Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 20
114 KIRKJUEXTIÐ skíri hann með vatni, en Messías, komandinn, muni skíra með heilögum anda og eldi? Ymsir fræðimenn hallast að þeirri skoð- un, og telja benda til sambands milli Jóhannesar og hreyfingar þeirrar, sem Qumran söfnuðurinn er ein greinin af. Vitnisburður fjórða guðspjallsins um Jóhannes skírara og trú- arskoðanir hans er að ýmsu frábrugðinn vitnisburði hinna þriggja. Koma þar fram hugmyndir, sem einkenna guðspjallið sem heild og hafa þótt benda til guðfræðilegra áhrifa utan Gyðingdóms- ins. Jóhannes vitnar um Messías sem „ljósið“, (1. 8) um „gnægð“ hans, (1. 16) og kallar Jesú „þann, sem að ofan kemur“ (3. 31). Einkennilegt er, að helgiritin frá Qumran nota sömu hugtök, sem þar af leiðandi hafa verið kunn meðal Gyðingasafnaða í Palestínu. Getur þetta e. t. v. breytt mati á uppruna Jóhannesar- guðspjalls, en þar hafa skoðanir guðfræðinga verið æði skiptar, og flestir hallast að því, að guðspjallið muni ritað í Litlu-Asíu. Vitnisburðurinn um skírarann og trúarhugmyndir hans verða enn athyglisverðari. Utan N. t. og Jósefusar er Jóhannesar skírara talsvert getið i ritum Fals-Klemensar1) og í bókum Mandea2). Rit Fals-Klemensar minna hvað guðfræði snertir verulega á Qumranritinu, en bera þó að öðru gnostiskan3) blæ en þó gyð- inglegan. Ritin ráðast á skírarann. Telja þau, að hann hafi valdið klofningum í kirkjunni. Hafi fyrsti klofningurinn orðið af völdum „Saddúkeanna“, sértrúarflokks, sem hafi komið fram „þegar, meðan Jóhannes var á lífi“. Leiðtogar flokksins eru nefnd- ir, Dosiþeus, og Símon töframaður. Eru þeir annars staðar þekkt- is sem „gnostikar". Er einkennilegt, að þeir skuli taldir vera Saddúkear, — í ritum Fals-Klemensar. — Hér kunna Qumran- Hinn rétti Klemens — átti að hafa verið þriðji biskup í Róm eftir Pétur (4.). Flest um hann hugarflug. 2) Sértrúarflokkur í Babyloníu sunnarlega. Enn til. 3) Af gnosis — þekking. — Haft um trúarstefnu á 1. öld e. Kr., sem taldi sig búa yfir æðri og meiri þekkingu en kristindómurinn. Austræn og hellenistisk áhrif.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.