Hljómlistin - 01.04.1913, Blaðsíða 11

Hljómlistin - 01.04.1913, Blaðsíða 11
HLJÓMLISTIN 57 () Kristur Jesús, guðs kærasti son, kominn af himnaríki, af mildi þú leystir alt mannlegt kyn, mjög svo að föðurnum líki; fyrir þinn son og bitran deyð, þú bjargaðir oss frá synd og neyð, svo oleum að þér víki. I3ú heitir alleina vor hjálparmann, sem himnaríki vildir oss býta. Pú ert guðs lamb það er gæzku vann og gjörðir oss ekki forlíta; þú ert það himneska hjálparráð, höfum vér fyrir þig fengið náð, má oss því enginn ávíta. () heilagi andi, eð liæsta blóm og huggari allra manna, hjálpa þú oss frá djöiladóm og drag þú oss lil hins sanna, því Kristur Jesús, hann keypti oss dýrt, kvölum oss svifti, það er nú skýrt, gef oss hans gæzku að kanna. Lúters sálmurinn er síðastur í sálmakveri Marleins og þýddur eftir frumtextanum, en aðeins þrjá versin; frumsálmurinn er 4 vers. í Hóla sálmabókunum og Grallaranum er hann 5 vers og ætlaður sem kirkjusöngur eftir blessan á 16., 17. og 18. sunnudag eftir trinilatis. í aldamótasálmabókinni, Lrg. 1801, er hann með breylingum M. Stephensens og versafjöldinn því sami og í eldri bókunum, en í síðuslu sálmabókunum frá 1871 og 1886 er hann í nýrri þýðingu eftir lektor Helga Hálfdánarson og þá fyrst 4 vers eins og frumsálmurinn og nákvæmlega þýddur. í sálmakveri Marteins er þýðingin þannig: Vor guð, hann er svo voldugt skjól, verja fyrir oss og skjöldur; hann leysir oss, sú líknar sól, frá langri nauð oss heldur. Sá gamli, grimmi’ óvin, grípur hann alt til sín, makt og margan’prett inóti’ oss hefir lil sett; á jörðu’ er ekki hans líki. Vor eigin makt er einskisverð, allir verðum snart unnir; styrk hönd fyrir oss í stríði er gjörð, sloltir þeir verða bundnir. Kant þú hann kenna hér, Kristur hann heiter, drottinn allsherjar, í dýrð einn guð hann er; hann skal sigurinn halda. Þó veröldin djöíla væri full og vildi’ oss alla gleypa, óttumst vér ekki alt það kruil, að engu verður sú sneypa. Þó lieimsins liöfðingi liér liarðlega ybbi sér, getur liann gjört ei prett því guð Jiefir dæmt hann rétt; eilt guðsorð gelur liann bundið. Samvinna ísl. söngfélaga. í »Óðni« var fyrir nokkrum árum skýrt frá því, að Sigf. Einarsson vildi reyna að koma á samvinnu og sambandi milli ísl. söngfélaga. Hugmyndinni var vel lekið, en engin framkvæmd varð úr. Að minsta kosli er mér eigi kunnugt um það. Þessi liug- mynd er svo ágæt, enda var hún viðurkend — i orði. En það er alls eigi einlilílt. Nú er k’ominn tími til að taka framkvœmdarlökin. En — að því þarf að gæta, að á þessu stigi inálins er það söngfélaganna en eigi nppá- stungnmannsins að beita sér fyrir málið, — sjálfra þeirra vegna. — Eg gjöri ráð fyrir því, að liér í Reykjavík myndu verða bezt tök á því, að velja góð lög og senda söng- félögunum út um landið, og því þykist eg mega treysla, að til Sigfúsar myndi allra manna bezt að leita, ef félögin hugsa alvar- lega fyrir ráði. Eg ætla ekkert að tala um gagn það, er söngfélögin gælu liaft af sambandi og sam-

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.