Brúin - 21.09.1929, Side 2
2
BRÚIN
Vikublað, kemur íit á hverj-
um laugardegi.
Útgeiendur:
Nokkrir Hafnfirðingar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson.
Sími 120.
Auglýsingar, afgreiðsla
og innheimta:
Helgi Guðmundsson.
Sími 47.
H.f. Prentsm. Hafnarfjarðar.
Hjeraðsfundur
Kjalarnessprófastsdæmis var
haldinn í K. F. U. M. húsinu
hjer í bænum 17. þ. m. Fundur-
inn hófst kl. 1% e. h. með stuttri
bænarathöfn. Á fundinum voru
mættir 6 prestar og 10 safn-
aðarfulltrúar, auk nokkurra gesta,
sem komu á fundinn.
Af skýrslum þeim, er prófast-
ur lagði fram, kom pað í Ijós, —
að fluttar hafa verið í prófasts-
dæminu 415 messur á árinu 1928,
en 45 messuföll orðið. En auk
pess hafa og verið haldnar all-
margar aukaguðspjónustur og
barnaguðsþjónustur, sem ekki
eru taldar í skýrslunni. Altaris-
gestir hafa verið 1561, eða rúm-
lega 10% fermdra safnaðarmeð-
lima prófastsdæmisins.
Á fundinum voru pessar helstu
ályktanir gjörðar í tilefni af ýms-
um fyrirspurnum, sem kirkju-
málanefnd sú, er skipuð var á
síðastliðnum vetri, hafði lagt og
látið leggja fyrir fundinn, snert-
andi breytingar á skipun presta-
kalla, fækkun presta o. fl.:
1. Hjeraðsfundurinn ályktar,
að ekki geti komið til mála,_ að
fækka prestum í prófastsdæm-
inu, og að sameining prestakalla
í því sje óhugsanleg.
2. Hjeraðsfundurinn er með-
mæltur framkominni ósk úr
Kálfatjarnarsókn um endurreisn
Kálfatjarnarprestakalls.
3. Hjeraðsfundurinn telur æski-
legt, að presturinn á Mosfelli
verði leystur frá pjönustu í
Þingvallasókn.
4. Hjeraðsfundurinn lýsir pvíyíir,
sem margítrekaðri skoðun sinni,
að leggja beri niður Krýsuvíkur-
kirkju og sameinaKr5rsuvíkursókn
Grindavíkursókn.
5. Hjerðaðsfundurinn telur út-
varp guðsþjónusta æskilegt af
ýmsum ástæðum, en alls eigi
hæft til þess, að geta valdið
fækkun presta.
6. Hjeraðsfundurinn telur ekki
líklegt, að prestar í prófastsdæm-
inu geti tekið að sjer almenna
fræðslu barna, pótt slíkt sje æski-
legt par sem pví verður við
komið, eins og t. d. í Kálfatjarn-
arprestakalli, ef pað verður end-
urreist.
7. Hjeraösfundurinn telur ekki
að svo stöddu, svo brýna pörf
breytinga á prestskosningalögun-
um, að hann vilji koma með
neina ákveðna ósk til breytinga
í þessu efni. —
Ýms fleiri málefni, snertandi
kirkju- og kristindómsmál, voru
tekin til umræðu, án pess að
af þeim umræðum leiddi neinar
ályktanir.
Út af fyrirspurn, sem fram
kom á fundinum, urðu allmiklar
umræður um auglýsingu fræðslu-
málastjóra um löggiltar kenslu-
bækur í kristnum fræðum. Voru
fundarmenn á einu máli um pað,
að ekki gæti komið til mála að
bannað yrði að kenna kver eða
fræði Luthers í skólum, par sem
hlutaðeigendur (kennarar og for-
eldrar) kæmu sjer saman um, að
])að yrði kent. —
Klukkan 5 síðd. var gengið í
kirkju og hlýtt á guðsþjónustu
og ræðu sjera Brynjólfs Magnús-
sonar. Að guðspjónustunni lok-
inni var haldið áfram fundinum,
sem stóð til kl. 8 um kvöldið.
Kl. 8% flutti sjera Friðrik Hall-
grímsson fyrirlestur í kirkjunni
um kirkju- og safnaðarlíf í Vest-
■ urheimi. —
Auk safnaðarfulltrúans hjeðan,
Sigurgeirs Gíslasonar, voru að
eins örfáir bæjarbúar á fundinum.
Virðist slíkt benda til pess, að
menn sjeu ekki alment áhuga-
samir í þeim málum, er við koma
kirkju- og safnaðarlífi í prófasts-
dæminu. Má þó vera, að hjer
valdi nokkuru um, ókunnugleiki
manna á verkefnum pessárafunda.
En á pví er enginn vafi, að á
hjeraðsfundi, slíka sem þennan,
geta menn sótt margvíslegan
fróðleik og mikla ánægju.
Bærinn og grendin.
Messur á morgun.
í Spítalakirkjunni: Hámessa kl.
9 árdegis. Guðspjónusta með
prjedikun kl. 6 síðd.
í Kálfatjarnarkirkju kl. 1 e. h.,
síra Árna Björnsson. —
Þau börn
í þjóðkirkjunni, sem fermingar
er óskað fyrir nú í haust, eru
beðin að koma til viðtals í próf-
astshúsinu hjer á staðnum næsta
mánudag kl. 1% e. h.
Áttræðisafmæli
á húsfrú Steinunn Jónsdóttir,
Vesturbrú 10, næstkomandi
miðvikudag (25. p. m.)
Gagga Lund
syngur í Bíóhúsinu í kvöld
kl. 9.
Síld
hefir aílast töluvert í lagnet
hjer í firðinum nú að undanförnu.
Surprise
kom af veiðum á miðvikudag
eftir 10 daga útivist með 107
tunnur lifrar. —
Flensborgarskólinn.
vSkýrsla síðasta skólaárs hefir
borist Brúnni. —
Hafa 80 nemendur notið kenslu
í skólanum þetta skólaár, 41 úr
Hafnarfirði, 4 úr Reykjavík og
35 úr 13 sýslum. Burtfaraprófi
luku 24 nemendur, og af þeim
hlaut Þórdís Aðalbjarnardóttir
hæðstu einkunn — ágætiseinkunn,
5,64. —
í heimavist skólans voru 22
utanbæjarnemendur, 19 piltar og
3 stúlkur. Þær borðuðu aðeins í
heimavistinni en bjuggu úti í
bæ. Fæði, þjónusta, matreiðsla
og upphitun varð kr. 54,11 á
mann um mánuðinn. Heimavistin
var í ágætu lagi, fæði gott, pjón-
usta ágæt og prifnaður í hvívetna.
Heimavistarráðskona var Sig-
þrúður Bæringsdóttir. — Bóka-
safn nemenda, „Skinfaxi“, heíir
aukist nokkuð á pessu ári. Hafa
nemendur sýnt pví mikla rækt.
Eru nú rúm 700 bindi í pví. —
Fúndafjelag skólans og skóla-
líf hefir verið með fjörugasta móti
þennan vetur. Sú njmng var
upp tekin; að nemendur skólans
sendust á ritgerðum við nem-
endur Akureyrarskólans. Nokkr-
ar glímuæfingar höfðu piltar í
skólanum. Undanfarna vetur
hefir varla sjest glíma í skólan-
um, svo að ætla má að nú sje
aftur að lifna yfir pessari pjóðar-
í])rótt í skólanum, og væri pað
vel. „Einu sinni var pað, að
Flensborgarnemendur voru glímu-
menn“, segir í skýrslunni. Er
pað orð að sönnu, pví að margir
þeirra, er hafa lært glímu í
Flensborg, hafa orðið pjóðfrægir
glímumenn. — Tveir utanskóla-
menn hjeldu fyrirlestra við
skólann, læknarnir Jónas Krist-
jánsson og Jún Jónsson. Kenslu-
málaráðherrann heimsótti skól-
ann, hlýddi á kenslu hjá kenn-
urunum og kynti sjer skólann,
og flutti Jitlu síðar fyrirlestur um
skólann i samkomuhúsi bæjarins
og hvatti Hafnfirðinga til að
hlynna að honum. —
Kappleikurinn á morgun
Akranessingar og Þjálfi.
Tvísýn úrslit.
Síðan knattspyrnufjelögin „17.
júní“ og „Framsókn“ voru lögð
niður, hefir aldrei farið fram
kappleikur hjer í Hafnarfirði; að
eins hefir knattspyrnufj. Þjálfi
haft samæíingar nokkrum sinn-
um með knattspyrnufj. „Víking-
ur“ úr Reykjavík. En aftur á
móti hefir Þjólfi sótt mót til
Reykjavíkur. T. d. í fyrra haust
tók Þjálfi pátt í haustmóti 2.
aldursflokks, en prátt fyrir pað,
pótt Þjálfi tapaði fyrir öllum fje-
lögunum, var pó betur farið en
heima setið, pví margt má af
hverjum kappleik læra.
Eins og kunnugt er, fór Þjálíi
30. júní síðastliðinn til Akraness,
til pess að heyja par kappleik
við Akranessinga.
vSá kappleikur fór svo, að fje-
lögin skildu jöfn, höfðu skorað
2 mörk hvort. Var pá ákveðið
að úrslitaleikurinn skyldi háður
í Hafnarfirði, og átti hann að
fara.fram á sunnud. var, en fórst
fyrir vegna óveðurs.
Á morgun eiga Hafnfirðingar
kost á að sjá pessi fjelög leiða
saman hesta sína á íþróttavell-
inum hjer.
Kappleikurinn verður án efa
mjög „spennandi" pví fjel. munu
vera lík og í vor, og er pá vont
að spá um úrslitin, en telja má
víst, að bæði íjelögin hafi fullan
hug á að vinna leikinn.
í liði Akranessinga keppa
knattspyrnumenn úr „Knatt-
spyrnufjel. Akranessinga“ og
„Kára“, og eru þessir:
Markv. Júlíus Þórðarson, bakv.
Hannes Guðmundsson og Þór-
oddur Oddgeirsson, framv. Gústaf
Asbjörnsson, Halldór Jónsson,
og Bjarni Bjarnason, framh.
()lafur Sigurðsson, Ólafur Jónsson,
Sigurbj. Jónsson, Jón Árnason,
og Aðalsteinn Árnason.
En úr Þjálfa keppa:
Markv. Þorsteinn Björnsson,
bakv. Róbert Schmith og Þráinn
Sigurðsson, framv. Haraldur
Kristjánsson,Kristján Andrjesson
og Þorsteinn Auðunsson, framh.
Jón Magnússon, Björn Björns-
son, Ásmundur Símonason, Sig.
T. Sigurðsson og Hinrik Auð-
unSson.
Vonandi verða pessir 2 kapp-
leikir Akranessinga og Hafnfirð-
inga til pess, að vjer megum
vænta að fjelögin eigi eftir um
ókomin ár að heyja kappleika
bæði hjer og á Akranesi. Vjer
sjáum til. Það fer einnig eftir
pví, hvernig almenningur lítur á
pað.
Almenningsálitið er fyrsta
sporið til viðgangs 'íþróttum.
Knattspyrnan er göfug íprótt;
hún er:
leikur drengskapar,
leikur skjótra hugsana,
leikur samtakanna,
leikur leikninnar.
Merki verða seld til ágóða
ípróttastarfsemi í Hafnarfirði.
Fjölmennið suður á völl og
sjáið hvor vinnur.
Gammur.
Frá Grænlandsför
„Gottu“
eftir
Krislján Krislinsson, stýrimann.
Næstu daga eftir petta var alt
tilbrey tingarlítið. ísinn var
svo pjettur, að lítið varð
komist áfram. Oft var legið við
ísinn, skotinn einn og einn selur
og fáeinir sjófuglar. Óparft var
aö láta sjer leiðast pótt hægt
gengi, pví ávalt var blíðveður,
logn og hiti á daginn, sólin
nokkuð hátt á lofti allan sólar-
hringinn og svo miklar hillingar
að oft sýndist par auður sjór
sem ísinn var gjörsamlega óbrot-
inn. Hið eina, sem við kviðum,
var að við mundum ekki ná
landi í Grænlandi.
13. júlí sáum við, að ómögu-
legt yrði iað komast lengra inn
í ísinn parna eða nokkurstaðar
nálægt. Við vorum búnir að skoða
ísinn allstaðar í kring og óvíða
var nokkra sprungu að sjá. Við
fórum að reyna að komast aftur
út úr ísnum, en pað var ekki
auðhlaupið að pvi að kornast
35 — 40 sjómílur gegn um ísinn,
sem pá var orðinn þjettari held'