Heimir - 01.11.1913, Síða 16

Heimir - 01.11.1913, Síða 16
I I 2 H.EIMIR -------------------------1-------:----------------------------- Hann er þrí-einn, sem sje faðir, sonur og heilagur andi. Þrenningin heíir sama guBdórn, sonurinn er jafn föBurnuni og heilagur andi jafn fööur og syni. En á hvorn hátt þeir eru undir eins einn og þrír, fáum vjer ekki skilið í þessu lífi. Það er heilagur leyndardómur er enginn má skygnast inn í eða efa. Verk föðursins er sköpun heimsins, verk sonarins, endurlausn mannanna, og verk heilags anda, helgun mannanna, þó eru allar persónurnar samverkandi í hverju um sig, svo að sonur- ins er einnig skapari heimsins og faðirinn helgari maunanna. Guð skapaði heiminn á sex dögum og hvíldist sjöunda daginn og ákvað að hann skyldi verðu mönnum hvíldardagur. Alt skapaði hann af engu, nema manninn og konuna er hann skapaði 6. daginn, Líkama Adams skapaði hann af moldu, og gæddi hann lifandi sálu, það er að segja sínum anda, en kon- una skapaði hann af rifi úr síðu mannsins. Manninn skapaði hann eftir sinni mynd, Alt var fullkomið og gott sem Guð skapaði, Guðsmynd mannsins er ekki eingöngu hans líkam- lega mynd heldur líka fólgin í háleitri þekkingu, hreinu hugar- fari, sæluríkum sálarfriði, þjáningalausu lífi og ódauðlegu lík- amseðli, Með sköpun Adams og Evu stofnaði guð hjónastjett- ina, Hann setti þau í aldingarðinn Eden og leyfði þeim að borða af öllum trjám þar nema skilningstrjenu góðs og ills. Guð heldur öllu við, ber umhyggju fyrir öllu og stjórnar öllu sem við ber í heiminum. Ekkert fær svo borið til að það sje ekki eftir guðs ákvörðun og vilja. Hið illa og mótdræga sömuleiðis sem hið góða er samkvænt hans ráðstöfun og hlýtur ur að verða. Þeir sem illt fremja eru ákvarðaðir af guði til þess, en þó sleppa þeir ekki hjá refsingu, Auk mannanna skapaði guð engla, hvenær, það hefir hann ekki opinberað, Þeir eru vitrir og voldugir andar, hafa engan jarðneskan líkama og því ósýnilegir mönnunum. Þeir voru allir góðir upphaflega en nokkrir syndguðu og urðu óvinir guðs og manna og alls sem gott er. Foringi þessara föllnu engla heitir Satan, eða djöfull, en þeir allir djöflar. Ásæka þeir menn og geta jafnan freistað þeirra,

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.