Brúin


Brúin - 18.05.1929, Blaðsíða 1

Brúin - 18.05.1929, Blaðsíða 1
1. árg. og fyrverandi bæjargjaldkeri ljetst að heimili sínu, Merkurgötu 3 hjer í bænum, laugardaginn 4. þ. m. — Er með honum í val fallinn einn af bestu og merkustu borg- urum þessa bæjar. Hann var fæddur í Móakoti í Garðahreppi hinn 26. marz 1873, og ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir fermingaraldur, fyrst í Móakoti og svo í Reykjavík um tveggja ára tíma, eða alt þangað til hann fluttist til Hafnar- fjarðar. Guðmundur var af ágætu bergi brotinn. Faðir hans, Helgi, var GuðmUndsson bónda og smiös í Lambhúsum á Álftanesi, Jakobs- sonar bónda að Húsafelli í Hálsa- sveit, Snorrasonar prests Björns- sonar á Húsafelli. Móðir Guðmund- ar .var Rannveig Magnúsdóttir Thorberg frá ísafirði. Magnús faðir Rannveigar var Hjaltason; sá Hjalti var bróðir síra Ólafs föður Bergs landshöfðingja Thor- berg. — Hingað til bæjarins fluttist Guð- mundur árið 1886, þá 13 ára garnall, og dvaldi hjer æ síðan. Á Flensborgarskólann gekk hann þegar eftir að hann kom hingað og útskrifaðist þaðan með ágætum vitnisburði. Annarar slcólamentunar naut hann ekki. Snemma kom það í ljós, að Guðmundur var óvenjulega rnikl- um og góðum hæfileikum gæddur. Bar þegar í æsku mjög á þeim kostum, er einkendu hann alla æfi: skapfestu, samvitskusemi, skyldurækni og framúrskarandi starfhæfni. Enda var honum snemma trúað fyrir vandasöm- um og ábyrgðarmiklum störfum. Þegar á námsárum sínum í Flensborg gerðist hann aðstoðar- maður og sýsluslcrifari hjá Franz Siemsen sýslumanni, og mun hann hafa gengt því starfi, að meiru eða minna leyti, um 16 ára skeið. Jafnhliða þessu starfi, svo og síðar, stundaði hann skrifstofu- störf, aðallega hjá Aug. Flygen- ring kaupmanni. — Þegar Hafnarfjörður fekk bæjar- rjetlindi, árið 1908, var Guð- mundur kosinn bæjarfulltrúi, og átti hann sæti í bæjarstjórn upp frá því í 18 ár samfleytt, eða þangað til 1926. Bæjargjaldkeri varð hann árið 1908 og gengdi þvi starfi til ársins 1925, en gjald- keri hafnarsjóðs var hann til æfiloka. Gjaldkeri Sparisjóðs Laugardaginn 18. maí 1929 25. tbl. Hafnarfjarðar var hann frá árinu 1909 til hinstu stundar og átti jafnframt sæti í stjórn sjóðsins. í yfirkjörstjórn Gullbringu- og Kjósarsýslu átti hann sæti frá 1912. Þá er Brunabótafjelag ís- lands var stofnað, árið 1917, varð Guðmundur umboðsmaður þess hjer í bænum og gengdi hann því starfi upp frá því. — Auk hinna opinberu starfa, sem þegar hafa verið talin, voru Guð- mundi falin mörg önuur ábyrgð- armikil störf við ýms fyrirtæki í bænum. Þannig var hann for- stjóri h.f. „Dvergur" í nokkur undanfarin ár og forstjóri h.f. »Höfrungur« 1924—1927. í stjórn »Kaupfjelags Hafnarfjarðar« var hann frá 1922 til dauðadags og jafnframt gjaldkeri fjelagsins. Öllum þessum mörgu og vanda- sömu störfum gengdi Guðmundur með sjerstakri alúð, trúmensku og samviskusemi, og munu allir, sem til þektu á einu máli um það, að hyggnari, vandaðri og heiðvirðari mann til hverskonar trúnaðarstarfa hafi tæplega getað. Sem dæmi um traust það, er Guðmundur naut, má geta þess, að þótt hann hefði miklar og margvíslegar fjárreiður á hendi, bæði fyrir hið opinbera, fjelög og einstaklinga, var aldrei krafist eyris ábyrgðar eða tryggingar af honum, og mun það fátítt — ef ekki einsdæmi — að menn njóti slíks trausts nú á tímum. Voru þó sjóðir þeir, er hann hafði undir höndum, mjög stórir, svo sem bæjarsjóður og Sparisjóður- inn, auk margra annara sjóða er hann hafði umsjón með og varð- veitti. í öll þau ár, sem Guðmundur átti sæti í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, var hann jafnan í tveimur ábyrgðarmestu nefndum bæjar- stjórnarinnar, fátækranefnd og fjárhagsnefnd, — og orkar það eigi tvímælis, að áhrif hans á mál þaú, er nefndirnar höfðu til með- ferðar, hafi jafnan miðað til hags og heilla, bæði íyrir bæjarfjelagið og einstaklingana, sem mál sín áttu undir nefndum þessum. Mun svo hafa verið um öll þau mál, er Guömundur ljet sig skifta, því að hann var afburða glöggur á alt það, er verða mátti hverju máli til hins betra. — Mikill áhugamaður var Guð- mundur um stjórnmál og ýms almenn mál, ei vörðuðu hag al- mennings og ættjarðarinnar. í sjálfstæðisbaráttunni tók hann drjúgan og góðan þátt og stóð ávalt framarlega í llokki j)eirra, er lengst vildu ganga i kröfunum um að heimta aftur hið forna frelsi þjóðarinnar. Eftir að sjálfstæðisbaráttan var til lykta leidd með sambandslög- unum 1918, snerist áhugi hans að innanlandsmálum. Var hann mjög á móti lausung þeirri og stefnuleysi, er honum þótti all- mikið bera á í hugum og fari sumra hinna yngri manna, sem ginkeyptir gerðust við nýjum út- lendum stjórnmálastefnum, þótt sýnt væri, að ekki gætu þær átt við okkar háttu. 1 framkomu var Guðmundur prúður og hógvær. Raungóður var hann og trúr vinum sínum, en ekki mun örgrant að andstæð- ingum hans í opinberum málum hafi þótt kenna kulda nokkurs hjá honum og fastrar fyrirstöðu, þvi að við hann mun hafa átt, mörgum fremur, að hann væri „þjettur á velli og þjettur í lund“. Hann var ómyrkur í máli, opin-, skár og einarður við hvern, sem í hlut átti, og lítið gefinn fyrir að láta þokast um skoðanir sínar. En jafnan gætti hánn hófs, hvort sem var í meðhaldi eða mótstöðu, enda hvorug afstaðan tekin nema að óvenjulega vel athuguðu ráði. Bindindismaður var Guðmund- ur alla æfi, og um margra ára skeið einn af helstu forvígismönn- um Goodtemplarareglunnar hjer í bænum. Vann hann að Reglu- málum meö þeirri ósjerplægni og skyldurækni, sem honum var eiginleg við öll þau störf, er hann rækti, enda naut hann þar, sem annarsstaðar, óskoraðs trausts og virðingar samstarfsmanna sinna. — Hinn 28. nóvember 1896 kvænt- ist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Vjgdísi Þorgilsdóttur frá Þórukoti í Njarðvíkum. Ekki varð þeim barna auðið, en eina stúllui, Matthildi að nafni, kjöru þau sjer í dóttur stað og fóstruðu upp. Er hún nú fullvaxta og gift Garð- ari S. Gíslasyni bifreiðarstjóra í Reykjavík. — Að Guðmundi Helgasýni er mikil eftirsjá fyrir þetta bæjar- fjelag, og mun sæti hans vand- fylt. ____________________ Orðsending til Flcnsborgara, cldri og yngri. Á fjölmennum fundi, sem hald- inn var í Flensborgarskólanum 28. apr. s. 1., var samþykt að stofna „Nemendasamband Flens- borgarskólans“. Tilgangur þessa sambands er, samkv. 2. gr. sam- bandslaganna: 1. að efla gengi Flensborgarskól- ans í hvívetna, 2. að stofna sjóð til styrktar efni- legum en efnalitlum nemend- um við skólqnn, og ennfremur til að prýða væntanlegt skóla- setur, 3. að sameina eldri og yngri nem- endur og kennara um þessi og önnur áhugamál. Ástæðurnar til þessarar sam- bandsstofnunar voru margar, og skal hjer aðeins nefnd ein þeirra. Flensborgarskólinn verður að þrem árum liðnum 50 ára, og væri ekki óviðeigandi, að nem- endur hans mintust þess atburðar á einhvern hátt. Áuk þess er komin sú hreyfing á öll málefni skólans, að búast má við að ein- hver breyting verði á högum hans í náinni framtíð, og ættu nemendur skólans allir, þeir er til hans bera hlýjan hug, að vera samtaka um að efla alla þá við- leitni, er miðar skólanum til þrifa. Á stofnfundi sambandsins, er fyr getur, voru saman komnir um 100 Flensborgarar, alt frá hinum fyrsta árgangi, útskrifaðfr 1884, til hins síðasta, og voru allir einhuga um stofnun sam- bandsins. Við undirritaðir, er kosnir vor- um í stjórn sambandsins, leyfum okkur því hjermeð að skora á alla Flensborgara, eldri sem yngri, er þetta sjá eða heyra, að gerast meðlimir í sambandinu, og til- kynna þátttöku sína hið fyrsta. Ritari sambandsins gefur fús- lega allar upplýsingar, og tekur á móti áskriftum. Hafnarfirði, 10 maí 1929. Einar Porgilsson, (formaður). Gunnlaugur Krisimundsson, (gjaldkeri). Emil Jónsson, (ritari). Lokunartími lyfjabúðarinnar. Alla virka daga kl. 8 síðd. Sunnudaga og helgidaga kl. 7 síðdegis.

x

Brúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brúin
https://timarit.is/publication/448

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.