Frón - 24.06.1918, Blaðsíða 2

Frón - 24.06.1918, Blaðsíða 2
FRÓN 98 að brenna gömlu torfbæina til ösku; það er dýrt ráð, en senni- legt að það sé það eina sem dugi, þó er sú bót hér i máli að bæj- arhús eru víða svo hrörleg, að litt er viðunandi og því nauðug- ur einn kostur að byggja upp að nýju- Ný velbygð hús og varúð með allan uppgang mundi draga mik- ið úr veikinni, en eitt er enn ó- talið og vildi eg minnast á það nánar: Það verður að rannsaka nautgripi alla. Um það hefir til skamms tíma verið allsnörp deila, að hve miklu leyti gripaberklar yllu berklum á mönnum og var álitið að i 9°/o af ' öllum berklum væri smitunin frá gripum. Nú ertaliðvíst, að helm- ingur þeirra barna, sem kirtla- berkla hafa, hati veikst af grip- um; þessi tegund berkla er að vísu væg, en algengt er að gripa- berklar leiði til heilabólgu og berklafárs. En hverja þýðingu þetta heflr sjáum vér á því, að mennirnir sýkjast venjulega á barnsaldri og lungnatœring á jull~ orðnum er sjaldnast jrumsýking, heldur útsœði kirtlaberka um lík- amann. Alstaðar er því reynt að forða börnum frá sýkinni af fremsta megni, og þá fyrst og fremst með þvi að einangra þá tæringarsjúkdóma sem hættulegir eru, en einnig með þvi að gæta þess að nautgripir séu heilbrigð- ir. Berklarannsókn nautgripa er víst framkvæmd í öllum löndum, sem menningarlönd eru talin, nema hér á íslandi. Það væri nú eigi úr vegi að rannsaka naut- gripi hér í Eyjafirði, það er eigi kostnaðarsamt og þótt svo væri, þá mundi það marg borga sig. Dýralæknirinn hérna fékk Tu- berculin fyrir eigi allmörgum ár- um, og bauðst til að rannsaka gripi, en því boði var óvíða tekið. Eigi er mér kunnugt af hverju. Það er að vísu satt, að berka- sýkt mjólk er eigi eins útgangileg vara og heilbrigð, en allsendis er það meinlaust að drekka hana ef hún er soðin. Sama er að segja um kjötið; í útlöndum er það merkt sérstöku merki og selt við lægra verði, en ætt er það, ef vel er soðið og margur sá maðurinn í bæjum erlendis, sem lítið bragð- ar af kjöti öðru en berklakjöti. Rannsóknin getur þvi haft nokk- uð tjón i för með sér, en litil- vægt má það tjón heita í saman- burði við það sem af berklaveik- inni Ieiðir og eigi ætti það að aftra neinum frá því að láta skoða gripi sína enda ótrúlegt að þess verði langt að bíða, að þetta verði lögskylda. Eg vildi aðeins beina athygli manna að þessu vandamáli i stuttri blaðagrein, en eg ætla, — áður langt um liður, — að gera nánar grein fyrir þvi og sýna með tölum tjón það, er héraðið bíður af berklaveikinni. lnnfluttar tollvörur árið 1917. Eftirfarandi yfirlit er gert samkvæmt tollskilagreinum sýslu- manna og bæjarfógeta, sem hagstofan fær eftirrit af. Síðan vöru- tollurinn komst á eru flestallar vörur, sem til landsins flytjast, toll- skyldar og má því af yfirlitinu gera sjer nokkra grein fyrir, hve miklu vöruílutningarnir til landsins hafi numið í heild sinni. Vínfdng og gosdrykkir. - ^ Af vínanda og brendum drykkjum, svo sem brennivíni, whisky, kognac o. fl., voru fluttir inn 30 492 lítrar (talið í 8°). Fer iunflutn- ingur þessi árlega vaxandi. Árið 1916 var hann rúmlega 24 þús. lítrar, 1915 tæplega 19 þús. litrar, 1914 rúml, 12 þús. lítrar, en 1913 tæpl. 6 þús. lítrar. Hjer eru þessi vínföng talin í 8°, svo að hver lítri af hreinum vínanda (16°) er. talinn 2 lítrar. — Af borðvinum, svo sem rauðvíni o. fl., svo og messuvíni, óáfengum ávaxtavínum og ávaxtasafa fluttust inn 6 221 lítrar. Er það miklu minna en undanfarin ár (1916: 15 þús. lítrar, 1915: rúml. 10 þús. lítrar). — Af öðrum vinföngum, svo sem sherry, portvíni, o. fl., svo og súrum berjasafa, fluttust inn 1 008 litrar. Er það lika miklu minna en undanfarin ár (1916: 3500 lítrar, 1915: 1800 lítrar). — Síðan 1912, er áfengisbannlögin gengu í gildi, hefur ianflutningur á öllum þessum vinföngum, að undanskildum óáfengum vínum og drykkjarföngum, gengið gegnum hendur umsjónarmanns áfengiskaupa, og munu þau aðallega vera ætluð til lyfja, auk þess sepa kolsúlum leyfist að flytja inn, því að mengað áfengi til iðnaðar eða eldsneytis er hjer ekki meðtalið, þar eð vínfangatollur er ekki greiddur af því. Af öli (óáfengu) hefur flust inn 76168 lítrar. Er það álíka mikið og fyrsta árið, sem áfengisbannið var í gildi (1912), en ekki nema einn fjórði hluti af innflutningnum árið 1916. Siðan 1912 hefur innflutningur á óáfengu öli verið: 1912 ............ 75 þús. lítrar 1913 ............ 83 — — 1914 ........... 125 — — 1915 ........... 230 — — 1916 ........... 302 — — 1917 ............ 76 — — Innflutningur á gosdrykkjum hefur verið hverfandi lítill í sam- anburði við næstu ár á undan. Af límonaði fluttust inn 200 lítrar, en þrjú næstu árin á undan hefur innflutningur af því verið um 2 400 lítrar. Af sódavatni fluttust inn 1 225 lítrar (1916: 9 500 lítrar, 1915: 6 500 lítrar). Tóbak og vindlar. Af tóbaki fluttust inn 75 050 kg, en af vindlum og vindlingum 13 062 kg. Er það miklu minni innflutnlngur heldur en tvö næstu árin á undan, en svipaður og 1914. Undanfarin ár hefur innflutn- ingurinn verið: Tóbak Yindlar og vindlingar 1913 10 pús. kg 1914 .... 79 — — 12 — — 1915 .... 95 — — 18 — — 1916 ....106 — — 21 — — 1917 .... 75 — — 12 — — Kaffi og sykur. Innflutningur á kajfi hefur aukist mjög mikið árið 1917 eins og næstu árin á undan svo sem sjest á eftirfarandi yfirliti: 1917 1916 1915 1914 Kaffi óbrent. ... 566 849 kg 431 836 kg 390 014 kg 327 662 kg — brent.. ... 8 383 — 15 238 — 15 093 — 14 104 — Kaffibætir ... ... 232 942 — 247 850 — 216 537 — 158 062 — Samtals.. 808 174 kg 694 924 kg 621 644 kg 499 828 kg Innflutningur á sykri var 3 817 675 kg. Er það miklu meira en undanfarin ár, svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir. 1913 1914 .... 2 548 — — 1915 1916 .... 2 384 — — 1917 .... 3 818 — — Te, súkkulaði og brjóstsykur. Af te fluttust inn 4 814 kg árið 1917 og er það töluvert meira en næstu ár á undan (1916: 4 000 kg, 1915: 3 800 kg). Af súkkutaði fluttust inn 53 543 kg árið 1917 og er það miklu minna en árið á undan. Af kakaó fluttist inn 5 074 kg og er það að eins lítill hluti af innflutningi undanfarinna ára. Síðustu árin hefur innflutningur af þessum vörum verið: Súkkulaði Kakaó 1914 20 pús. kg 1915 ,...60 — — 18 — — 1916 ....72 — — 25 — 1917 ....54 — — 5 — — Af brjóstsykri og konfekt fluttust árið 1917 inn 24 323 kg. Er það líkt og næsta ár á undan, er innflutningurinn nam tæpum 24 þús. kg. En þar áður var þessi innflutningur miklu minni. (H«gt,). ^amninganeínd, Á fundi sameinaðs Alþingis á laugardaginn var, voru þeir Bjarni Jónsson adjunkt, þnu Dalamanna, Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, þm. Seyðfirðinga, . Einar Arnórsson prófessor, þnu Árnesinga og Þorsteinn M. Jónsson kennari,. 2. þm. Norðmýlinga, kosnir í nefnd til þess að tala við dönsku sendinefndina og vera milligöngu- nefnd milli hennar og fullveldis- nefndar Alþingis. Blöð og bækur. Próttur, útgefandi Iþróttafélag Reykjavíkur, 1. árg. 3. tbl., hefir oss verið sendui’. Blaðið byrjar á kvæði eftir Bjarna Jónsson frá Vogi (hring- hendu), er Iþróttaslagur heitir og svo hljóðar: »Líður ótta, roði rís, rennur nótt að straumi. Ljóssins gnótt er vegar vís, vekur þrótt af draumi. Geislinn hrærir geð og mál, glaður blærinn lundu, röðull skær úr austur-ál ungur hlær við grundu. Ekki er hljótt í morgun-mund„ margan þróttur hvetur, Sveina gnótt á sigurfund. sækir skjótt sem getur. Nú skal reyna þol og þor, þá er meinum hrundið. Lengi treynist vona vor vaskleik einum bundið. íþróit prýðir vöxt og vit, vekur lýðum gleði, ævitíðum lífsins lit, ljóshjúp sniður geði. Óþreytandi bölva-bönd brautryðjandi slítur, styrkleikshandar, elds í önd óslökkvanda nýtur. Strengjum Braga langa leið láti slagur knúinn. Heilladagur, himinskeið hald þú fagurbúinn«. Þá ritar G. M. um kraftamennj. framh. ritgerðar um Áhrif íþrótta á likamann eftir dr. med. K. Secher, ágæt ritgerð, er margt má af læra, þá Olympíuförin 1912, skemtilega rituð. Göngur eftir Teó, góðar ráðleggingar handa þeim er ætla að fara í langferðir fótgangandi, og loks Iþróttafréttir og er þetta þar i: »Aðalfundur I. S. I. var hald- inn hér 28. april síðastl. Stjórnin skýrði frá starfsemi sinni síðastl. ár. í sjóði var um 800 krónur og Sjóður styrktarfélaga í. S. 1. var 455 kr. 83 aurar. Það merkasta, er fram kom á fundinum, var, að skotið var'inn í Ákvæði um afreksmerki í. S. 1.-

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.