Hljómlistin - 01.04.1913, Page 18
64
HLJOMLISTIN
5. Flötenbass 16’.
6. Kontrabass 16’.
7. Salizetbass 16’ (Sw. IV).
8. Geigenbass 16’ (Sw. IV).
9. Subbass I. 16’.
10. Subbass II. 16’ (Sw. IV).
11. Gedachtbass 16’.
12. Rohrllöte 16’ (Sw. III).
13. Prinzipal 8’ (Sw. III).
14. Oktave 8’.
15. Cello 8’.
16. Bassílöte 8’ (Sw. III).
17. Geigenbass I. 8’ (Sw. IV).
18. Gedachl 8’ (Sw. IV).
19. Rohrquinte lOVs’.
20. Terz 62/b’.
21. Quinte ðVs’ (Sw. IV).
22. Terz 37b’.
23. Septime 27?’.
24. Oktave 4’.
25. Violine 4’. .
26. Ghoralbass 4’.
27. öktave 2’.
28. Salizet 2’.
29. Flachílöte l’.
30. Kornett 16’, 41' (Sw. IV).
31. Mixtur 6f.
32. Bombarde 32’.
33. Basstuba 16’.
34. Posaune 16’.
35. Tuba 8’.
36. Tromþete 8’.
37. Klarine 4’.
38. Horn 4’ (Sw. IV),
í öllu orgelinu eru fjórar 32’ raddir, tutt-
ugu og sjö 16’ o. s. trv. alt niður í 2’ og 1’
og nokkrar þar á milli (t. d. H/í’, 18/b‘ o.
s. frv.), þrjú ldukkuspil og margfaldir
bjöllutónar, yfir höfuð allskonar hljóð-
breytingar, alt frá hinum veikasta hafbylgju-
nið (unda maris) til hinna sterkustu bá-
súnuhljóma.
Jón Pálsson.
Bókafregn.
Organtónar JI., safnað liefir Brynjólfur
Þorláksson söngkennari við Mentaskólann í
Reykjavík. Arinbj. Sveinbjarnarson gaf út.
Verð 3 krónur.
Það er ekkert smáræðissafn hefti þelta,
með ekki færra en fjörutíu og tveim lögum
og það suinum all-löngum.
Það er ekki ætlan mín að skrifa langan
ritdóm um bók þessa; hún mælir áreiðanlega
bezt með sér sjálf. Valið hefir heppnast
mæta vel, — lögin svo að segja hvort öðru
fegurra, enda all-flest eftir fræga tónmeistara.
Og það sem mestu máli skiftir er það, að
mörg þeirra munu almenningi áðui\lítt kunn
og því vekja í hugum margra söngvina nýjan
fögnuð. Má þar tilnefna »Kvöldóma« eftir
norska snillinginn J. S. Svendsen. »Syng
mig heim« eftir Edm. Neupert. »Heilsaðu
heim« eftir Reinecke. Svefnljóð Schumanns.
Intermesso úr »Cavallería Rusticana« eftir
Mascagni. Sorgarlag úr söngl. »Zampa«
eflir F. Herold. Preludium cftir Cesar Franck
»Þjóðlag« eftir Chr, Sinding og síðast, ekki
sist lögin eftir IL Wagner, livert öðru fegurra
(mun það vera i fyrsta sinn, að lög eftir
hann liafa birtst í íslenzkum söngheftum).
Og er óneitanlega mikið í varið, að fá svona
mörg ókunn og fögur lög í eina heild. Þá
eru og í bókinni nokkur lög eftir íslenzka
liöfunda: þá séra Bjarna Þorsteinsson, Helga
Helgason og Inga T. Lárusson.
Bezt þessara laga þykir mér Nr. 10 við ísL-
vísur Guðm. Magnússonar, eftir séra Bjarna.
Það er bæði kröftugt og blæfallegt. En lag
Helga Helgasonar frnst mér næsta litið í var-
ið, og hefði gjarna mátt missast úr safninu.
»Sumarkveðja« eftir Inga T. Lárusson, er
frumsmíði rétf lagleg.
Pappír og prentun bókarinnar er í ágælu
lagi, að undanteknum óþarflega mörgum
prentvillum. Hr. Br. Þorláksson á heiður
fyrir lieftið —■ það er yfir höfuð að tala á-
gælisbók, sem hlýtur að verða vinsæl.
Reykjavík í maí 1913.
Einar P. Jónsson.
Næsta blaðs bíður um samsöngva hér í Rvík o. fl.
Illjómlistiiuii i'ylgrja tvö löy: 1. ITm siunarkvöld
og 2. liæn konung'siiis.
Priíntsmiöjan Ijutenberg — 1913.