Brúin - 18.05.1929, Page 3
foRÚlN
3
Hjelt hann pví Dýravininum út,
meðan tök voru á. En þar kom, að
útgáfa hans varð að falla niður.
Nokkuru síðar var ritið endurreist
undir stjórn Jóns fræðslumálastjóra
Pórarinssonar, er tók við formensku
Dýraverndunarfjelagsins cftir Tryggva
látinn. Ritið var þá nefnt Dýravernd-
arinn og kom út sex sinnum á ári.
Síðan hefir Dýraverndarinn verið
aukinn svo, að nú kemur hann ut
að minsta kosti átta sinnum á ári, í
miklu stærra broti, en áður, og cr
alloft prýddur myndum. Og pó er
verð árgangsins nú áð eins 3 krónur.
En Dýravcmdunarfjelaginu dylst
eigi, að ærið mörg verk á pað enn
óunnin í parfir dýraverndunarmálsins,
er skylda ber pað til að vinna. Og
ódubð er fjelaginu, að á engu er því
eins rík nauðsyn og að geta eflt
Dýraverndarann, stækkað hann og
gert fjölbreyttari, en nú er, og út-
breitt hann meðal pjóðarinnar svo
sem verða má.
Nú hefir stjórn Dýráverndunar-
fjelagsins falið ritstjórn Dýravernd-
arans peim manni, er um má vita,
að fátt lætur sparað, til pess að blaðið
verði sem nýtilegast að efni og frá-
gangi, og auk pess mun sá maður
leiða fæst hjá sjer, er verndun dýra
má til góðs horfa. Ætti pví Dýra-
vérndaranum að vera sæmilega borgið
um efnisval og mcðferð pess, eins
og nú er komið.
En fjárhagur Dýraverndunarfje-
lagsins er eigi rúmur, 04 paö heftir
eigi sízt framkvæmdir pess. Dýra-
Allskonar
prentun bezt
og ódýrust
r
I
Hf. Prentsm. Hafnarfj.
verndarinn hefir nú of fáa kaupend-
ur, til pess að hann sje eigi byrði á
fjelaginu. Og til pess eru kaupendur
hans einnig ot fáir, að hann og mál-
etnið, sem hann beitist tyrir, megi
ná til peirra flestra, er telja verður
nauðsynlegt, að fengi vitneskju um
cfni hans. Og loks eru kaupendur
hans, eins og nú stendur, mikils til
of fáir, til pess að von megi vera um
að geta framkvæmt pá nauðsyn, að
auka blaðið enn við komanda áramót.
Fyrir pví leyfi jcg mjer hjer með
í nafni Dýraverndunarfjelagsins að
snúa mjer til allra góðra manna,
kvenna og karla, með peirri ósk, að
menn gcrist nú pegar kaupendur að
Dýraverndaranum og styðji pann
vcg citt mesta menningarmál pjóðar
vorrar.
Reykjavík, 18. apríl 1919.
Virðingarfyllst
Þorleifur Gurmarsson,
form. Dýraverndunarfjel. Islands.
Fjelagsbókbandið. Reykjavík.
Húsnæði.
2 herbergi og eldhús
óskast til leigu
14. júní n. k.
F. Hansen
Veggfóðrið er komið
er afhent hjá Jóni B. Pjeturssyni.
100 teg. úr að velja.
Gunnl. Stefánsson.
Egg á 15 aura
hjá
Gunnl. Stefánssyni.
Skyr
mjög gott fæst alla daga
í
Verzl. Eyj. Kristjánssonar,
Sími 86.
Glænýtt nautakjöt
af ungu.
Hangikjöt
og spikfeitt frosið dilkakjöt-
Bestu vörurnar eru í
Kjotbúð Hatnarljarðar
Sími 158.
Fermingarkort
og
fermingargjafir
í fjölbreyttu úrvtili:
Sálmabækur, og ýmsar ágætar
hækur. — Lindarpennar, silfur og
gull blíantar og fjöl margt fl.
Heppilegustu og bestu kaupin í
Verzlun
Þorv. Bjarnasonar.
íshúskjöl er á lörum, en
spaðsaltaða kjöiið
afbragðsgóða
fæst ennþá í lausri vigt og heilum
tunnum með lága góða verðinu í
Kauptjelagj Hainarfjarðar
Sírni 8.
Fljótir nú meðan nokkuð er eptir!
Leyndarmál Suðurhafsins
Jessop stóð hjá Thorne, þegar skipstjórinn
tilkynti hvar skipið væri statt. Hann æpti upp
yfir sig.
„Hvað er að þjer?“ spurði Thorne.
„Hugsið yður, herra! Við erum hjerumbil
á sama stað og „Anna Pixley“ var, þegar
síðasta staðarathugunin var gerð þar um borð.
Eyjan sem---------.“
„Já, hvað ætlaðir þú að segja um hana?“
sþurði Thorne áfjáður, þegar Jessop virtist
ekki ætla að segja meira.
„Hún hlýtur að vera hjerna skamt frá, —
að eins ofurlítið norðar, ef mjer skjátlast ekki
því meira.“
Thorne skundaði niður í klefa sinn og fór
að athuga uppdrætti sína. Sjómaðurinn hafði
á rjettu að standa. Stormurinn hafði hrakið
„Naida“ svo mikið af rjettri leið, að hún var
komin í nálægð við eyna, sem Jessop hafði
skolað í land á. — Thorne varð altekinn af
sterkri löngun til þess að komast þangað
þegar. — Gat hann með góðri samvitsku farið
fyrst til Aukland og svo þaðan aftur, úr því
hann var, sem sagt, rjett við eyna, sem faðir
hans, Edgar Thprne, ef til vill ól aldur sinn
á? Nei, hann fann að hann gat það ekki. —
Hann hljóp upp til skipstjórans, sem var í
óða önn að láta aka seglum og beita skip-
inu í suðlægari stefnu.
„Latimer skipstjóri“, sagði hann og bar ótt
á, „vitið þjer hvar við erum staddir?“
„Ha — hvað eigið þjer við? Jeg var að
ijúka við að gera mínar athuganir, svo að
jeg hygg að jeg viti það.“
«Jeg á við, hvort þjer vitið það, að við
erum mjög nálægt þeim stað, sem „Anna
Pixley“ brann?“
„Nei, getur það verið!“ hrópaði skipstjór-
inn. „Náið í uppdráttinn.“
Thorne náði í uppdráttinn og sýndi honum
staðinn, sem hann taldi eyna vera á. — „Og
Jessop segir að hún sje ekki langt hjeðan,
að eins nokkuru norðar“, sagði Thorne. „Ætli
að við findum hana ekki, ef við sigldum í
áttina í einn eða tvo daga?“
Skipstjórinn hafði komist í geðshræringu við
að heyra þessar frjettir, og athugaði því upp-
dráttinn nákvæmlega.
„Við mundum tefjast nokkuð, ef enn væri
breytt stefnu“, sagði hann hugsandi, „og þessi
ferð er sannarlega orðin nógu löng. Hvað
ætii að Undercliff & Monckton segðu?“
„Jeg ábyrgist Underciiff", sagði Thorne.
„Jeg er þess fullviss, að hann myndi sam-
þykkja það“.
„En, eins gæti farið svo að við yrðum að
hringsóla og leita að eynni í heila viku.
Líka gæti það hent sig, a'ð við fyndum hana
sem sagt undir eins“.
„Mjer finst það ekki breyta svo miklu,
hvort við yrðum í tvo daga eða viku“, svaraði
Thorne. »Við erum komnir svo langt úr leið
hvort sem er«.
»Við skulum heyra álit Sessions um þetta«,
sagði skipstjóri og kallaði á 1. stýrimann.
Sessions kom þegar og Pepper með honum.
»Hlustið þjer nú á«, mælti skipstjóri, »og
segið mjer svo yðar álit. Þjer vitið til hvers
herra Thorne hefir tekist þessa ferð á hendur
með okkur. Nú hefir hann uppgötvað þaö, að
eyjan, sem hann ætlar að finna, muni vera
skamt í norður hjeðan. Hann óskar þess að
við breytum stefnu skipsins og siglum því
til norðurs í einn eða tvo daga, til þess að
reyna að íinna eyna. Hver er yðar skoðun á
þessu, Sessions, þjer eruð svo kunnugur hjer?“
Stýrimaðurinn tók uppdráttinn og athugaði
hann nákvæmlega.
„Jeg veit svei mjer ekki hvað jeg á að
segja um þetta“, mælti hann fremur seinlega.
„Er nokkuð útlit fyrir að við fáum eitt
stórviðrið enn í bráðina?“ spurði Latimer.
„Aðalatriðið er, að veðrið verði skaplegt. Jeg
veit ekki hvort að gamla „Naida“ Jiolir að
verða fyrir lleiri skakkaföllum, heldur (*n hún
hefir þegar orðið fyrir í þessari ferð. — Hafið
þjer mælt lekann í skipinu í dag, Pepper?“
Pepper hafði ekki gjört það, og fór því
þegar til þess, því að á því gat í rauninni
oltið, hvort fara skyldi þennan útúrkrók eða
ekki.
I!
„Jeg get ekki sjeð að neitt sje á móti því
að gjöra það, sem þjer voruð að tala um,
skipstjóri“. mælti Sessions. — —
„En jeg sje margt á móti því“, var sagt
að baki þeim.
Thorne sneri sjer snögt við og stóð þá
andspænis Carter Monckton.
„Hvað segið þjer herra minn? Hafið þjer
nokkuð að segja í þessu máli?“ spurði Latimer
skipstjóri alveg forviða.
„Jeg mótmæli því, að stefnu þeirri, er
„Naida“ hefir nú, verði breytt um einn einasta
þumlung“, mælti Monckton rólega.
„Jæja, svo þjer gerið það?“ hrópaði Latimer
sótrauður í framan.
„Já“, svaraði Monckton, en jeg er ekki með
því að álasa yðui» skipStjóri, en pessi ferð
er orðin löng og kostnaðarsöm og kostnaður-
inn eykst með hverjum deginum, sem liður.
Jeg er umboðsmaður föður míns í þessu máli,
og jeg legg blátt bann við því, að „Naida“
verði siglt í aðra átt en beina leið til Auk-
land.“
Enginn mælti orð í fulla mínútu. Sessions
varð þungur á brúnina og skálmaði þegjandi
aftur að stýrishjólinu.
„Hversvegna ertu að blanda þjer í þetta?“
spurði Thorne fokreiður. „Ertu fullur enn þá
einu sinni, eða hvað?“
„Segið ekki meira, herra Thorne“, greip
Latimer fram í. „Látið mig einan um þetta.
Jeg vona, að það sje jeg, sem er skipstjóri á
skipinu, enda þótt jeg hafi fulla ástæðu til að
efast um það, þegar þið takið til að rífast.“
Monckton sneri sjer að Thorne og rnælti:
„Þjer skuluð ekki fá þetta skip í tilgangs-
laust uppgötvunarferðalag, herra Thorne. Viljið
pjer endilega ílækjast um alt Kyrrahafið til
pess að leita að einhverri eyju, sem ef til
vill er ekki til nema í þjóðsögu, þá getið
þjer gjört það fyrir mjer, en til þess fáið þjer
ekkert af skipum verzlunarfjelagsins Under-
cliff & Monckton."
„Hve langt er síðan að þjer fenguð umboð
fyrir þetta fjelag?'1 sþurði Thorne.