Heimir - 01.11.1913, Page 22

Heimir - 01.11.1913, Page 22
118 H E I M I R . ist inn í ritninguna. Eigi þessi saga og heldur engan meiri rjett á sjer en aðrar Babiloniskar trúar og goðasagnir. Að maðurinn liafi í fyrstu verið skapaður sem sjerstök vera alfullkominn og syndlaus í mynd og líkingu guðs, ber nýja guðfræðin á móti, og hallast þar, í þvf efni að skoðun breytiþró- unarkenningarinnar. Er sú kenning næsta ólútersk enda sœtt miklum mótmælum frá hálfu lútersku kyrkjunnar. Leiðir af þvf og að ueitað er sannleiksgildi sköpunarsögunnar f heild. að foreldrar mannkynsins hafi verið sett f aldingarð og þeirn bannað að eta þar af einu sjerstöku trje, að syndafall hafi átt sjer stað. I einu orði sagt öll syndafallsagan hlýtur að falla. Það voru engir syndlausir og allullkomxnr menn til á fyrsta mannkynsaldrin - um, tilað tælast ogfalJa, og eigi heldurnokkur talandi höggormur. Uppruna hvildardagsins á þann liátt sem híterska kvrkjan skýrir frá rxeita nýguðfræðingar alveg, enda leiðir það af sjálfu sjer, hafi sköpunin verið með öðru móti en þessi ritningarstaður um hvíldardaginn segir frá, þá er hvíldardagurinn ekki svo til orðinn sem lút. trúin segir. Má það og lfka heita furðulegt, að um leið og lút. kyrkjan segir að skaparinn hafi hvílst frá sköpunarverkinu sjöunda daginn, og blessað hann og boðið að hann skyldi verða hvíldardagur manna; og á sama tfma sem kyrkjan segir um sig sjálfa að hún ein haldi fast, við ómengaða lærdóma guðs crða, býður hún að halda heilagann fyrsta dag vikunnar, þvert ofan í boð skaparans. Kenningu lút. kyrkj. um forsjón guðs, að hann hafi ákveðið allahluti fyrir, svo jafnveJ liið illa sem mennirnir gjöra sje þeim fyrirfram ákvarðað, liafna flestir nýguðfræðingar, enda er þá frjálsæði mannsins ekkert, því livaða kost á hann á því að velja ef guð sjálfur hefir fyrirliugað hann til einlivers verks. Og til livers er [>á að vanda um við menn um breytni þeirra, ef þeir ekki geta að henni gjört. Til lxvers er að refsa þeim, til hvers að setja þeixn lög, Þeim hafa [>á allareiðu verið sett órjúfandi lög er þeir fá ekki annað en fylgt fram til dauðans. Flestir ný. guðfræðingar neita að guð sje höíundur þess illa, f tnannlffinu, heldur sje það sprottið af vanvisku mannanna sjálfra og livar þeir standa á þroskabraut fullkomnunarinnar. Að þeir eru ekki búnir að ná því hámarki að þekkja það senx ávalt ber að gjöra og beztar liefir afleiðingar. Verður því syndin eftir þessari skoðun

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.