Borgarinn - 24.12.1923, Blaðsíða 2

Borgarinn - 24.12.1923, Blaðsíða 2
2. BORGARINN Tunglskinsnótt. Ó, blíða, fagra, bjarta nótt, þú bestu hugsun vekur, og mánaskin þitt milt og rótt úr mannsins sálu hrekur hvert sortajel og sorgarský, er sálgar lífsins yndi; þú lætur vonir lifna’ á ný, sem löngum dóu’ í skyndi. Þín tállaus fegurð, tunglskinsnótt, og tignin sanna, hreina, er svalalind og sefar hljótt þá sorg, er margir leyna. í þinni kyrð er kært að fá að krjúpa í lotning niður og láta tárin lauga brá; — ó, ljúfi næturfriður. Þín tign er himnesk, tunglskinsnótt, þú tryggur reynist vinur, og heyrir andvarpsorðið hljótt, sem aðþrengt hjartað stynur. — Æ, láttu alla finna fró, sem friðar hjá þjer leita, og sefa harm, en sendu ró, er sálum lækning veita. Þ. að hvessa mundi þegar fram á daginn liði. Móðir mín hjelt samt at mundi hanga í honum fram Tindir kvöldið, og afrjeð því að senda mig nú í kaupstaðinn. Jeg lágði af stað klukkan ellefu um Ti' '’rgunij n. Út í kaupstaðinn var tveggja klukkustunda gangur í góðu færi. Bn í þetta skifti var jeg þrjár Uukkustundir þangað, því snjór var orðinn alldjúpur og seingeng- inn. — Jeg náði kaupstaðnum í sama veðri, og athafnaði mig þar eins fljótt og jeg gat. Klukkan var orðin fjögur þegar jeg lagði af stað heimleiðis, með skúfhólkinn í brjóstvasanum, og Ijereftsposa á bakinu með nisínum í jólagrautinn og jólaköku, sem vin- kona móður minnar í kaupstaðn- um sendi henni. Það sem jeg var kátastur yfir að hafa meðferðis, var þó skúf- hólkurinn. Jeg hlakkaði sannar- lega til að sjá hana systur mína í nýju peysufötunum um jólin, — sjá hana í síðu pilsi með mittis- svuntu, með hvítt slifsi og skott- húfu og hárið í fjórum fljettum, alveg eins og fullorðnu stúlk- urnar — og um leiö og jeg fleygöi posanum á bakið og lagði af stað, þá þreyfaði jeg í brjóstvasanum eftir hólknum. — Jú, í vasanum var hann, vandlega innvafinn í rauðan pappír. — Hann hlaut að vera fallegur svona ný „uppsoð- inn' ‘, en jeg vildi ekki skoða hann fyr en heim kæmi — jeg ætlaði að geyma mjer þá ánægju þang- að til. Mjer sóttist ferðin betur.heim, heldur en úteftir um morguninn, enda þótt erfiðara væri að sækja á móti veðrinu, sem heldur færð- ist í aukana með kvöldinu, og myrkur væri orðið af nóttu. Hug- urinn heim bar mig hálfa leið. Klukkan sjö náði jeg heim heiln og höldnu. Yngri systurnar voru komnar í jólafötin. Elsta systir mín beið eftir skúfhólknum. Nú tók hún hann innan úr pappírnum og festi hann í skúfinn. Blóðrjóð og brosandi stóð hún á gólfiuu í baðstofunni. En hvað þau fóru lienni vel, en einkum var það þó liólliurinn sem skartaði. Það staf- aði bókstaflega af honum þegar Ijósið frá lampanum, sem hjekk í miðri baðstofunni fjell skáhalt á hann. Þegar við systkinin vor- um öll komin í jólafötin, mamm.a setti aðeins upp hreina svuntu því liún átti eftir að mjólka laina, þá fengum við að borða. Riir svið og lundabagga, brauð og smjör, og sætt kaffi á eftir með pönnu- kökum og jólakökunni, sem jeg kom með úr kaupstaðnum. Að lokinni máltíðinni fengum við yngi systkinin sitt kertið bvert, sem við kveiktum á og ljetum standa á borðinu. En elsta systir min settist við borðið, tók skúf- inn fram fyrir öxlina og leit á hólkinn, og brosti svo ánægju)ega til mín, að mjer fanst með því rð fulln launuð kaupstaðarferðin. Mamma tólt nú húslestrarbókina ofan af hillunni, setti upp gler- augun og byrjaði að lesa jóla- lesturinn. En við börnin fólurn hendur í skauti og hlýddum á, meðan vindurinn þaut eftir bað- stofuþekjunni og þeytti snjó- fiyksunum út eftir alhvítri flath- eskjunni. Austman n. Úr bæmmi. Jólamessur. í þjóðkirkjunni: Að- fangadagskvöld kl. 6, síra Árni Björnsson. Jóladag kl. 1, síra Sig- urjón Arnason. Annan jóladag kl. 1, síra Arni Björnssön. í fríkirkjunni: Aðfangadagskvöld kl. 7, síra Ólafnr Ólafsson. Jóladag kl. 2, síra Ólafnr Ólafsson. fíorgaraf undurinv, er lialdast átti á fimtudaginn fórst fyrir vegna veð- urs en var lialdinn á föstudagskvöld kl. 8. — Mættu þar báðir ráðherr- arnir og hjeldu fast við þau svör or þeir áður höfðu gefið, aö þeir vildu ekki veita undanþáguna án þess að I vita um vilja þingsins. — Tvent var það er fram kom á fundinum, er get- ur varðað oss Hafnfiröinga miklu í þessu máli; annað að forsætisráð- herra lofaði að stuðla að því að þingsetningu yröi flýtt, vegna þessa máls, um einn inánuð eða fram 1 il 15. janúar; og hitt að atvinnumála-

x

Borgarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarinn
https://timarit.is/publication/444

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.