Brúin


Brúin - 18.05.1929, Blaðsíða 2

Brúin - 18.05.1929, Blaðsíða 2
♦BRÚIN 2 Guðmundui r Helgason framkvæmdastjóri. Heyrist þungur hjeraðsbrestur. Þar var raungæf hugsun hnituð, Hrynur skarð í varnarmúra. hald í skoðun, greind í svörum, Undan höglum örlög-skúra — töluð orð aí vitrings vörum arinn hver um Fjörðinn gnestur. voru betri’, en flestra rituð. Þegar máttar-stoðir stökkva, Lítt var svipul lundin ríka, stendur öld sem þrumu lostin — ljet ei föst úr stefnu reika. lúta menn, sem meiður brostinn, Aldrei mundi’ í öfgar skeika, marðir undir tregans nökkva. ætti landið marga slíka. — Einum vor er fylking færri — Þigðu kærstu þökk frá vini — fjölda maki í öllum störfum þögla ást í ljóði mínu. óveill stóð á aldahvörfum, Lítinn sveig að leiði þínu öðrum flestum meiri’, og stærri. legg jeg hjer í kveðjuskyni. Ráðsnjall bar fram rök í málum, Vegir skilja. Far í friði! rætur dýpstu glöggur skildi; Fylgir ylur veikra tóna. insta mat hann eðlisgildi, Tak við umbun trúrra þjóna — yíirborðsins hnekti sálum. tignarstöðu’ á æðra sviöi. ,KÖfe/'nn ,öjc/urósson. BRÚIN Vikublað, kemur út á hverj- um laugardegi. Útgefendur: Nokkrir Hafnfirðingar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson. Sími 120. Auglýsingar, afgreiðsla og innheimta: Helgi Guðmundsson. Sími 47. H.f. Prentsm. Hafnarfjarðar. Þingfrjettir. (Yfirlit frá 4.—8. maí). Á laugard. 4. maí var kjallara- íbúðarfrv. Ingibjargar á dagskrá í E.d. Ivom það nú frá nefnd, og hafði tekið miklum breytingum. Skal samkvæmt frv. útrýma öll- um kjallaraíbúðum skaðabóta- laust á 20 árurn, í stað 30, sem upphaflega var til ætlast. »Bannað er að innrjetta kjallara til íbúðar í húsum, sem hjereftir verða bygð.« Ennfremur var kjördags- færslan rædd nokkuð og vísað til nefndar. í N.d. var laganefndin afgreidd til E.d. Mestur fundarlíminn fór þvínæst til þess að ræða frv. Hjeðins um verkamannabústaði. Var þeim umr. ólokið. Mánudag- inn 6. maí voru Hafnarlög Hafnar- fjarðar afgreidd sem lög frá Al- þingi, eins og áður hefir verið skýrt frá. Sömuleiðis var Búnaðar- bankinn að lögum þann dag. í N.d. voru verkamannabústaðir enn til umræðu. Með því að hjer er um merkilegt mál að ræða, sem skiftir kaupstaðina miklu, ef samþykt verður, þá þykir rjett að gera nánari grein fyrir frv. Stofna skal byggingarsjóði í kaupstöðum landsins. Ríkissjóður og bæjarsjóður leggja hvor um sig fram sem nemur 2 kr. á hvern íbúa kaupstaðarins, auk ábyrgða, ef á þarf að haldai Sjóðir þessir lána til samvinnufjelaga verkamanna, sjómanna og starfsmanna ríkis og bæjarfjelaga, til húsbygginga gegn 1. veðrjetti og skulu lánin afborgast með 5% vöxtum á 42 árum. Ef samvinnufjelag (bygg- ingarfjelag) er ekki til, getur bæjarfjelagið komið í þess stað og notið sömu rjettinda. Á þriðjudag var fiskiveiðasjóðs- frv. (Lánstofnun fyrir bátaútveg- inn) sent til 3. umr., í því formi sem meiri hluti sjútvn. hafði lagt til, og sem áður heflr verið skýrt frá hjer í blaðinu. Jafnaðarmenn lögðust ákaft á móti. Bann gegn líkamlegum refs- ingum (frv. Haraldar) kom nú loks á dagskrá. Var það felt eftir harðsnúnar umræður; þótti óþarft. Mjögkom „skólastjóramálið11 hjer við sögu, en jafnaðarmenn börðu í brestina með ákafa miklum. Varð það til þess, að einn þm. upplýsti, að Haraldur hefði verið hinn síðasti kennari vestra, sem beitt hefði líkamlegum refsíngum »svo nokkru nam«. Ivannaðist Haraldur við það. Að þessu loknu hófst enn orðasenna milli Harald- ar annarsvegar og Ólafs Thórs og fleiri íhaldsmanna hinsvegar, út af frv. Haraldar um að ekki megi selja upptæk veiðarfæri fyr en 14 dögum eftir dómsuppsögn, og aldrei hinum seka eða um- boðsmanni hans. Sömuleiðis að kyrsetja skuli íslenska togara í 10 daga írá því að dómur fellur. Umr. ólokið, Um kveklið var fundur í sam- einuðu þingi. Till. jafnaðarmanna um að skora á ríkisstjórnina að neyta heimildarinnar frá 1917, til þess að taka upp einkasölu á steinolíu, var feld með 19:7 atkv., en 10 greiddu ekki atkvæði. Á miðvikud. afgreiddi N.d. frv. um bæjarstjórn í Hafnarfirði sem lög frá Alþingi. Samþykt var einnig, að heimila stjórninni að greiða opinberum starfsmönnum sömu dýrtíðaruppbót þetta ár eins og í fyrra, nefnilega 40%. Lýsti fjárm.ráðherra yfir, að hann myndi að sjálfsögðu neyta heim- ildarinnar, en forsætisráðherra munu hafa verið þessi málalok mjög á móti skapi. í E.d. fór fram 2. umr. um fjár- lögin. Er tíminn mjög naumur, eins og að líkum má ráða, þar sem N.d. hefir legið á fjárlögun- um allan þingtímann, og afgreiðir þau til E.d. fyrst undir þinglok. Eigi að síður samþykti deildin fjölda nýrra fjárveitinga, sem þó voru flestar smáar, en feldi á hinn bóginn burtu úr frv. ýmsar fjárveitingar N.d. Tekjuhlið frv. óbreytt til 3. umr. Samþyktar voru meðal annars þessar fjár- veitingar: Til Fjarðarheiðarvegar 27 þús. kr., til stórstúkunnar 12 þús. kr. (í stað 10 þús. kr.) og stúdentastyrkir 12 þús. (í stað 10 þús. kr.). Tekjuhallinn heíir vaxið töluvert og fer altaf vaxandi. Hinn raunverulegi tekjuhalli er orðinn gífurlegur; skiftir hundruð- um þúsunda króna. Flensborgarskólinn kom tölu- vert við þessar umræður. í hinu Uþphaflega fjárlagafrv. stjórnar- innar var honum ekki ætlaður sjerstakur styrkur eins og að undanförnu, heldur tekinn inn í hjeraðsskólakerfið. En fyrir at- beina Öl. Thórs var þetta leiö- rjett í N.d. og skólanum ætlaðar 16 þús. kr. Nú flutti fjvn. E.d. tillögu um að færa þetta aftur í það horf, sem stjórnarfrv. gerði ráð fyrir, og var það samþykt gegn mótmælum B. Kr. Eru nú veittar 75 þús. til hjeraðsskól- anna í stað 60 þús., sem ætlað var, ef Flensborgarskólinn væri ekki tekinn með. „Styrkurinn er veittur með því skilyrði, að skólarnir fullnægi reglum, er stjórnarráðið setur, og að þeir njóti styrks annarsstaðar frá, er ekki sje minni en þriðj- ungur rikissjóðsstyrksins. Ung- lingaskólar í kaupstöðum og fjöl- mennum kauptúnum fá minni styrk en sveitaskólar, að öðru jöfnu. Kenslumálastjórnin úthlut- ar styrknum og hefir eftirlit með skólunum.14 Við umræðurnar gat dómsmála- ráðherrann þess, að skólanum hefði verið helst til lítill sómi sýndur að undanförnu, af hálfu hlutaðeigandi hjeraða. Sömuleiðis gat hann þess, að óhjákvæmilegt yrði að ílytja skólann áður en langt um liði, sjerstaklega vegna hafnarmannvirkja þeirra, sem bráðlega yrðu reist í Hafnarfirði. 3x. Dýraverndarinn. Jatnan munu þeir menn hafa til verið meðal flestra f>jóða eða allra, er sjer hafa átt hjartfólgin þau mannúðarmál, sem að málleysingjum vita. Slíkir menn hat alloft varið flestu því, er þeir máttu, í þarfir þessara mála, og má finna mörg dæmi J>ess. Og gott er til áð vita, að vjer, Islendingar, höfum á ýmsum tímum átt nokkurum þvílíkum mönn- um á að skipa. En söm úefir reynd- in orðið hjer og meðal stærri og fjáðari þjóðanna, að torsótt hafa forustumönnum orðið pessi mál, þangað til skiljanleg varð nauðsyn þess, að mynda samtök og fjelög í þessu augnamiði og þar með að halda út málgagni, er flytti það, sem slíkum málum mætti til stoðar verða. Fyrir rúmum aldarfjórðungi hófust nokkrir menn handa hjer í Reykja- vík í því skyni að stofna dýravernd- unarfjelag. Má ncfna meðal annara manna þá Tryggva bankastjóra Gunnarsson, þjóðkunnann fram- kvæmdarmann og aýravin, og Sig- urð Júlíus Jóhannesson, lækni, er fyrstur manna mun hata vakið máls á stofnun slíks fjelags í blaði því, er hann stýrði um þær mundir. Nefna mætti og nokkra aðra dýravini, er hlut áttu að stofnun fjelagsins. — En með þessum hætti var Dýra- verndunarf|elagi íslands komið á fót. Pegar Dýraverndunarfjelagið var stofnað, hatði Pjóðvinafjelagið, undir stjórn Tryggva Gunnarssonar, gefið út Dýravininn um nokkur missiri, oftast annað hvert ár. — Um það þart varla að fara orðum, hvc nauðsyn- legt rit Dýravinurinn var nje hve ómetanlegt gagn hann hefir unnið í þarfir dýraverndijnarmálsins. Og þetta var Tryggva Gunnarssyni Ijóst.

x

Brúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brúin
https://timarit.is/publication/448

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.