Ergo - 01.11.1920, Blaðsíða 2

Ergo - 01.11.1920, Blaðsíða 2
2 ERGO Södlasutiðabúdiu ex* flntt á. Klapparstig 6. Ergo kemur út þegar þurfa þykir. Ritstjóri, útgef. og ábyrgðarmaður Þórður Kristinsson frá ísafirði. Afgr, á Laugavegi 12. Síini 221. grænni grein í þessum málum, en ekki gengur þessi leiðin hjá Magnúsi. Jeg skal taka málið að mjer fyrir þína hönd. Farðu strax tii Eiríks Kjerúlfs og segðu hon- um söguna eins og hún gekk. Við Helgi skildum svo á leið upp Silfurgötu og bað hann mig að láta sig vita hvernig gengi við Kjerúlf. Frh. næst. Bæj arstj .kosní ngin. Hinir útvöldu við bæjarstjórnar- kosningar þær er í hönd fara, eru herrarnir Georg Ólafsson cand. polit, og Þórður Sveinsson læknir frá Kleppi. Hinn stærsti sjáanlegi skils- munur milli þessara tveggja and- ans hana kvað vera sá, að öðrum sje eigi sprottin grön, en hinn hafi feykn mikinn kamp. — En sagan segir að Njáll hafi verið skegglaus. Haft er orð á því að vinnukon- ur og heimasætur höfuðborgar- innar, sem innan við kosningar- aldur eru, sitji með rauð og þrútin augu sökum þess að geta eigi kosið hinn íturvaxna, skeggvana oddborgara. Eins og Moggi hefir lofsamlega frá skýrt, hefir þessi háttvirti verzlunarráðs-skrifstofustjóri m. a. afkastað hinu mikla og alþekta frægðarverki, að semja frumvarp til slysatryggingar fyrir sjó- menn. Andstæðingar hans segja að það sje hið eina verk hans sem sjáanlegt sje, en þeír hafa eflaust eigi haft smásjá — — og á slíku er eigi mark takandi. Líklegt væri, ef svo ógæfusam- lega skyldi takast, að hann eigi næði kosningu, að stjórn hins fullvalda ríkis skapi nýtt prófess- orsembætti í að semja frumvörp, er aldrei yrðu nothæf. En vonandi er að hann nái kosningu, því — eins og hún Stína, nýja kærastan mín sagði —- þá er ekki gott að vita hvað ske mundi, ef hinir hæðst virtu íbúar Klepps mistu höfuðið. Hágöfgu, háæruverðugu kjós- endur hinnar voldugu höfuðborg- ar hins fullvalda kornunga kon- ungsríkis, — þessa gamla íslands! Svífið nú eigi eins og sápukúlur milli himins og jarðar, þ. e. a. s. vits og fávizku, eins og, því mið- ur, hefir komið fyrir við undan- farnar kosningar. — — Kjósið kandidatinn! Þj enustusamlegast Donnavetter. Knettir. Jeg var í ró og næði að reykja Cigarinn minn, sem jeg íjekk upp á krít í Litlu Búðinni, og hafði lagt lappirnar upp á borðið, eins og Ameríkani, en óæðri hlutinn hvíldi auðvitað á stólnum.-------- Jeg var að lesa um þetta and- ans mikilmenni, sem mest er á dagskrá í bænum um þessar mundir, — þessi cand.------------- polit. — — — Jeg var eins og mjer er svo gjarnt »í heimspekilegum hugleið- ingum« um smæð mína og stærð hinna. Annars læt jeg nú aldrei brydda á þesskonar skoðunum opinberlega, — — nei þvert á móti! — Gaman væri nú að sjá mynd- ina af sjer í einu stórblaði bæjar- ins, eins og þetta þarna bæjar- fulltrúaefni, stundi jeg. En rjett í þessu kemur Sigga vaðandi með kaffið, og truflaði mig í hinum andlegu og uppbyggilegu hug- leiðingum mínum, — en það er nú svo sem ekkert nýtt! — — En til allrar guðs blessunar kom hún með gullkistuna hans Kobba undir hendinni, þ. e. a. s. »Vísir«, — svo það bætti nú stórum úr skák; því skolli þylcir mjer nú alt af gaman að grúska í sálarauðn- um hans Kobba, — þó í raun og veru hann sje ekki andríkur. — Það er svo ansi gaman að sjá hann hringsnúast í sífellu kring- um sjálfan sig og gera hverja til- raunina á fætur annari til að bíta í skottið á sjer. Oðruvísi er það með hann Óla minn, hann er nú altaf eins og undið roð eða gamall þorskhaus. Þá er þó meinlausára gjammið í kjölturakkagreyinu hon- um Mogga, — það skaðar þó engan! En bíðið þið við!---------Nú fer jeg að glugga í andlegu brauð- skorpuna hans Kobba! Hún er þá farin að lofa annan en hann sjálfan — jafnvel Georg. — Nei, dómsdagurinn, sem koma átti vet- urinn fræga, 1919, þegar Kobbi flaut á rjómatroginu hans Sveins inn í þingið, — hlýtur að vera í námunda. — — »The pretty Boy«.

x

Ergo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ergo
https://timarit.is/publication/450

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.