Heimir - 01.11.1913, Page 14
I IO
HEIMIR
biblían sje æösti dómstóll allra mannlegra kenninga um allt
hvaö er. Aö heimurinn sje alillur, aö djöfullinn sje voldugur
höföingi er ráöi yfir undirheimum og jaröríki, aö meö yfirlestri
ritningagreina veitist, meö brauöi og víni, hold og blóö. Þetta
var kenning Lúters og jafnvel litli katekismusinn einn ber þess
ótvíræðilegt vitni,
Þaö er þessi tilhneiging.aö skipa sjer undir fornheiti, beita
jafnvel sögufölsun til þess aö geta gjört það, sem sprottin er
af þessari varfærnisstefnu, þessari djarfieysisframkomu sem
einkenna viröist svo margt af því sem nú er aö gjörast. Gömlu
nöfnin eru toguð út, yfir þaö nýja, út yfir nýju hugmyndirnar
er aldrei tilheyrðu þeim, unz þau eru dregin í sundur, unz þau,
eöa gloppan öllu heldur, getur tekið yfir alt. Þau eru toguð
og teygö á allar lundir unz þau slitna sundur ein og skinnbótin
hjá kyrkjupúkanum í gömlu þjóösögunni.
Og þaö er það sem veriö er aö gjöra í kyrkjunni á Islandi
við prestaskóla landsins, sem sagöur er lúterskur.
Þaö er alment viöurkent aö hin nýja skoðun trúbragöanna
sje þar viötekin, hið nýja heimsyfirlit, nin nýja guðfræði, en
þessi skoðun er ekki lútersk. Því sem eðlilegt er, greinir skól-
ann og ríkiskyrkjnna, sem er lútersk, á um flest höfuðatriði
trúarlærdómsins, standi kyrkjan viö öll sín lögboðnu játningar-
rit. Þó er veriö aö halda því fram að kennarar skóians sjeu
lúterskir. Sje skólinn lúterskur, hvað er þá kyrkjan? Sje
kyrkjan lútersk, hvaö er þá skólinn? Ég bið menn aö taka þaö
ekki svo aö eg sje aö leitast viö aö halla gildi skólans, þótt eg
neyðist til aö neita því aö hann sje lúterskur, og taki heldur
vitnisburö sögunnar íyrir þvf aö þjóökyrkja íslands sje lútersk
kyrkja, eöa hafi verið, sje hún breytt frá því sem hún var.
Oss er sagt að eftir dauða Jóns biskups Arasonar hafi
komist á lútersk siöabót á íslandi. Lög, kyrkjurjettur, játn-
ingar og helgisiöir lúteskrar trúar eru í lög leiddir í danska rík-
inu meö Krisjáni 3., en katólskum siö burtrýmt, áriö 1536.
Sami konungur innleiðir lúterska kristni á Islandi, og hefir þar
veriö lútersk kyrkja síöan. En^eins og allir vita var hún í
barndómi fyrsta mannsaldurinn eftir siöaskiftin og voru þá