Brúin - 18.03.1931, Page 1

Brúin - 18.03.1931, Page 1
3. ár*. Miðvikudaginn 18. mars 1931. 17. tbl. Tilkynning. Ákveðið var 15. þ. m. á að- alfundi fjelags þess, er gefið liefir út blaðið »Brúin», að hætta útgáf- unni, og var undirritaðri stjórn fjelagsins falið að ráðstafa eign- um og skuldum blaðsins. Samkvæmt því hefir stjórnin afhent hr. ritstjóra Þorleifi Jóns- syni eignir blaðsins til fullra um- ráða en hann aflur á móti ábyrg- ist allar áhvilandi skuldir þess. Eru því allir þeir, er skuldavið- skifti hafa átt við blaðið, beðnir að snúa sjer til hans í þvi efni. • Bjarni Snæbjörnsson, Guðm. Einarsson, Helgi Guðmundsson. Eins og sjá má af ofanrituðu hefi jeg keypt blaðið »Brúin« af útgefendunun, en jeg ætla ekki að halda útgáfu þess áfram. 1 stað þess hefi jeg ákveðið að géfa út nýtt vikublað, svipað að stærð og „Brúin* var meðan hún kom út einu sinni í viku. í þessu n>rja blaði verða rædd landsmál og er því i þeim mál- um ætlað að fylgja stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Auk þess mun blaðið láta til sín taka þau mál, er varða hag bæjarins í nútíð og framtíð. Enn fremur mun það skýra frá helstu viðburðum í bæn- um, flytja innlendar og erlendar frjettir, nýungar og fróðleik, eftir þvi sem rúm þess og aðstaða leyfir. — Verð blaðsins verður 85 aurar fyrir hvern mánuð eða kr. 2,50 fyrir ársfjórðunginn. Fyrsta blaðinu er ætlað að koma út föstudaginn 27. m. og vænti jeg þess, að bæjarbúar taki því vel og gjörist áskrifendur að þvf. — Virðingarfyllst porleiíur Jóusson. Bæjarstjornarfundur var haldinn síðastliðinn þriðju- dag 10. þ. m. — Sex mál voru á dagskrá. Fátækramál. Samkvæmt fátækralögunum ber fátækranefnd á þriggja ára fresti að gera tillögur til stjórn- arráðsins um meðalmeðlag með óskilgetnum börnum í kaupstaðn- um. Lagði fátækranefnd þá til- lögu fyrir fundinn, að í næstu 3 ár, frá 14. maí n. k. að telja, yrði meðalmeðlagið eins og það hefir verið undanfarið, að öðru leyti en því, að hækkunin úr kr. 215,00 í kr 250,00 skyldi eftir- leiðis miðast við 7 ára aldur (skóla- skyldualdur) í stað 9 ára aldurs, sem nú er miðað við. — Tillaga nefndarinnar var samþykt. — ^ Fasteignamál. Eggert Claessen hæstarjettar- málaflutningsmaður hafði fyrir hönd Augústar Flygenring boðiö bænum forkaupsrjelt að húseign hans, Vesturgötu 2, fyrir 57 þús- und krónur. — Fasteignanefnd lagði til að forkaupsrjettinum væri hafnaö, og var þaö sam- þykt. — Væntanlegur kaupandi að eigninni er Guðrún Eiriks- dóttir veitingakon'a lijer í bænum. Ennfremur hafði Indriði Guð- mundsson boðið bænum forkaups- rjett að ræktunarlóð sinni á svonefndum öldum. Söluverð lóðarinnar var 75 krónur (lóðin er alveg óræktuð, aðeins girt). Vænlanlegur kaupandi er Bene- dikt Jónsson. — Nefndin lagði til að forkatipsrjettinum væri hafnað, og var það samþykt. — Fjárhagsmál. Endurskoðandi bæjarreikning- anna, Björn Steffensen, hafði lagt iyrir fjáihugsuefnd tillögur um breytt fyrirkomulag á kvitt- unum fyrir útsvörum og öðrum bæjargjöldum. — Taldi nefndin breytingarnar mjög til bóta og lagði til að þær yrðu uppteknar fyrir yfirstandandi ár. — Var það samþykt. Bæjargjaldkeri hafði sent nefnd- inni skýrslu um hag bæjarsjóðs, miðað við 12. febrúar s. 1., ásamt greinargerð. Benli gjaldkeri þar á, að fje vantaði til launagreiðslu starfsmanna bæjarins o. fl. — Nefndin lagði því til, að bæjar- stjóra væri falið að útvega 12 þúsund króna lán lil þess að uppfylla þessar greiðslur og var það samþykt. — Hafnarmálið. Landsmálafjelagið »Fram“ hafði sent bæjarstjórn svohljóðandj á- skorun, er hafði verið samþykt með öllum atkvæðum á fundi fjelagsins 13. febrúar siðasll.: »Fundurinn álelur harðlega drátt þann, er orðinn er á útboði hafn- arbyggingarinnar og telur bæjar- stjórn hafa stefnt hafnarmálinu i tvísýnu með því, að láta fram- kvæmd verksins dragast svo lengi, sem raun er á orðin. Fundurinn skorar því á bæjar- stjórn að hrinda málinu þegar í framkvæmd.* Bæjarstjóri kom með tillögu um að vísa áskoruninni til hafn- arnefndar og var ])að samþykt. En áður en það var gert komu þeir Bjarni Snæbjörnsson og Þorleifur Jónsson með svohljóð- andi tillögu: »Bæjarstjórn samþykkir að ráða hæfan mann til að ljúka við útboðslýsingu á hinum væntan- legu hafnargörðum, og felur bæj- arstjóra f samráði við hafnar- ncfnd að gera það nú þegan* Um þessa tillögu urðu nokkr- ar umræður en að þeim loknum ( var tillagau samþvkt með 3 ttt*

x

Brúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brúin
https://timarit.is/publication/448

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.