Hljómlistin - 01.04.1913, Page 17
HLJÓMLISTIN
63
(Rosevelt, 1891). Orgelið í dómkirkjunni i
Ðerlin nieð 113 röddum (Sauer 1904). Org-
elið í St. Maríu-kirkjunni í Iíevelaar með
120 röddum (Seifert, 1907). Orgelið í Niku-
lás-kirkjunni í Hamborg með 101 röddum
(Röver, 1891). Orgelið í dómkirkjunni í
Magdeborg með 100 röddum (Röver, 1906).
Orgelið í Reinholds-kirkjunni í Dortsmund
með 105 röddum (Walker, 1909). Orgelið
i St. Michaelis-kirkjunni í Hamborg með
163 röddum (Walker 1912).
Iiið síðastnefnda er því nú sem stendur
lang-stærsta orgel heimsins; orgelið, sem var
i kirkjunni næst á undan þessu, var bygl
1770 (Hillebrand) með 68 röddum, en það
fórst í kirkjubrunanum 3. júlí 1906. Aug-
lýsingar um að gera lilboð í smíði á nýu
orgeli kom út 6. febr. 1908 og gerðu þessir
orgelsmiðir lilboð: Walker, Steinmeyer,
Schlag & Söhne, Voit, Jehmlich, Markussen
og Rother. Ilaustið 1909 var lilboði Wal-
kers tekið og laulc hann við orgelsmíðið
síðstl. baust. Eins og áður er sagt, er þetta
orgel með 163 röddum, 12100 pípum, 5
manualer og pedal. Breidd orgelsins er
16,3 metrar eða 26 álnir, hérumbil eins og
hálfur mentaskólinn er á lengd, en bann
er 53 álnir. Á dýptina er orgelið 7,4 metr-
ar cða 118A al., en á hæð 17,6 metrar eða
26 álnir, eins og frá jörðu og upp á miðja
úrskífuna á dómkirkjuturninum (turninn
er alls 33 álnir frá jörðu). Til samanburð-
ar má geta þess, að ,dómkirkjan hér er að
innanmáli, þegar kór og forkirkja eru und-
anskilin, 32 álnir á lengd nnlli galla, l6B/s
al. á breidd niðri og á hæð tæpar 11 álnir
frá gólfi undir etri bita. Stæði orgel þelta
hér á dómkirkjugólfinu langselis, yrði að-
eins góður gangur kring um það, en það
tæki á hæðina 7 álnir upp fyrir mæni
kirkjunnar.
Rúmið leyfir ekki nákvæma lýsingu á
þessu afar-stórfelda og fjölbreytta orgeli, en
þó má geta þess, að öll er byggingin engu
síður nákvæm og smáger í einstökum at-
riðum en hún er stóríeld í heildinni. Org-
anistinn, sem á að handleika þetta mikla
bákn, heitir Alfred Sitlard og sagði hann
fyrir um byggingu þess og var Walkers
önnur hönd á meðan á verkinu stóð; hann
er talinn íramúrskarandi snillingur, eins og
hann á kyn lil.1)
Orgelið er bygt í 5 lofta hæð (Etager); í
sambandi við það eru 2 rafmagns-vindþeyli-
vélar (Walkers), er [senda frá sér 95 ten-
ingsmetra af vindi á hverri mínútu með
200 mm. þrýstingi. Vindleiðslurnar eru til
samans 60 kílómetrar á lengd; væru þær
setlar saman hver fram af annari í eina
leiðslu, mundi hún ná alla leið frá Reykja-
vík austur að Ölvesárbrú, en tvölöld upp
að Kolviðarhól.
Hver manual (en þeir eru eins og áður
er sagt 5) svo og pedalinn er fjölbreytt og
fullkomið orgel út af fyrir sig, þannig, að
þó ekki væri leikið á annað en t. d. ped-
alinn einan, væri hægt að nola bann sem
fullkomið og í alla staði fulluægjandi orgel,
því í honum eru 38 raddir með alt frá 1’
lil 32’ röddum, þannig niðurskipuðum:
Pedal.
1. Grossprinzipalbass 32’
2. Grossgedaehtbass 32’.
3. Prinzipalbass 16’.
4. Gemshornbass 16’.
1) Alfred Sillttrd er fæddur í Hamborg 4. nóv.
1878. Faðir hans var Jósef Sittard (d. 1908) írægur
söngfræðingur og rithöfundur; hefir hann skrifað
sögu kirkjusöngsins, ágæta bók o. ni. fl. Fyrst
lærði Alfred söng og hljóðfæraslátt lieima, og með-
an hann var við mentaskólann par, fékk liann svo
mikið álit, að hann var látinn gegna hálft annað
missiri organlcikara störfum við St. Petriks-kirkj-
una í Hamborg. Árin 1897—1901 var bann við
sönglistaskólann í Köln og vann þar Mendelsohns
verðlaun fyrir »Komposition«. 1902 varð hann
organleikari við Krosskirkjuna í Dresden og lieflr
verið þar síðan, þangað til hann varð organleikari
við Michaelis-kirkjuna í Haniborg frá 1. jan. í
vetur. Alfred Sittard er orgel-virtuos og ágætur
piano-leikari; tónskáld er hann gott lika, og er
því einn af allra efnilegustu söng-listamönnutn
Pjóðverja. Ritsij.