Frón - 26.01.1918, Blaðsíða 4

Frón - 26.01.1918, Blaðsíða 4
2 FRÓN anum, þótt bæjarstjórn hefði sam- ið öðruvísi um. Það er að segja að Knútur kjörstjóri gæti stungið Knúti borgarstjóra í vasann. Ákvæðið »og greiða« o. s. frv. er ekki tvírætt, en þótt svo hefði verið, þá hefði kjörstjórnin þurft að gá vel að þvi, hverjar líkur væri til að svo bæri að skilja sem hún gerir. Rétt á undan í sömu grein laganna er það talið skilyrði fyr- ir kosningarrétti, að maður standi eigi í skuld fyrir þeginn sveitar- styrk. Líldegt er að löggjatinn hefði viljað nefna saman allar þær skuldir, sem hann vildi láta varða missi kosningarréttar, og þá sagt ef hann hefði endilega viljað breyta orðalagi eldri laga, að slíka mannréttinda skerðing leiddi af þvi, ef maður stæði i skuld fyrir þeginn sveitarskyrk eða úl- svar. En þar sem löggjafinn ger- ir eigi þetta, þá er það langsenni- legast að hann hafi ætlast svo til að skuld fyrir þeginn sveitarstyrk skyldi vera sú eina skuld, sem svifti menn kosningarrétti. Kjörstjórnin sýnist líta svo á lög þessi, sem þau sé gerð i því skyni, að hjálpa bæjargjaldkera að kalla inn bæjargjöld. Senni- legra er þó hitt, að löggjaíinn hafi ætlað kosningalaga ákvæðum og kjörstjórn allt annan starfa, enda talið innheimtunni borgið til fulls með öðrum laga-ákvæðum. Eg vona að allir óhlutdrægir menn sjái af þessu, að hér er um gjaldskyldu að rœða en ekki uni hitt, hvort menn greiða í réltan gjalddaga, eða skulda hœn- um útsvarið jalnvel fram á nœsta ár. Aíleiðingar ))skilnings« kjörstjóriinr. Slikur »skilningur« hefir eigi komizt upp fyr, síðan lögunum var breylt. Þess vegna hefði kjör- stjórnin átt að hirta öllum al- menningi þenna skilning löngu áður en kjörskrá var samin, til þess að menn gæti heldur varað sig og varðveitt mannrjettindi sín fyrir henni. 1 annan stað liefði hún af sömu ástæðu átt að auglýsa lögtak langtum fyr. Og þar sem kjörstjórnin vissi að þessi »skiln- ingur« hafði reynt að ryðja sér til rúms áður, en verið bældur niður, þá hefði hún átt að biðja stjórnarráðið um lögskýring, og gera eigi leilc til þess að kosn- ingar verði ónýttar. Eða hvað segir kjörstjórnin? Neyttn nú nieðnn íi neilun stendnr sagði karlinn. Og svipaða hugsun munu vafalaust margir eigna kjörstjórninni, þeir sem þekkja ekki hver heiðursnefnd hún er. Mönnum gefst ekki ætíð tæki- færi til þess að bæta við refsilög- in, án þess fleiri eigi þar atkvæði um. En kjörstjórn hefir það meðan hún er einvöld og hún bætir inn i hegningarlögin því á- kvæði, að menn glati kosningar- rétti, ef skuldarlúkning til bæjar- sjóðs frestast um nokkra daga. Hún hefir og þá ánægiu að vera bæði ákærandi, dómari og typt- unarmeistari. Hún hefir og þá miklu gleði að leggja þessa refs- ing á nálægt þúsund borgara bæj- arins. Þetta minnir á þann heið- ursmann, sem óskaði að höfuð allra Rómverja sæti á einum hálsi, svo að hann gæti höggvið þau öll af í einu. En kjörstjórninni fer kringilegar um framkvæmd- irnar. En sverð kjörstjórnar nemur ekki í höggi stað. Því að hún lætur sama ganga yfir konur manna, og segja þó lögin skýr- um orðum að þær þurfi ekkert sérstakt gjald að greiða til þess að hafa kosningarrétt. Til sam- anburðar hérum eru kosningar- lög til Alþingis, er ákveða sam- kvæmt stjórnarskránni að kona missi eigi kosningarrétt, þótt mað- urinn verði gjaldþrota og glati þess vegna sinum kosningarrétti. Nýjársgrjöf kjörstjórnar til bæjarbúa var all- höfðingleg sem nú hefir sagt ver- ið. Yæri því nú lílilmannlegt af oss, íbúum þessa bæjar, að end- urgjalda henni ekki gjöfina með jafnmiklum höfðingsskap við kosn- ingar nú og síðar. Oss verður á- reiðanlega sælla að gefa gagn- gjöfina, en að þiggja nýjársgjöf kjörstjórnarinnar. Reykjavík u/i 1918. Bjarni Jónsson frá Vogi. Alvara tímanna. Reir tímar, er vér nú lifum á, eru sjálfsagt með þeim alvarleg- ustu, sem komið hafa yfir heim- inn. Þjóðirnar, sem standa í heims- ófriðnum, fórna fé og fjörvi sona sinna, til þess að verja sjálfstæði sitt, en þjóðirnar, sem sitja hjá, eyða stórfé til að verja hlutleysi sitt. Efst á dagskrá allra er þrátt fyrir matarskort og dýrleika og erfiðleika á öllum sviðum, sjálf- stæðismálin. Sambandsþjóð vor Danir eyða miklu lé í landvarnir. Er á þetla alt er litið, þá virðast þær raddir mjög einkennilegar, sem heyrast hjá einstöku mönn- um, um að nú séu ekki tímar til að hugsa um sjálfstæðismál vor. — Alvaran, sem a ferðinni er, sé of mikil til þess. Enn ein- kennilegri eru þær raddir, sem telja að vér höfum að nauðsynja- lausu^ eytt tíma í sjálfstæðisbar- áttu vora. Nú þarf eklci annað en snúa huga vorum aftur í tím- ann til þess að sjá að sjálfstæðis- barátta, sú sem við höfum háð út á við, hefir orðið máttarstoð undir allri framþróun vorri. Hvar mundum vér nú standa efnalega, ef vér hefðum ekki átt Jón Sig- urðsson og aðra ötula íslendinga, sem hafa dregið rélt vorn úr greipum Dana? Er sú barátta gleymd? Er það gleymt, hvað holl hún reyndist þjóð vorri? Sjálf baráttan að stóru marki göfgar þjóðirnar. Er það gleymt, að sá réttur, sem vér nú mót- mælalaust af Dönum eigum — að hann koslaði oss baráttu — harða baráttu. Er það gleymt, að í allri þessari baráttu kváðu við raddir um, að vér gerðum annað þarfara en að eiga í deil- um við Dani. Nú kunna menn að segja, að vér verðum hvorki rikari né fátækari, hvort vér eig- um fána eða eigi; hér sé að eins um metnaðarspursmál, hugsjóna- spurning að ræða. En þó gengið væri út frá, að hér væri að eins um hugsjónaspursmál að ræða, — eru þá hugsjónir bundnar við fána vorn einskis virði? Eða hvernig lila aðrar þjóðir á það? Hvað mundu Danir segja, ef þeim væri bannað að sýna fána sinn fyrir utan landhelgina? En liér er auk þess um meira en hug- sjónaspursmál að ræða, því sigl- ingafáni á þessum tímum gæti orðið bjargvættur landsins, því vart mundu ófriðarþjóðirnar am- ast við fána vorum á höfunum, hvernig sem taflið annars snýst. Þeir fáu sem vilja að íslenzka þjóðin leggi sjálfstæðismál sín á hilluna, þegar aðrir alstaðar í heiminum eru að berjast fyrir þeim; á þeim timum, þegar að vænta má að dómurinn falli um örlög ímáþjóðanna á hverjn augnabliki, þeir fáu menn ættu að taka mál þetta til nýrri og betri yfirvegunar. Aldrei hefir verið meiri ástæða fyrir smáþjóð- irnar en nú að vera vakandi. Aldiæi meiri ástæða til að halda fast um allar kröfur sínar. — Raddir í þá átt, að lán vor til tveggja ára i Danmörku sé þrösk- uldur fyrir kröfum vorum sýna hvað lágt er enn hugsað af ýms- um mönnum. Vel getur hinsvegar verið, að réttara hefði verið að taka lán þetta annarstaðar, en á voru landi ætti það ekki að heyrast, að við værum orðnir skuldbundnir Dönum, þó vér fáum lán hjá þeim með venju- legum bankakjörum. Miklar lík- ur eru og til þess, að í önnur horn sé hægt að leita, ef með þarf með lánin. Lán þessi eru öll svo að segja í verzlun lands- ins og munu vörur o. 11. til fyrir þeim, svo ekkert af fé þessu er orðið eyðslufé. Of nærri ganga annars ýmsir menn landi sínu á þessum tímum með því að leitast við að mála fjárhag þess svartan til þess að mála svartan blett á stjórn þá, sem með fjár- haginn fer. Er ekki óliklegt, að ýmsar , fullyrðingar í blöðunum að órannsökuðu máli verði lítt til að auka lánstraust vort út á við. En hvernig sem á tímana er litið, þá eru þeir svo þrungnir af alvöru, að allir, sem afskifti hafa af opinberum málum, hvort heldur sem blaðamenn eða á annan hátt, ættu að muna eftir því, að hag landsins verður að skipa hærra sæti en stundargleði við að svala reiði sinni á póli- tiskum andstæðingum. Tímarnir eru svo þrungnir af alvöru, að vér eigum- ekki að auka eldinn inn á við að óþörfu, en finna heldur leiðir til að sam- einast um þau mál, sem framtíð vor byggist á og sem eftirkom- endir vorir munu krefja oss reikn- ingsskapar um fyrir dómi sög- unnar. Svo stór mál standa nú á dagskrá vor íslendinga, að þau ættu að nægja til að slökkva eld- inn inn á við, svo að vér út á við getum staðið allir sem einn. Brot úr framtíöarannálum. Vetrarhörkur voru það ár óvenjumiklar og hafís lagði snemma að landinu. Margir voru þá ríkír hér. Er þeir sáu til haf- issins urðu þeir ásáttir um að nú væri tími til að draga valdið úr höndum alþýðunnar og skapa auðmýkt í augum hennar. Pen- ingabroddar, embættisbroddar, kaupmannabrennivíns og mjólk- urbroddar mynduðu þá hring einn mikinn. í blaði því er »Timinn« hét var hann kallaður »hvita hersveitin« og hræddust menn hann meira en hafísinn. Fremstur í hring þeim var Jón —• í sumum handritum kallaður »Mó-Jón«. Hann var svo spar- samur að hann bygði sér höll fyrir afgang launa sinna. Hann var gjarn til valda, en svo höfðu nornirnar ákveðið, að hann skyldi aldrei komast nær marki því, er hann setti sér, en að hann vantaði lengd sína til að ná þvi, og þó hann væri stuttur, þá náði hann aldrei markinu. Þá varð svarti bletturinn á tungunni á »ísafold« svo stór að liann sást um allar jarðir. Þá var Sveinki saklausari á svipinn en nokkru sinni áður, og las Jónsbókarlest- ur með þeim »ráðvanda« og föðmuðu þeir hver annan að lestrinum loknum. Þá voru hempumenn margir í bankanum, og var Johnsen þá rekinn, af þvi klipið hafði verið í samvizk- una á einum bankastjóranum, en enginn vissi hver gert hafði. Þá voru lesnar stórskammir af prédikunarstólnum í frikirkjunni og forsjónin beðin að reka stjórn- ina af stóli. En þá hló skrattinn, því honum var eins og »Vísir« og »ísafold« meinilla við stjórn- ina, en guðsmaðurinn vissi ekki hver hló, og ýtti hökutoppnum langsum út í óvissuna. Þegar voraði leysti hafísinn frá landinu og hvíta hersveitin gliðn- aði i sundur en broddarnir klór- uðu augum hver úr öðrum. En þá varð fögnuður í landinu. X.

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.