Heimir - 01.11.1913, Qupperneq 4

Heimir - 01.11.1913, Qupperneq 4
100 HEIMIR Uppruna eöa erföasyndin telur Björn að sje uppruna- heimskan, vöntun skilnings og gatða, en “vizkan er ætluö til aö lærast, en ekki til aö skapast í manni heil, eða í einu.” Er því mannkyniö í eilífri framför. Algjör útskúfun er ekki til, alt sköpunarverkið mælir móti því, en hegning getur veriö um langan tíma, þ. e, meövitund um misgjörö og sársauki yfir drýgöum ógæfuverkum. Þessi hegning skapar þekkingu. Sak- leysi og heilagleiki er sitt hvað. , Sakleysiö er þekkingarlaust, heilagleikinn er lífiö og stöðugleikinn í sannleikanum. “Þjer munuö þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gjöra yöur frjálsa,” er spá um, alfúllkomlegleik allra manna aö lokum. Þessar skoöanir fóru næstum oflangt í fyrstu, til þess menn þyröu eða gætu fylgst meö þeim, og þó uröu þær víöa gleðileg vakning til sjálfstæöis í trúarskoöunum. Meö “Njólu” byrjar höfundurinn fyrstur, fyrir alvöru aö leggja mönnum fyrir sjónir hvílk fásinna slíkt er, aö ætla aö í fáfræöinni s'je fólginn lykill- inu aö guösríki. Og svo heldur hann áfram lengra en þaö, og sýnir og sannar, aö, svo fjarri því að fáfræöin beri meö sjer helgun, aö þá er þaö hún sem útilokar mennina frá sannleik- ans guöi um alla tínia. Fáfræöin er syndin, og uppruna- fáfræöin er upprunasyndin. Þegar hann er búinn aö vekja óbeit og ótta fyrir heimsk- unni, byrjar hann aö leiöa mönnum fyrir sjónir dýrö og mikil- leik guös eins og náttúran opinberar það. Öll ljósadýrö nætur- loftsins er geislaskin fjarlægra sólna. Cg hverri þessari sól fylgja fleiri hnettir en vorri. Þó er allt þetta ekki nema minsti hluti alheimsins, og aö öllum líkindum eru allir þessir reiki- hnettir í hinum sólkerfunum bygðir. Yfir ölium þessum alheimi ríkir guö. 1 heinii þessum býr hann og er lífiö og sannleikurinn. Alheimurinn allur ínyndar fullkomlegleikans heild. Þaöan má ekkert missast. Þar er ekkert óþarft og ekki til einhvers þjónar. Og sannana-dæmi þess dregur höfundurinn fram úr djúpi þekkingarinnar. Orðfæri “Njólu” er alt svo hógvært, kærleiksríkt og mannúölegt aö hún hefir rjettilega áunniö höfundinum það auk-

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.