Heimir - 01.11.1913, Page 2

Heimir - 01.11.1913, Page 2
98 HEIMIR I Hvenær byrja trúfrelsisskoðanir að gera vart við sig á íslandi? (Framhald.) ------- Lengi munu menn minnast 19 aldar sem endurvakningar tímabils í sögu Islands og síöustu ára iS aldar, sem dagrenn- ingar. Fyrir aldarlokin var dagur runnin út um heim en dauf morgunglæta komin til íslands. “Hjer kveikti einn og einn og' fór á fætur”, segir Þorst. Erlingsson. En fyrir þessa snemmu fótaferS stöku manna, gekk þó fljótar aö vekja á bæj- unum eftir aö dagur var kominn. BJÖRN GIJNNLÖGSSON er fæddur tólf árum fyrir alda- mót, 1788, mestur reikningslistar maöur og stæröfræöingur sem ísland hefir borið. Auk tölvísinnar og stjörnufræöinnar er þaö: “Hugmynd um alheimz áformii) af skoðun guösverka og krist- indómí" sem fyllir huga hans. Er “Njóla", eöa þessar hug- myndir hans, útgefin í fyrsta sinn 1842. Með “Njólu” er stefnt aö ákveðnum tilgangi og það er, aö gjöra guö aö þungamiðju trúarbragðanna, en ekki erfðakenn- ingar ýmsar, er bæði hafa vilt og hrellt hugann og blindaö mönnum sjónir, fyrir gildi skynseminnar og sannieikans, í heimi andans. Jafn hugarhreinn, djúpvís og rökfróöur maður, eins og Hjörn Gunnlögsson, fann til þess, hversu, villandi og fávís, var sá vefur mótsagna og röksemdaleysis sem guöfræöin kendi og iiefndur er friöþægingarlærdómur, Helgunin er í því inni- falin aö vaxa aö náð og þekkingu. “Hið illa í heiminum er vöntun gæöa, vöntun veruleikans eða hins skapaöa, Hiö eig- inlega illa er eins og tóm eða eýöa, og sem tóm er þaö sjálf- gjört, frá eilífð, eins og heimsleysiö, sern gekk á undan heims- sköpuninni. Þaö þarf því ekki aö tilbúast, og hefir þess vegna engan höfund. Guö skapar í tómið og eyðileggur hiö illa. Spurningin um uppruna hins illa, held eg sé upprunnin af mis- skilningi. Tegundir hins siöferöislega illa eru 1. vöntun vizk- unnar, v.öntun rjettrar hugsunar, vanþekking sannleikans, villa,

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.