Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 10
104 KIRKJUBITIÐ og fuglinn yfir unga sína. Til hans hefir sálin flug með hjartan- legri gleði. Fyrirbænin er eins og rammger eikarbrú yfir til eilífðarinnar. Það er svo undursamlegt að lifa það, að brúin sú er traust, brúin milli tíma og eilífðar. Kierkegaard vitnar til orða þýzks rithöfundar um „stökkið sæla yfir í eilífðina." Það er réttnefni, er menn eiga örugga undirstöðu að standa á. Jesús kom til þess að frelsa gleðina. Krossinn er undirstaðan undir gleði tilverunnar. Förin inn í eilífðarsumarið er eins og þytur í birkiskógi. Eilífð- in er ljós, ylur, gæzka. Hér fellur lauf, og eftir andartak er tréð aftur grænt. Það gjörist ört í eilífðinni. Gæzkan seitlar inn í kist- una og moldina. Því að sólskinið er eilífðin." Þessi fagri vitnisburður um lífið er aðeins einn úr tölu milljón- anna. Hann fellur á oss eins og bjartur geisli. Mennimir eru eilíf- ar verur. í skaparans hendi er dauðinn ekki til. Hver nótt, sem vér lifum, flytur meira að segja boðskap um ódauðleik mann- anna: Líkaminn hvílir í rúmi sínu, en andinn er frjáls ferða sinna. Sumir ætla í einfeldni sinni, að þeir dugi bezt í þessu lífi, er trúi aðeins á það. En ég hygg hitt sönnu nær, er spekingur einn mælti: Jafnvel fyrir þetta líf eru þeir dánir, sem ekki trúa á annað. Uppspretta þróttar mannanna og gleði á að vera sú, að þeir eigi þegar eilífa lífið. Æfin öll á að vera páskadagur. Brúin, sem Bohlin talar um, er veruleiki. Frelsarinn sjálfur sagði: „Lífið er brú. Vér eigum að fara yfir hana, en ekki reisa oss fastan bústað á henni.“ Ég óska* ykkur öllum gleðilegrar eilífðar. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON. Trúboði mætti kínverskri telpu, sem rogaðist með lítinn dreng. „Þú hefir þunga byrði að bera,“ sagði trúboðinn. „Þetta er engin byrði,“ svar- aði bún. „Það er hann bróðir minn.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.