjú uppi, síra Sigurður Jónsson í Presthólum, síra Hallgrimur Pélursson í Saur- bæ á Hvaltjarðarströnd og síra Stefán Olafs- son í Vallanesi. Telja má og lleiri góð skáld til þessarar aldar, en fram hjá þeim verður gengið að sinni. Síra Sigurður var elztur þeirra þrímenninga, f. nál. 1600, d. 1661; þar næstur var síra Hallgrímur, f. 1614, d. 1674 og yngstur sira Slefán, f. nál. 1619 en dó 1688. Sálmaskáld voru þeir báðir, síra Sig- urður og síra Hallgrímur langtum framar en síra Stefán, og verulegl sálmaskáld getur liann naumast talist þótt hann hafi þýtt marga sálma og enda frumkveðið nokkra, sem telj- ast mega i góðu gildi enn, t. d. »Kær Jesú Kriste«, »Himnarós, leið og !jós« og »Heyr þú, Jesú, hátt eg kalla«. Veraldlegu Ijóðin hans og tækifærisvísur eru það, sem bezt hafa geymt nafn hans og hjálpar þar víst mikið til, að hann orti undir nýjum og fall- egum lögum, sem almenningur lærði fijólt og kvæðin sjálf findin og liðlega ort. Á því er enginn vafi, að sira Stefán er einn af merkustu mönnum þjóðar vorrar; um liann hefir margl og mikið verið ritað nú á síðari árum í blöðum vorum og timaritum, auk þess sem æíisaga lians er greinileg og vel skráð eftir dr. Jón Þorkelsson framan við

x

Hljómlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.