Hljómlistin - 01.04.1913, Qupperneq 16
62
HLJÓMLISTIN
D-dúr.
d r m 1' s 1 b d
E-dúr.
d
1
Eftir E-dúr kemur F-dúr og svo áfram.
Af þessu má sjá að do er ekki aðeins merki
fyrir c heldur er það undirstöðutónn í sér-
hverri dúrtóntegund. Molltónstigar ganga
allir eins og a-moll og byrja með »Ia«.
Eftir belgisku reglunni liefir söngkennari
Sigfús Einarsson kent hér í skólum og reynst
hún vel, enda er alstaðar viðurkent, þar
sem hún hefir verið reynd, að miklu muni
hvað íljótara sé að læra söng eftir lienni en
eflir gömlu reglunni.
í Danmörku hefir H. Tofte um langan
tíma kent söng eftir belgisku reglunni og
gefið út margar bækur um hana; dálítið
hefir hann þó vikið frá hinni upprunalegu
kensluaðferð. Nú á síðari árum hefir og
annar danskur söngkennari, organleikari Chr.
Geisler, viljað innleiða enn nýjar breytingar
og komist í allharðar deilur við Tofte, en
mest er það út af »do«-nöfnunum (ítölsku
nótnanöfnunum) og vill Geisler í stað þeirra
hafa tölurnar 1—8, sem samsvara tónum
dúrtónstigans. Nú á síðustu árum lieíir Geis-
ler farið til Þýzkalands og haldið þar fyrir-
lestra um kensluaðferð sína, og hefir þeim
verið vel tekið þar. í rauninni er sama hver
aðferðin er notuð, en einfaldari virðist hún
þó vera hjá Tofte. í Englandi er og lík
kensluaðferð höfð, það er Tonic-sol-fa regl-
an, sem kent hefir v.erið eftir þar síðan um
1840. Þá aðferð fann lcona nokkur, Sarah
Ann Glover, en aðalumbætur fékk þó regla
sú hjá prestinum John Curwen, og hefir síð-
an verið kcnt eftir henni í nálega öllum
skólum á Englandi; nótnanöfnin ítölsku höfð
með enskum rithætti: doh ray me fah soh
lah te, en tónhæðin merkt með tölum ofan
eða neðan, og söngnum skift i liði með
punktum og strykum. Regla þessi er mjög
nákvæm en ekki jafn auðveld og belgisk-
finska reglan.
Stærsta orgel heimsins,
Það er ekki ýkjalangt síðan orgel með 50
röddum var talið mikið furðuverk, og það
var það í raun og veru, því til þess að
byggja slikt orgel þurfti að minsta kosti
meira en eitt ár, en á síðari tímum eru
orgel með 100 röddum að vísu ekki víða
til, en þó ekki sjaldgæf. Á sýningunni í
St. Louis 1904 var sýnt orgel með »140
speaking Stops« og nálægt 10 þús. pipum,
og var það álitið að vera hið langstærsta
orgel, er bygt hafði verið til þess tíma, en
Ameríkumenn, sem ekki eru vanir að leggja
yfirburði varnings sins yfir varning annara
þjóða i lágina, töldu í þessum »140 speak-
ing Slops« ýms auka-atriði, sem ekki áttu
neitt skylt við óvenjulega stærð og fullkom-
leik orgelsins, sist svo, að það réttlætti stað-
hæfingu þeirra um það, að það væri stærsla
orgel heimsins. Aftur á móti hafa margir
haldið því fram, að [orgelið í þrenningar-
kirkjunni í Libau með 131 rödd, bygt
1885 (Eisenberg) hafi verið nokkru stærra.
Hér skulu talin nokkur hinna stærslu
hljóðfæra (orgel) sem bygð hafa verið á
siðastl. 50 árum (nafn smiðsins og bygg-
ingarárið er tilfært í svigum);
Orgelið í dómkirkjunni í Ulm með 100
röddum, síðar með 107 röddum (Walker,
1856). Orgelið í St. Sulpiec-kirkjunni í
París með 120 röddum (Cavaille-Coll 1862).
Orgelið í Albertshöllinni í Lundúnum með
110 röddum (Willis 1871). Orgelið í dóm-
kirkjunni í Riga með 124 röddum (Walker
1883). Orgelið í ráðhöllinni i Sydney með
126 röddurn (Hill & Sons, 1890). Orgelið
í ráðhöllinni i Chicago með 109 röddum